Nýjasta ofurstjarna NFL-deildarinnar gisti í blokk í Mosfellsbæ fyrir ári síðan Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. september 2018 13:00 Hér má sjá parið hamingjusamt í hvalaskoðun. instagram-síða brittany matthews Nafnið sem er á allra vörum í NFL-deildinni í dag er Patrick Mahomes. Hann hefur byrjað tímabilið af lygilegum krafti og hefur þegar slegið nokkur glæsileg met. Mahomes er leikstjórnandi hjá Kansas City Chiefs sem hefur unnið alla þrjá leiki sína í deildinni og skorað í þeim leikjum tæp 40 stig að meðaltali.Slær Manning og Brady ref fyrir rass Mahomes er sá fyrsti í sögunni sem nær því að gefa tíu snertimarkssendingar í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Í gær komst hann í þrettán í fyrstu þremur leikjunum og sló þar með met Peyton Manning. Tom Brady á best ellefu snertimörk. Þetta eru engar smá goðsagnir sem hann er að skáka. Unnusta Mahomes, Brittany Matthews, kom til Íslands síðasta sumar til þess að spila með Afturelding/Fram í 2. deild kvenna. Hún spilaði fimm leiki fyrir liðið og skoraði í þeim leikjum tvö mörk. Er hún kom til landsins kom Mahomes með henni. Þau gistu heima hjá Sigurbjarti Sigurjónssyni, sem er formaður meistaraflokksráðs kvenna og unnusta hans spilaði með liðinu.Smá kelerí á Úlfarsfellinu.instagram-síða brittany matthewsVissi ekkert hver þetta var „Ég hafði ekki hugmynd um hver þetta var er hann kom hingað,“ segir Sigurbjartur og skellihlær er hann rifjar upp síðasta sumar. „Hann var með henni hér í tíu daga að skoða landið. Okkur grunaði ekki að hann væri einhver stjarna. Þau voru oft að spyrja hvert þau gætu farið að borða og við bentum alltaf á millidýra staði því við héldum að þau ættu ekkert allt of mikinn pening.“ Mahomes var valinn tíundi í nýliðavali NFL-deildarinnar í lok apríl í fyrra og er hann kom til Íslands var hann nánast búinn að ganga frá samningi við Chiefs. Sá samningur hljóðar upp á 1,8 milljarða króna og fékk Mahomes 1,1 milljarð króna við undirskrift. Hann hafði því efni á meira en kók og pylsu. „Við vissum það daginn sem hann fór út að hann væri milljarðamæringur. Þá var ég að fara að henda honum út á flugvöll. Við grínumst stundum með það að hann hefði getað keypt alla blokkina, kveikt í henni og ekki fundið fyrir því. Hann fékk að búa frítt hjá mér og hafði gaman af því. Honum fannst þetta geggjað,“ segir Sigurbjartur og hlær en Mahomes og Matthews bjuggu í einu herbergi á heimili Sigurbjarts og unnustu hans. „Ég skildi ekki alltaf hvað hann var að gera með svaka möppu sem hann var sífellt að glugga í. Þá var hann auðvitað að fara yfir öll kerfin og undirbúa sig fyrir tímabilið.“Að sjálfsögðu fór Mahomes í Bláa lónið.instagram-síða brittany matthewsViðkunnalegir Íslandsvinir Sigurbjartur segir að Mahomes hafi verið mjög viðkunnalegur náungi og laus við alla stjörnustæla. „Við erum enn í smá sambandi við hana og hver veit nema við förum út á leik. Nú er komið að þeim að leyfa okkur að gista,“ segir Sigurbjartur léttur. Mahomes vildi æfa sig á Íslandi og hafði hug á því að mæta á æfingu með Einherjum en það náðist ekki. Því miður fyrir Einherja. Unnustan fékk aftur á móti ekki nýjan samning í Mosfellsbænum eftir leikina fimm sem hún náði að spila hér á landi. „Hún var ekkert besti leikmaðurinn þó svo hún væri fín stelpa. Við vorum að spá í hana fyrir sumarið núna en ákváðum að skoða hana í fyrra. Hún var bara ekki nógu öflug fyrir Inkasso-deildina hér heima þannig að við ákváðum að semja ekki við hana.“ Hér má svo sjá Instagram-síðu Brittany þar sem meðal annars má finna fleiri myndir úr Íslandsför hennar. NFL Tengdar fréttir Mahomes sló met Manning | New England tapaði aftur Það var enginn skortur á óvæntum úrslitum í NFL-deildinni í gær og undrabarnið Patrick Mahomes heldur áfram að skrifa söguna upp á nýtt. 24. september 2018 10:00 Hvað er að gerast í Kansas City? | Brady fékk á baukinn Besta liðið í upphafi leiktíðar í NFL-deildinni er lið Kansas City Chiefs sem er algjörlega óstöðvandi. Liðið skoraði 42 stig gegn Pittsburgh í nótt. 17. september 2018 07:30 Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Sjá meira
