Sport

Katrín Tanja: Hungruð í að verða enn betri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir.
Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Instagram/katrintanja
Katrín Tanja Davíðsdóttir komst í þriðja sinn á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit þegar hún náði þriðja sætinu um helgina eftir frábæra frammistöðu síðustu tvo dagana.

Katrín Tanja vann heimsleikana 2015 og 2016 en lenti síðan í fimmta sæti í fyrra. Nú sýndu hún styrk sinn í verki og kom sér aftur upp á verðlaunapallinn. Hún drógst aðeins aftur úr eftir fyrstu dagana en kom sér aftur inn í toppbaráttuna með glæsilegum endaspretti.

Hin ástralska Tia-Clair Toomey hafði talsverða yfirburði en hún hefur nú unnið tvö ár í röð eftir að hafa þurft að sætta sig tvisvar sinnum við annað sæti á eftir Katrínu Tönju.

Nýliðinn Laura Horváth frá Ungverjalandi kom líka mörgum á óvart með því að ná öðru sætinu. Innkoma hennar sýnir að samkeppnin er að aukast í CrossFit heiminum.

Katrín Tanja er enn að jafna sig eftir rosalega erfiða keppni en hún setti inn stutta kveðju á Instagram-reikninginn sinn. Þar má sjá að hún er hvergi nærri hætt.

„Stolt, ánægð, þakklát og hungruð í að verða enn betri.,“ skrifaði Katrín Tanja eins og sjá má hér fyrir neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×