Lífið

Gaf brjóst á tískupallinum

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Módelið Mara Martin á tískusýningunni síðastliðinn sunnudag.
Módelið Mara Martin á tískusýningunni síðastliðinn sunnudag. Vísir/Getty

Módelið Mara Martin olli fjaðrafoki þegar hún gaf fimm mánaða dóttur sinni brjóst á tískusýningu Sports Illustrated í Miami á sunnudaginn var. Martin gekk tískupallinn í gullnu bikiníi og gaf dóttur sinni brjóst á sama tíma. Dóttir hennar, Aria, var með eyrnahlífar til þess að hlífa henni fyrir hávaðanum.

Martin tjáði sig um málið á Instagram síðu sinni og sagði: „Ég trúi ekki að ég sé að vakna við fyrirsagnir um eitthvað sem að ég og dóttir mín gerum saman á hverjum degi.“

Margir hafa tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum og segja Martin vera hvetjandi en aðrir sökuðu hana um að vera að leitast eftir athygli með þessu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.