Sport

Flaug í gegnum höllina

Telma Tómasson skrifar

Konráð Valur Sveinsson, hinn ungi skeiðsnillingur, sat ekki við orðin tóm og átti frábæran tíma í flugskeiði í gegnum TM reiðhöllina í Víðidal í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi á Kjarki frá Árbæjarhjáleigu II. Spretturinn, sem er um 60 metrar, var mældur með tímatökubúnaði og reyndist vera 4,73 sekúndur.

Konráð Valur gerði ágætt skeiðmót um síðustu helgi á Brávöllum á Selfossi, varð annar í gæðingaskeiði og áttundi í 150 m skeiði. Það dugði honum ekki og var hann ósáttur við árangurinn, lofaði að hann skildi gera betur. Svo sannarlega setti hann í fluggírinn í gærkvöldi, var varla kominn inn í reiðhöllina þegar hann var þotinn út aftur.

Sýnt var frá Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og má sjá sprett Konráðs Vals og Kjarks í meðfylgjandi myndskeiði.

Bestu tímar í flugskeiði:
1 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 4.73sek
2 Guðmundur F. Björgvinsson Glúmur frá Þóroddsstöðum 4.75sek
3 Árni Björn Pálsson Skykkja frá Breiðholti í Flóa 4.88sek
4 Bjarni Bjarnason Randver frá Þóroddsstöðum 4.96sek
5 Þórarinn Ragnarsson Hákon frá Sámsstöðum 4.97sek
6 Davíð Jónsson Irpa frá Borgarnesi 5.09sekAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.