Logi segir framlög til geðheilbrigðismála ekki duga til Heimir Már Pétursson skrifar 11. október 2018 13:29 Formaður Samfylkingarinnar segir það viðbótarframlag til geðheilbrigðismála ekki duga til að bregðast við þeim mikla vanda sem steðjar að ungu fólki sérstaklega. Það væri sláandi hvað stór hluti ungs fólks reyndi að svipta sig lífi og hvað stór hluti fólks væru öryrkjar vegna geðrænna vandamála. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra út í aukin úrræði í geðheilbrigðismálum í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Víða væru brotalamir í þeirri þjónustu og þá sérstaklega þegar kæmi að ungu fólki. Samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu hafi sjö prósent drengja og tólf prósent stúlkna í framhaldsskólum reynt að svipta sig lífi.38 prósent öryrkja með geðræn vandamál „Ekki íhugað það, hæstvirtur ráðherra, heldur gert tilraun til að enda líf sitt. Þetta eru sennilega í kring um tvö þúsund ungmenni. Um þriðjungur háskólanema mælast auk þess með þunglyndi og sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök karlmanna undir 25 ára aldri á Íslandi,“ sagði Logi. Þá væru 38 prósent öryrkja með geðræn vandamál sem aðalgreiningu fyrir sinni örorku. Ungt fólk sé hvatt til að leita sér hjálpar en þá þurfi að tryggja að auðvelt sé að verða sér út um aðstoð. „Ég spyr því hæstvirtan ráðherra hvaða áform eru uppi varðandi að gera geðheilbrigðisþjónustu aðgengilegri og ódýrari. Sérstaklega fyrir unga fólkið okkar. Hvort hafi verið rannsakað eða greint hvað það myndi spara samfélaginu að niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Sér í lagi með fjölgun öryrkja með geðgreiningar,“ spurði Logi. Heilbrigðisráðherra sagði unnið að því að mannréttindi verði höfð meira að leiðarljósi í allri geðheilbrigðisþjónustu. „Með því að auka teymisvinnu í heilsugæslunni og aðkomu sálfræðinga í heilsugæslunni. Það erum við að gera núna í samræmi við geðheilbrigðisáætlun sem Alþingi hefur samþykkt og með sérstakar 650 milljónir eyrnamerktar þeirri styrkingu í heilsugæslunni í tillögu til fjárlaga,“ sagði Svandís.Ekki nóg Logi sagði 650 milljón króna aukningu framlaga til geðheilbrigðismála á fjárlögum væri ekki nóg. „Til að stórbæta aðgengi, fjölga sálfræðingum í heilsugæslu og hjá menntastofnunum og í fangelsum eins og kallað hefur verið eftir. Eða til að niðurgreiða sálfræðiþjónustu,“ sagði Logi. Heilbrigðisráðherra sagðist nú þegar hafa samþykkt tillögur starfshóps um aðgerðir til að sporna gegn sjálfsvígum og hún hafi reynt eins og hún geti til að gefa þeim tillögum vængi með fjármagni. Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir það viðbótarframlag til geðheilbrigðismála ekki duga til að bregðast við þeim mikla vanda sem steðjar að ungu fólki sérstaklega. Það væri sláandi hvað stór hluti ungs fólks reyndi að svipta sig lífi og hvað stór hluti fólks væru öryrkjar vegna geðrænna vandamála. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra út í aukin úrræði í geðheilbrigðismálum í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Víða væru brotalamir í þeirri þjónustu og þá sérstaklega þegar kæmi að ungu fólki. Samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu hafi sjö prósent drengja og tólf prósent stúlkna í framhaldsskólum reynt að svipta sig lífi.38 prósent öryrkja með geðræn vandamál „Ekki íhugað það, hæstvirtur ráðherra, heldur gert tilraun til að enda líf sitt. Þetta eru sennilega í kring um tvö þúsund ungmenni. Um þriðjungur háskólanema mælast auk þess með þunglyndi og sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök karlmanna undir 25 ára aldri á Íslandi,“ sagði Logi. Þá væru 38 prósent öryrkja með geðræn vandamál sem aðalgreiningu fyrir sinni örorku. Ungt fólk sé hvatt til að leita sér hjálpar en þá þurfi að tryggja að auðvelt sé að verða sér út um aðstoð. „Ég spyr því hæstvirtan ráðherra hvaða áform eru uppi varðandi að gera geðheilbrigðisþjónustu aðgengilegri og ódýrari. Sérstaklega fyrir unga fólkið okkar. Hvort hafi verið rannsakað eða greint hvað það myndi spara samfélaginu að niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Sér í lagi með fjölgun öryrkja með geðgreiningar,“ spurði Logi. Heilbrigðisráðherra sagði unnið að því að mannréttindi verði höfð meira að leiðarljósi í allri geðheilbrigðisþjónustu. „Með því að auka teymisvinnu í heilsugæslunni og aðkomu sálfræðinga í heilsugæslunni. Það erum við að gera núna í samræmi við geðheilbrigðisáætlun sem Alþingi hefur samþykkt og með sérstakar 650 milljónir eyrnamerktar þeirri styrkingu í heilsugæslunni í tillögu til fjárlaga,“ sagði Svandís.Ekki nóg Logi sagði 650 milljón króna aukningu framlaga til geðheilbrigðismála á fjárlögum væri ekki nóg. „Til að stórbæta aðgengi, fjölga sálfræðingum í heilsugæslu og hjá menntastofnunum og í fangelsum eins og kallað hefur verið eftir. Eða til að niðurgreiða sálfræðiþjónustu,“ sagði Logi. Heilbrigðisráðherra sagðist nú þegar hafa samþykkt tillögur starfshóps um aðgerðir til að sporna gegn sjálfsvígum og hún hafi reynt eins og hún geti til að gefa þeim tillögum vængi með fjármagni.
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira