Erlent

Gerði tengdasoninn að efnahagsráðherra

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Recep Tayyip Erdogan hefur strax hafist handa við að mynda nýja ríkisstjórn.
Recep Tayyip Erdogan hefur strax hafist handa við að mynda nýja ríkisstjórn. Vísir/EPA
Fyrsta verk Tyrklandsforsetans Recep Tayyip Erdogan eftir að hann sór embættiseið við upphaf nýs kjörtímabils var að útnefna tengdason sinn sem efnahagsráðherra landsins.

Tengdasonurinn, Berat Albayarak, hefur gegnt embætti orkumálaráðherra Tyrklands frá árinu 2015. Ákvörðun forsetans vakti ekki mikla lukku á tyrkneskum hlutabréfamörkuðum, en tyrkneska lýran veiktist um 2% eftir að greint var frá ákvörðuninni.

Erdogan, sem endurkjörinn var í síðasta mánuði, hefur heitið þjóð sinni að nýta hinar auknu valdheimildir sínar, sem jafnframt voru samþykktar fyrir skemmtu, til að „þrýsta landinu áfram“ inn í nútímann.

Sjá einnig: Lofar bót en andstaðan óttast einræði

Andstæðingar hans óttast þó að hin auknu völd embættisins kunni að grafa undan tyrknesku þinginu og gera Erdogan að hálfgerðum einræðisherra. Því hefur forsetinn ávallt mótmælt. Breytingarnar á forsetaembættinu, sem meðal annars gerðu forsætisráðherraembætti landsins óþarft, séu aðeins í takt við það sem þekkist í öðrum löndum sem lúta forsetaræði - til að mynda Bandaríkjunum.

Auknu valdheimildirnar gera Erdogan meðal annars kleift að velja ráðherra og varaforseta eftir eigin höfði sem og að vasast í dómskerfi landsins.

Eftir að hann sór embættiseið sinn í gærkvöldi sagði Erdogan að athöfnin markaði nýtt upphafi í Tyrklandi. „Við erum að losa okkur úr hlekkjum kerfins sem hefur leitt til pólitísks- og efnhagslegs glundroða í gegnum árin.“ sagði Erdogan.


Tengdar fréttir

Lofar bót en andstaðan óttast einræði

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur lofað auknum hagvexti, uppbyggingu og fjárfestingu í landinu í kjölfar sigurs síns í forsetakosningunum á sunnudag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.