Sport

Hvað verður um Dez Bryant?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bryant hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Kúrekanna.
Bryant hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Kúrekanna. vísir/getty

Einn besti útherji NFL-deildarinnar síðustu ár, Dez Bryant, er á lausu eftir að Dallas Cowboys ákvað að rifta samningi við hann um helgina.

Hinn 29 ára gamli Bryant hefur verið í herbúðum Kúrekanna allan sinn feril í NFL-deildinni en hann kom til félagsins árið 2010.

Leikmaðurinn tók tíðindunum ekkert sérstaklega vel og var mjög virkur á Twitter alla helgina. Hann sagðist þá helst vilja vera í sömu deild og Cowboys svo hann gæti hefnt sín á félaginu tvisvar á ári.

Þá þyrfti hann að fara til Philadelphia, NY Giants eða Washington. Washington væri líklegasti áfangastaðurinn af þessum þremur.

Það eru aftur á móti fjöldi annarra liða sem hefur mikinn áhuga á Bryant og gæti vel nýtt hans krafta. Houston Texans og Baltimore Ravens eru á meðal þeirra liða.

Bryant er enn að jafna sig á áfallinu að hafa verið hent út úr hesthúsi Kúrekanna og mun á næstu dögum ákveða framtíð sína.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.