„Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. maí 2018 15:51 Ragnar Þór Ingólfsson segir að kjör hans og Sólveigar Önnu Jónsdóttu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. Að mati Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, hefur Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, ekki ræktað hlutverk sitt sem skyldi. Hann hafi hvorki stuðlað að samvinnu og samstarfi á milli aðildarsamtaka ASÍ né tryggt hagsmuni aðildarsamtakanna. Þann 24. maí, síðastliðinn sendi stjórn VR frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að forseti ASÍ njóti ekki trausts til að leiða viðræður við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins fyrir hönd VR.Hvað felst í yfirlýsingunni? Er hún fyrst og fremst táknræn?„Það undirstrikar það að hann njóti ekki trausts til þess að tala fyrir okkar hönd gagnvart stjórnvöldum og Samtökum atvinnulífsins. Honum er í sjálfu sér frjáls að ræða við hvern sem er en það verður ekki gert í okkar umboði. Hann ræddi við stjórnvöld án þess að ráðfæra sig við baklandið og án þess að fá þó það væri ekki nema okkar helstu áherslumál sem við viljum að hreyfingin setji á oddinn fyrir kjaraviðræður þannig að í sjálfu sér erum við bara að setja strik í sandinn. Þetta er bara eitthvað sem varð að gera,“ segir Ragnar Þór. Í viðtali við Stöð 2 fyrir helgi sagði Gylfi að ASÍ hafi ekki formlegt umboð til kjarasamninga og að það sé í höndum aðildarfélaganna og að það hafi alltaf legið ljóst fyrir. Hann segir ASÍ ekki eiga í neinum viðræðum við stjórnvöld heldur hafi hann á fundinum komið á framfæri athugasemdum sem til dæmis lýtur að skattamálum.Róttækari verkalýðsbaráttaAð mati Ragnars Þórs hefur forseti ASÍ ekki komið nægilega til móts við þær háværu kröfur um stefnubreytingu sem sé uppi á meðal félagsmanna. Gylfi hafi ekki viljað breyta áherslum sínum þrátt fyrir kröfur félagsmanna. Kjör hans til formanns VR og kjör Sólveigar Önnu Jónsdóttir til formanns Eflingar beri þess glögglega merki. „Ef þetta væri allt saman svona svakalega gott þá væru ekki þessar breytingar, þá væru ekki þessar væringar, ég held að það sé öllum ljóst. Þetta er spurning um að hlusta á fólkið.“Hvaða mál finnst þér hann ekki taka mið af?„Fyrst og fremst eru það vaxta-og verðtryggingarmálin og til dæmis það að aðkoma lífeyrissjóðanna að uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Það hefur verið síðast liðin ár og áratug, hann hefur varið þetta kerfi alveg út í eitt, bæði hávaxtastefnuna, verðtrygginguna, lífeyrissjóðina og fleira. Það er bara komin krafa um að það verði ákveðnar breytingar.“ Ragnar Þór gefur hvergi eftir fyrr en Gylfi leggur við hlustir og tekur upp þau mál sem VR berst fyrir. „Það verður tímapunkturinn þegar krafan um endurnýjun innan okkar raða hættir. Þetta mun ekkert stoppa bara við þessi stóru félög ef þetta heldur svona áfram. Ég, Sólveig [Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar] og fleiri, sem erum að koma ný í þetta, finnum alveg gríðarlegan meðbyr. Þetta er ekki að ástæðulausu á ekki að koma fólki á óvart. Það er svo dapurlegt að finna það að það sé verið að vinna gegn þessum breytingum með þessum hætti.“ Í haust fara fram formannskjör innan ASÍ. Spurður hvort hann og stjórn VR hafi einhvern fulltrúa í huga segir Ragnar Þór: „Auðvitað hefur verið rætt um það hverjum hægt sé að stilla upp á móti Gylfa ef hann ákveður að fara fram en það er enginn ákveðinn sem við nefnum. “ Tengdar fréttir Tekist á um vantraust en samþykkt með miklum meirihluta 25. maí 2018 06:00 Svarar Gylfa og Ingibjörgu: „Meirihluti stjórnar félagsins stendur á bakvið yfirlýsinguna“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, ítrekar að mikill meirihluti stjórnarmanna í VR styðja yfirlýsingu um vantraust á forseta ASÍ. 25. maí 2018 22:28 Ólga innan VR með vinnubrögð formannsins Ekki einhugur um vantraust á forseta ASÍ 25. maí 2018 19:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Að mati Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, hefur Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, ekki ræktað hlutverk sitt sem skyldi. Hann hafi hvorki stuðlað að samvinnu og samstarfi á milli aðildarsamtaka ASÍ né tryggt hagsmuni aðildarsamtakanna. Þann 24. maí, síðastliðinn sendi stjórn VR frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að forseti ASÍ njóti ekki trausts til að leiða viðræður við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins fyrir hönd VR.Hvað felst í yfirlýsingunni? Er hún fyrst og fremst táknræn?