Sport

Vandamálið fyrir stráka og stelpur sem eiga NFL-sparkara fyrir pabba

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Graham Gano var mjög flottur á síðasta tímabili.
Graham Gano var mjög flottur á síðasta tímabili. Vísir/Getty
„Pabbi nennir þú að koma út að leika,“ gæti sonur Graham Gano hafa kallað til pabba síns á dögunum en strákurinn var eflaust búinn að gleyma vandamáli stráka og stelpna sem eiga NFL-sparkara fyrir pabba.

Graham Gano vinnur nefnilega við það að sparka boltanum í NFL-deildinni og hefur gert það frá árinu 2009. Gano hefur skorað 210 vallarmörk á ferlinum og lengsta vallarmarkið skoraði hann af 59 jarda færi.

Graham Gano átti mjög gott tímabil í NFL-deildinni í fyrra þegar hann nýtti meðal annars 29 af 30 spörkum sínum.

Það efast því enginn um það að Gano getur sparkað boltanum langt. Vandamálið er kannski frekar að sparka stutt eins og krakkarnir hans fengu að kynnast. Graham Gano setti myndband af tilþrifum sínum inn á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.







Börnin hans Graham Gano geta svo sem ekki kvartað mikið enda fær faðir þeirra vel borgað fyrir spörkin. Carolina Panthers borgaði honum þannig 17 milljónir dollara, meira en 1818 milljónir íslenskra króna, fyrir fjögurra ára samning. Hann er þriðji launahæsti sparkari NFL-deildarinnar.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×