Erlent

Kínverjar ógilda viðskiptasamkomulag ef Trump leggur á verndartolla

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Allt snýst þetta um "Benjamín“ eins og skáldið mælti um árið
Allt snýst þetta um "Benjamín“ eins og skáldið mælti um árið Vísir/Getty
Kínversk stjórnvöld segja að allt sem samið hefur verið um hingað til í viðræðum við Bandaríkjastjórn um milliríkjaviðskipti falli sjálfkrafa úr gildi ef Trump stjórnin setur verndartolla á kínverskar vörur.Þær viðræður leiddu meðal annars til samkomulags um að Kínverjar myndu kaupa fleiri vörur og þjónustu frá Bandaríkjunum til að vega upp á móti miklum viðskiptahalla. Þá var samið um aukið samstarf á sviði orkumála og landbúnaðar.Yfirlýsing Kínverja þýðir í raun að ef Bandaríkjastjórn stendur við hótanir sínar um að leggja tolla á kínverskan innflutning mun Kína ekki vera bundið af þessum fyrri samþykktum og viðræðurnar voru til einskis.Það er nokkuð sterkt útspil í því tolla- og viðskiptastríði sem nú blasir við vegna vaxandi einangrunarstefnu vestanhafs. Grannríki Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó, eru uggandi vegna nýrra verndartolla og sama má segja um Evrópusambandsríkin sem hafa hótað mótaðgerðum.Búast má við miklum hitafundum í Quebec í næstu viku þegar Trump þingar með leiðtogum hinna G7 ríkjanna.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.