Sport

Trump: Nike er að senda skelfileg skilaboð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Colin Kaepernick er einn umtalaðasti maður Bandaríkjanna.
Colin Kaepernick er einn umtalaðasti maður Bandaríkjanna. vísir/getty

Eins og við mátti búast er Donald Trump Bandaríkjaforseti ekki hrifinn af því að Nike sé að nota leikstjórnandann Colin Kaepernick í nýjustu auglýsingaherferð sinni.

Kaepernick birti í vikunni fyrstu myndina úr herferðinni þar sem hann segir mikilvægt að trúa á eitthvað þó svo það þýði að maður verði að fórna öllu. Hann hefur fórnað NFL-ferlinum en staðið með hugsjónum sínum. Aðgerðir hans og barátta hafa verið eitt heitasta málið í Bandaríkjunum síðustu ár.„Mér finnst Nike vera að senda skelfileg skilaboð með þessu og það átti ekki að senda þessi skilaboð. Það er engin ástæða til þessa að gera þetta,“ sagði Trump.

„Ég er fullkomlega ósammála þessu og hefði aldrei gert svona. Svona er landið og fólk hefur frelsi til þess að gera hluti sem manni finnst að það ætti ekki að gera.“

Kaepernick var fyrstur til þess að fara niður á hné er þjóðsöngurinn er spilaður fyrir NFL-leiki. Með því var hann að mótmæla kynþáttamismunun og lögregluofbeldi. Hann hefur ekki spilað síðan árið 2016 og ekkert félag þorir að semja við hann.

Trump hefur alla tíð gagnrýnt Kaepernick og aðra sem hafa fetað í sömu spor. Hann vildi að eigendur NFL-liða myndu reka þá leikmenn sem færu niður á hné.

Þessi umdeilda auglýsingaherferð Nike hefur vakið hörð viðbrögð og þeir sem eru hvað reiðastur hafa kveikt í Nike-vörum. Mikið hitamál.


Tengdar fréttir

Kaepernick andlit nýrrar herferðar Nike

NFL leikstjórnandinn umdeildi Colin Kaepernick, sem ekki hefur verið samningsbundinn neinu NFL liði síðan árið 2016, er andlit nýrrar herferðar íþróttarisans Nike.

Mál Kaepernick gæti farið fyrir dómstóla

Mál Colin Kaepernick gegn eigendum liða í NFL deildinni gæti farið fyrir dómstóla eftir að beiðni um að vísa málinu frá var hafnað. Kaepernick hefur ekki verið á mála hjá liði síðan í mars 2017.

Kaepernick heiðraður af Amnesty

Colin Kaepernick, fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers, var heiðraður af Amnesty International fyrir mótmæli hans gegn kynþáttamismunun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.