Sport

Baráttuhundur sem var sagður vera of lítill valinn fyrstur í nýliðavalinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Líf Mayfield og fleiri drengja breyttist í nótt.
Líf Mayfield og fleiri drengja breyttist í nótt. vísir/getty

Fyrsta umferðin í nýliðavali NFL-deildarinnar fór fram í nótt. Cleveland Browns átti fyrsta valrétt og ákvað að veðja á leikstjórnandann Baker Mayfield frá Oklahoma.

Þetta val kom nokkuð á óvart en alls voru fimm öflugir leikstjórnendur í valinu að þessu sinni sem fóru í fyrstu umferð. Af fyrstu tíu sem voru valdir voru fjórir leikstjórnendur.

Mayfield er ekkert sérstaklega hávaxinn miðað við leikstjórnendur eða 185 sentimetrar. Það hefur alla tíð verið litið niður á hann og honum sagt að hann gæti ekki orðið leikstjórnandi. Hann hefur barist hart fyrir sínu alla tíð og uppskar heldur betur í nótt.Hlauparinn Saquon Barkley var valinn annar en hann fer til NY Giants. Ákaflega spennandi leikmaður og Giants hefur lengi vantað sterkan hlaupara.

NY Jets valdi svo leikstjórnandann Sam Darnold þriðja í valinu en hann var af mörgum talinn besti leikstjórnandinn sem var í boði þetta árið.

Cleveland átti líka fjórða valið og tók þá bakvörðinn Denzel Ward.

Sá síðasti sem fór í valinu í nótt, eða númer 32, var leikstjórnandinn Lamar Jackson sem margir eru afar hrifnir af en margir sérfræðingar tala niður. Baltimore Ravens ákvað að veðja á hann.


Hér má sjá valið í heild sinni.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.