Sport

Vilja engar konur í bestu sætunum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Stadio Olimpico völlurinn í Róm
Stadio Olimpico völlurinn í Róm

Stuðningsmenn ítalska knattspyrnuliðsins Lazio hafa kallað eftir því að konum verði bannað að sitja í bestu sætum Curva Nord stúkunnar á heimavelli liðsins, Stadio Olimpico í Róm.

Fyrir fyrsta leik Lazio á tímabilinu dreifðu nokkrir stuðningsmenn liðsins út tilkynningu, en í henni var því haldið fram að hluti stúkunnar væri „helgur staður“ og að þangað ættu konur ekkert erindi.

Þá var kallað eftir því að konur héldu sig í öðrum hlutum leikvangsins og að „konur, eiginkonur og kærustur“ sætu ekki í fremstu 10 röðum leikvangsins.

Undir tilkynninguna skrifa „Direttico Diabolik Pluto,“ sem er leiðandi fylking innan ofurharðra stuðningsmanna Lazio sem kalla sig Irreducibili.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem stuðningsmenn Lazio komast í fréttirnar fyrir vafasamt hátterni, en á síðasta ári gerðust sumir þeirra sekir um gyðingahatur þar sem þeir spreyjuðu slagorð, merki og tákn tengdu gyðingahatri á veggi Ólympíuleikvangsins og dreifðu auk þess myndum af Önnu Frank í búningi erkifjendanna í Roma. 
 


Tengdar fréttir

Villa Boas vill aðgerðir gegn stuðningsmönnum Lazio

Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham, vill að UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, rannsaki hegðun stuðningsmanna ítalska liðsins Lazio. Tottenham og Lazio mættust í gærkvöld í Evrópudeildinni í Róm og telur Villas-Boas að stuðningsmenn Lazio hafi farið yfir strikið þegar þeir sungu níðsöngva sem tengjast gyðingahatri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.