Nafnið sem er á allra vörum í NFL-deildinni í dag er Patrick Mahomes. Hann hefur byrjað tímabilið af lygilegum krafti og hefur þegar slegið nokkur glæsileg met. Mahomes er leikstjórnandi hjá Kansas City Chiefs sem hefur unnið alla þrjá leiki sína í deildinni og skorað í þeim leikjum tæp 40 stig að meðaltali.Slær Manning og Brady ref fyrir rass Mahomes er sá fyrsti í sögunni sem nær því að gefa tíu snertimarkssendingar í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Í gær komst hann í þrettán í fyrstu þremur leikjunum og sló þar með met Peyton Manning. Tom Brady á best ellefu snertimörk. Þetta eru engar smá goðsagnir sem hann er að skáka. Unnusta Mahomes, Brittany Matthews, kom til Íslands síðasta sumar til þess að spila með Afturelding/Fram í 2. deild kvenna. Hún spilaði fimm leiki fyrir liðið og skoraði í þeim leikjum tvö mörk. Er hún kom til landsins kom Mahomes með henni. Þau gistu heima hjá Sigurbjarti Sigurjónssyni, sem er formaður meistaraflokksráðs kvenna og unnusta hans spilaði með liðinu.Smá kelerí á Úlfarsfellinu.instagram-síða brittany matthewsVissi ekkert hver þetta var „Ég hafði ekki hugmynd um hver þetta var er hann kom hingað,“ segir Sigurbjartur og skellihlær er hann rifjar upp síðasta sumar. „Hann var með henni hér í tíu daga að skoða landið. Okkur grunaði ekki að hann væri einhver stjarna. Þau voru oft að spyrja hvert þau gætu farið að borða og við bentum alltaf á millidýra staði því við héldum að þau ættu ekkert allt of mikinn pening.“ Mahomes var valinn tíundi í nýliðavali NFL-deildarinnar í lok apríl í fyrra og er hann kom til Íslands var hann nánast búinn að ganga frá samningi við Chiefs. Sá samningur hljóðar upp á 1,8 milljarða króna og fékk Mahomes 1,1 milljarð króna við undirskrift. Hann hafði því efni á meira en kók og pylsu. „Við vissum það daginn sem hann fór út að hann væri milljarðamæringur. Þá var ég að fara að henda honum út á flugvöll. Við grínumst stundum með það að hann hefði getað keypt alla blokkina, kveikt í henni og ekki fundið fyrir því. Hann fékk að búa frítt hjá mér og hafði gaman af því. Honum fannst þetta geggjað,“ segir Sigurbjartur og hlær en Mahomes og Matthews bjuggu í einu herbergi á heimili Sigurbjarts og unnustu hans. „Ég skildi ekki alltaf hvað hann var að gera með svaka möppu sem hann var sífellt að glugga í. Þá var hann auðvitað að fara yfir öll kerfin og undirbúa sig fyrir tímabilið.“Að sjálfsögðu fór Mahomes í Bláa lónið.instagram-síða brittany matthewsViðkunnalegir Íslandsvinir Sigurbjartur segir að Mahomes hafi verið mjög viðkunnalegur náungi og laus við alla stjörnustæla. „Við erum enn í smá sambandi við hana og hver veit nema við förum út á leik. Nú er komið að þeim að leyfa okkur að gista,“ segir Sigurbjartur léttur. Mahomes vildi æfa sig á Íslandi og hafði hug á því að mæta á æfingu með Einherjum en það náðist ekki. Því miður fyrir Einherja. Unnustan fékk aftur á móti ekki nýjan samning í Mosfellsbænum eftir leikina fimm sem hún náði að spila hér á landi. „Hún var ekkert besti leikmaðurinn þó svo hún væri fín stelpa. Við vorum að spá í hana fyrir sumarið núna en ákváðum að skoða hana í fyrra. Hún var bara ekki nógu öflug fyrir Inkasso-deildina hér heima þannig að við ákváðum að semja ekki við hana.“ Hér má svo sjá Instagram-síðu Brittany þar sem meðal annars má finna fleiri myndir úr Íslandsför hennar.
NFL Tengdar fréttir Mahomes sló met Manning | New England tapaði aftur Það var enginn skortur á óvæntum úrslitum í NFL-deildinni í gær og undrabarnið Patrick Mahomes heldur áfram að skrifa söguna upp á nýtt. 24. september 2018 10:00 Hvað er að gerast í Kansas City? | Brady fékk á baukinn Besta liðið í upphafi leiktíðar í NFL-deildinni er lið Kansas City Chiefs sem er algjörlega óstöðvandi. Liðið skoraði 42 stig gegn Pittsburgh í nótt. 17. september 2018 07:30 Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Sjá meira
Mahomes sló met Manning | New England tapaði aftur Það var enginn skortur á óvæntum úrslitum í NFL-deildinni í gær og undrabarnið Patrick Mahomes heldur áfram að skrifa söguna upp á nýtt. 24. september 2018 10:00
Hvað er að gerast í Kansas City? | Brady fékk á baukinn Besta liðið í upphafi leiktíðar í NFL-deildinni er lið Kansas City Chiefs sem er algjörlega óstöðvandi. Liðið skoraði 42 stig gegn Pittsburgh í nótt. 17. september 2018 07:30