Sport

Guðbjörg Jóna með besta tímann á Ólympíuleikum ungmenna

Smári Jökull Jónsson skrifar
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er að gera frábæra hluti á Ólympíuleikum ungmenna.
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er að gera frábæra hluti á Ólympíuleikum ungmenna. Vísir
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir setti í kvöld nýtt Íslandsmet í 200 metra hlaupi kvenna þegar hún hljóp á 23,55 sekúndum á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fara í Argentínu.

Í sumar sló Guðbjörg Jóna Íslandsmet Guðrúnar Arnardóttur sem þá hafði staðið í 21 ár og bætti svo metið aftur í kvöld en tíminn dugði henni einnig í fyrsta sætið í fyrri umferð keppninnar.

Keppnin í frjálsum íþróttum er með öðruvísi sniði en vanalega þar sem samanlagður tími úr tveimur umferðum gildir til úrslita. Seinni umferðin fer fram á þriðjudag og ljóst að Guðbjörg Jóna á góða möguleika á að tryggja sér gullverðlaun í Buenos Aires. 

Tveir aðrir keppendur keppa fyrir Íslands hönd í frjálsum íþróttum á mótinu. Það eru þau Valdimar Hjalti Erlendsson sem keppir í kringlukasti og Elísabet Rut Rúnarsdóttir sem keppir í sleggjukasti.  Valdimar keppir í seinni umferð á morgun og Elísabet á mánudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×