„Það undirstrikar það að hann njóti ekki trausts til þess að tala fyrir okkar hönd gagnvart stjórnvöldum og Samtökum atvinnulífsins. Honum er í sjálfu sér frjáls að ræða við hvern sem er en það verður ekki gert í okkar umboði. Hann ræddi við stjórnvöld án þess að ráðfæra sig við baklandið og án þess að fá þó það væri ekki nema okkar helstu áherslumál sem við viljum að hreyfingin setji á oddinn fyrir kjaraviðræður þannig að í sjálfu sér erum við bara að setja strik í sandinn. Þetta er bara eitthvað sem varð að gera,“ segir Ragnar Þór. Í viðtali við Stöð 2 fyrir helgi sagði Gylfi að ASÍ hafi ekki formlegt umboð til kjarasamninga og að það sé í höndum aðildarfélaganna og að það hafi alltaf legið ljóst fyrir. Hann segir ASÍ ekki eiga í neinum viðræðum við stjórnvöld heldur hafi hann á fundinum komið á framfæri athugasemdum sem til dæmis lýtur að skattamálum.Róttækari verkalýðsbaráttaAð mati Ragnars Þórs hefur forseti ASÍ ekki komið nægilega til móts við þær háværu kröfur um stefnubreytingu sem sé uppi á meðal félagsmanna. Gylfi hafi ekki viljað breyta áherslum sínum þrátt fyrir kröfur félagsmanna. Kjör hans til formanns VR og kjör Sólveigar Önnu Jónsdóttir til formanns Eflingar beri þess glögglega merki. „Ef þetta væri allt saman svona svakalega gott þá væru ekki þessar breytingar, þá væru ekki þessar væringar, ég held að það sé öllum ljóst. Þetta er spurning um að hlusta á fólkið.“Hvaða mál finnst þér hann ekki taka mið af?„Fyrst og fremst eru það vaxta-og verðtryggingarmálin og til dæmis það að aðkoma lífeyrissjóðanna að uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Það hefur verið síðast liðin ár og áratug, hann hefur varið þetta kerfi alveg út í eitt, bæði hávaxtastefnuna, verðtrygginguna, lífeyrissjóðina og fleira. Það er bara komin krafa um að það verði ákveðnar breytingar.“ Ragnar Þór gefur hvergi eftir fyrr en Gylfi leggur við hlustir og tekur upp þau mál sem VR berst fyrir. „Það verður tímapunkturinn þegar krafan um endurnýjun innan okkar raða hættir. Þetta mun ekkert stoppa bara við þessi stóru félög ef þetta heldur svona áfram. Ég, Sólveig [Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar] og fleiri, sem erum að koma ný í þetta, finnum alveg gríðarlegan meðbyr. Þetta er ekki að ástæðulausu á ekki að koma fólki á óvart. Það er svo dapurlegt að finna það að það sé verið að vinna gegn þessum breytingum með þessum hætti.“ Í haust fara fram formannskjör innan ASÍ. Spurður hvort hann og stjórn VR hafi einhvern fulltrúa í huga segir Ragnar Þór: „Auðvitað hefur verið rætt um það hverjum hægt sé að stilla upp á móti Gylfa ef hann ákveður að fara fram en það er enginn ákveðinn sem við nefnum. “
Tengdar fréttir Tekist á um vantraust en samþykkt með miklum meirihluta 25. maí 2018 06:00 Svarar Gylfa og Ingibjörgu: „Meirihluti stjórnar félagsins stendur á bakvið yfirlýsinguna“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, ítrekar að mikill meirihluti stjórnarmanna í VR styðja yfirlýsingu um vantraust á forseta ASÍ. 25. maí 2018 22:28 Ólga innan VR með vinnubrögð formannsins Ekki einhugur um vantraust á forseta ASÍ 25. maí 2018 19:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Svarar Gylfa og Ingibjörgu: „Meirihluti stjórnar félagsins stendur á bakvið yfirlýsinguna“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, ítrekar að mikill meirihluti stjórnarmanna í VR styðja yfirlýsingu um vantraust á forseta ASÍ. 25. maí 2018 22:28