Sport

Risarnir gerðu nýjan risa risa samning við OBJ

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Odell Beckham Jr.
Odell Beckham Jr. Vísir/Getty

Odell Beckham Jr. er kominn með sinn sess í sögu NFL-deildarinnar eftir að hafa skrifað undir nýjan risa risa samning við lið sitt New York Giants.

Odell Beckham Jr. er frábær útherji og eftir þessa undirritun er hann nú sá útherji sem hefur fengið stærsta samninginn. Hann var að framlengja samning sinn um fimm ár eftir að hafa átt aðeins eitt ár eftir af gamla samningnum.Fyrir þessi sex ár þá ætlar New York Giants að borga Beckham 95 milljónir dollara eða meira en tíu milljarða íslenskra króna.

Beckham fékk strax 41 milljón dollara við undirritunina, 4,38 milljarða, og er öruggur að fá samtals 65 milljónir af þessum 95 milljónum dollara eða rétt tæpa sjö milljarða íslenskra króna.

Næstu fimm árin mun Odell Beckham Jr. fá 18 milljónir dollara að meðaltali á ári og bætir hann með því met Antonio Brown sem fékk 17 milljónir dollara á ári í sínum nýjasta samningi.

Þá bætir Odell Beckham Jr. einnig met Mike Evans sem var öruggur með 55 milljónir dollara í sínum samningi en eins og áður sagði þá fær Odell 65 milljónir dollara sama hvort hann spili eitthvað næstu fimm árin eða ekki.

Odell Beckham Jr. er að fá talsverða launahækkun en hann átti að fá 8,4 milljónir dollara fyrir komandi tímabil samkvæmt gamla samningi sínum.   
NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.