Lífið

Robbie Williams og Ayda Field verða dómarar í X Factor

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Robbie Williams og Ayda Field verða dómarar í X Factor.
Robbie Williams og Ayda Field verða dómarar í X Factor. Vísir/Getty

Robbie Williams og kona hans, Ayda Field munu verða dómarar í nýjustu seríu af X Factor þáttunum í Bretlandi. Serían sem hefur göngu sína í haust er sú fimmtánda í röðinni. Ásamt þeim verður One Direction stjarnan Louis Tomlinson einnig dómari en One Direction lenti í þriðja sæti í X Factor árið 2010.

Sharon Osbourne mun einnig vera dómari í nokkrum þáttum til þess að hlaupa í skarðið fyrir Williams þegar hann verður á tónleikaferðalagi. Simon Cowell greindi frá þessu í gær og mun tríóið koma saman í fyrsta skipti á blaðamannafundi í London í dag eftir margra vikna samningaviðræður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.