Sport

Mál Kaepernick gæti farið fyrir dómstóla

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kaepernick fer á hnéð í þjóðsöngnum ásamt einum liðsfélaga sínum.
Kaepernick fer á hnéð í þjóðsöngnum ásamt einum liðsfélaga sínum. vísir/getty
Mál Colin Kaepernick gegn eigendum liða í NFL deildinni gæti farið fyrir dómstóla eftir að beiðni um að vísa málinu frá var hafnað. Kaepernick hefur ekki verið á mála hjá liði síðan í mars 2017.

Kaepernick telur eigendur liðanna í deildinni hafa tekið sig saman og ákveðið að ráða hann ekki til sín eftir mótmæli leikstjórnandans gegn kynþáttaníði.

Forráðamenn deildarinnar vildu að málinu yrði vísað frá en því var hafnað, sem þýðir að það voru næg sönnunargögn til þess að réttlæta að málið yrði tekið fyrir í dómsal.

Í ágúst 2016 byrjaði Kaepernick mótmæli sín með því að sitja á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna var spilaður. Seinna ákvað hann að krjúpa á hné og aðrir leikmenn fóru að fordæmi hans.

Deildin ætlaði að setja á laggirnar sektir fyrir mótmælin en hafa hætt við þær hugmyndir í bili á meðan viðræður standa yfir við leikmannasamtökin.

NFL

Tengdar fréttir

Kaepernick heiðraður af Amnesty

Colin Kaepernick, fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers, var heiðraður af Amnesty International fyrir mótmæli hans gegn kynþáttamismunun.

Kaepernick fer í mál við eigendur liðanna í NFL

Colin Kaepernick hefur farið í mál við eigendur liðanna í NFL-deildinni í Bandaríkjunum. Hann telur að það séu samantekin ráð þeirra að semja ekki við hann vegna mótmæla hans gegn kynþáttafordómum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×