Sport

Frír bjór í boði á tíu stöðum þegar Cleveland Browns vinnur fyrsta leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Skömmustulegur stuðningsmaður Cleveland Browns í fyrra.
Skömmustulegur stuðningsmaður Cleveland Browns í fyrra. Vísir/Getty

NFL-liðið Cleveland Browns tapaði öllum sextán leikjum sínum á síðasta tímabili og hefur aðeins unnið 1 af 32 leikjum undanfarin tvö ár.

Nú styttist í næsta tímabil og Cleveland Browns hefur verið að reyna að styrkja sig með nýjum leikmönnum fyrir komandi átök.

Það er samt óhætt að segja að stuðningsmenn Cleveland Browns séu ekki alltof bjartsýnir eftir þetta 0-16 tímabil í fyrra.Það verður hins vegar mikið stuð í Cleveland þegar lið borgarinnar vinnur loksins leik.

Bjórframleiðandinn Bud Light ætlar nefnilega að bjóða í veislu þegar fyrsti sigur liðsins dettur inn.

Í tíu þekktum börum í Cleveland mun vera bjórkælir þar sem bjórinn verður læstur  inni þar til að tíminn rennur út í fyrsta sigurleik Cleveland Brown á árinu 2018.

Margir grínuðust með það hvenær þessi bjór myndi renna út en Bud Light hefur fullvissað alla um að þeir muni skipta um bjórinn mánaðarlega fari svo að Cleveland haldi áfram að tapa öllum leikjum.NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.