Lífið

Leita að Nutella smökkurum

Andri Eysteinsson skrifar
Súkkulaði og heslihnetu góðgætið Nutella hefur farið sigurför um heiminn
Súkkulaði og heslihnetu góðgætið Nutella hefur farið sigurför um heiminn Vísir/EPA

Sælgætisframleiðandinn Ferrero leitar nú að venjulegu fólki til að smakka eina frægustu vöru sína, súkkulaði áleggið, NutellaCBS greinir frá.

Ferrero sem framleiðir auk Nutella hina frægu Ferrero Rocher mola leitar að 60 manns til að starfa hjá fyrirtækinu í höfuðstöðvum þess í Alba í norður ítalska héraðinu Fjallalandi (ít. Piemonte).

Ekki er neinnar reynslu krafist en umsækjendur mega þó ekki hafa fæðuofnæmi og verða að hafa grunntölvukunnáttu. Hinir 60 útvöldu verða sendir á tveggja mánaða námskeið í september áður en þeir sem standast námskeiðið verða ráðnir til langs tíma í hlutastarf, 2 tímar á viku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.