Sport

Heimsmeistarinn bestur í tölti

Telma Tómasson skrifar

Jakob Svavar Sigurðsson sigraði töltkeppni í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum TM reiðhöllinní í Víðidal í Reykjavík í gærkvöldi með nokkrum yfirburðum á gæðingshryssunni Júlíu frá Hamarsey.

Keppt var í tveimur greinum á lokakvöldi Meistaradeildarinnar, tölti og flugskeiði, en endapunkturinn var mjög spennandi þar sem ljóst var að Jakob Svavar og Árni Björn Pálsson myndi keppa um efsta sætið í einstaklingskeppninni.

Jakob Svavar átti talsvert sterkari sýningu en Árni Björn í forkeppninni í tölti. Í A-úrslitum reyndist hann líka betri og fór verðskuldað heim með gullið, sigldi Júlíu af miklu öryggi í gegnum öll sýningaratriðin. Lokaskor 8,78.

Meistaradeildin var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og má sjá sýningu Jakobs Svavars í forkeppninni í meðfylgjandi myndskeiði.

Jakob Svavar varð svo annar efstur að stigum í einstaklingskeppninni, með alls 48 stig, en hann átti glæsilegan vetur í Deildinni, vann keppni í fjórgangi, slaktaumatölti, fimmgangi og tölti.

Niðurstöður í A-úrslitum í tölti:
1 Jakob Svavar Sigurðsson Júlía frá Hamarsey 8.78
2 Árni Björn Pálsson Ljúfur frá Torfunesi 8.25
3 Viðar Ingólfsson Pixi frá Mið-Fossum 8.17
4 Hulda Gústafsdóttir Draupnir frá Brautarholti 7.61
5 Guðmundur F. Björgvinsson Austri frá Úlfsstöðum 7.50
6 Teitur Árnason Sólroði frá Reykjavík 7.06Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.