Lífið

72 ára Stallone í hörkuformi

Andri Eysteinsson skrifar
Stallone æfir undir handleiðslu Gunnars Peterson.
Stallone æfir undir handleiðslu Gunnars Peterson. Instagram/OfficialSlyStallone

Hinn 72 ára gamli leikari Sylvester Stallone er enn í frábæru formi. Leikarinn sem fæddur er árið 1946 birti í dag mynd á Instagram síðu sinni þar sem hann segir það vera forréttindi að geta stundað líkamsrækt.

Stallone sem er þekktastur fyrir hlutverk sín sem Rocky Balboa og John Rambo æfir undir stjórn stjörnueinkaþjálfarans, Gunnars Peterson.

Myndina merkir Stallone með myllumerkinu #Rambo5 og má því segja að undirbúningur sé hafinn fyrir 5 myndina Rambo flokknum en áætlað er að hún verði frumsýnd haustið 2019.

Þjálfarinn með íslenska nafnið er einn vinsælasti einkaþjálfari stjarnanna og hefur unnið með hasarmyndastjörnum á borð við Stallone og Bruce Willis og raunveruleikastjörnunum Khloe Kardashian og Kendall Jenner.

Peterson er einnig yfirstyrktarþjálfari NBA liðsins Los Angeles Lakers.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.