Sport

Vilja engar konur í bestu sætunum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Stadio Olimpico völlurinn í Róm
Stadio Olimpico völlurinn í Róm
Stuðningsmenn ítalska knattspyrnuliðsins Lazio hafa kallað eftir því að konum verði bannað að sitja í bestu sætum Curva Nord stúkunnar á heimavelli liðsins, Stadio Olimpico í Róm.

Fyrir fyrsta leik Lazio á tímabilinu dreifðu nokkrir stuðningsmenn liðsins út tilkynningu, en í henni var því haldið fram að hluti stúkunnar væri „helgur staður“ og að þangað ættu konur ekkert erindi.

Þá var kallað eftir því að konur héldu sig í öðrum hlutum leikvangsins og að „konur, eiginkonur og kærustur“ sætu ekki í fremstu 10 röðum leikvangsins.

Undir tilkynninguna skrifa „Direttico Diabolik Pluto,“ sem er leiðandi fylking innan ofurharðra stuðningsmanna Lazio sem kalla sig Irreducibili.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem stuðningsmenn Lazio komast í fréttirnar fyrir vafasamt hátterni, en á síðasta ári gerðust sumir þeirra sekir um gyðingahatur þar sem þeir spreyjuðu slagorð, merki og tákn tengdu gyðingahatri á veggi Ólympíuleikvangsins og dreifðu auk þess myndum af Önnu Frank í búningi erkifjendanna í Roma. 

 




Tengdar fréttir

Villa Boas vill aðgerðir gegn stuðningsmönnum Lazio

Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham, vill að UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, rannsaki hegðun stuðningsmanna ítalska liðsins Lazio. Tottenham og Lazio mættust í gærkvöld í Evrópudeildinni í Róm og telur Villas-Boas að stuðningsmenn Lazio hafi farið yfir strikið þegar þeir sungu níðsöngva sem tengjast gyðingahatri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×