Lífið

Dönsk leikkona eignast sitt fimmta barn 54 ára gömul

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Brigitte eignaðist sitt fimmta barn á dögunum, 54 ára gömul.
Brigitte eignaðist sitt fimmta barn á dögunum, 54 ára gömul. Vísir/Getty

Danska leikkonan Brigitte Nielsen eignaðist sitt fimmta barn 54 ára að aldri. Stúlkubarnið, sem hefur fengið nafnið Frida, kom í heiminn á föstudaginn í Los Angeles. Þetta er fyrsta barn Brigitte með fimmta eiginmanni sínum ítalska módelinu Mattia Dessi. Brigitte hefur leikið í myndum á borð við Beverly Hills Cop II og Red Sonja.

Fyrir á Brigitte fjóra syni Julian Winding 34 ára, Killian Gastineau 28 ára og Douglas Meyer 25 ára og Raoul Meyer 23 ára. Brigitte var einnig gift leikaranum Sylvester Stallone á árunum 1985 til 1987 en þau eignuðust engin börn saman.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.