Sport

Belichick er besti þjálfari allra tíma en stundum er hann algjört fífl

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Amendola með Belichick.
Amendola með Belichick. vísir/getty

Útherjinn Danny Amendola yfirgaf New England Patriots eftir síðustu leiktíð og er kominn í hlýjan faðm Miami Dolphins.

Amendola segir að tíminn hjá New England hafi verið eftirminnilegur og ekki síst út af þjálfaranum, Bill Belichick.

„Þetta var ekki alltaf auðvelt. Hann var stundum algjört fífl. Það var margt sem ég fílaði ekki við hann en ég veit að það sem fór í taugarnar á mér var hann að gera til þess að gera liðið betra,“ sagði Amendola.

„Hann er besti þjálfari allra tíma en hann er fyrsti maðurinn til þess að viðurkenna að það sé ekki auðvelt að spila undir hans stjórn. Hann lætur liðið hafa mikið fyrir hlutunum og ekki að ástæðulausu. Það skilar sér alltaf á endanum.“

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.