Bíó og sjónvarp

Ingvar agndofa í nýrri stiklu Fantastic Beasts

Samúel Karl Ólason skrifar
Ingvar að virða galdra fyrir sér.
Ingvar að virða galdra fyrir sér.

Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson virðist agndofa þegar honum bregður fyrir í nýrri stiklu myndarinnar Fantastic Beasts The Crimes of Grindelwald, sem opinberuð var á Comic Con ráðstefnunni í dag. Metsöluhöfundurinn J.K. Rowling, sem þekktust er fyrir bækur sínar um Harry Potter, er handritshöfundurinn en fyrri myndin kom út árið 2016.

Bókin fjallar um galdraverurnar í ævintýraheimi Harry Potter en ekki um galdradrenginn sjálfan.

Ingar leikur persónu sem heitir Grimmson en Ólafur Darri Ólafsson leikur einnig í myndinni þó honum virðist ekki bregða fyrir í stiklunni. Hann leikur sirkusstjórann Skender.

Með aðalhlutverk í kvikmyndinni fara Jude Law, Johnny Depp, Ezra Miller, Zoë Kravitz og Eddie Redmayne.

Ingvari bregður fyrir í stiklunni eftir um það bil tvær mínútur og tuttugu sekúndur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.