Íslenski boltinn

FH semur við miðvörðinn Rennico

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rennico Clarke kominn í FH.
Rennico Clarke kominn í FH. vísir/skjáskot Twitter

FH hefur samið við miðvörðinn Rennico Clarke en hann semur við Hafnarfjarðarliðið til tveggja ára. Þetta staðfesti FH á Twitter en hann var á reynslu hjá félaginu á dögunum og lék meðal annars í æfingarleik gegn Breiðablik.

Rennico er 22 ára gamall miðvörður en hann hefur meðal annars verið á mála hjá Portland Timbers í MLS-deildinni en þar náði hann ekki að brjóta sér leið inn í aðalliðið.

Hann lék marga leiki með varaliði félagsins en hann hefur nú samið við FH sem hefur leitað að miðverði í allan vetur eftir að félagið missti Kassim Doumbia og Bergsvein Ólafsson. Kappinn á sex leiki fyrir U20 ára lið Jamaíku.

Liðinu hefur ekki gengið vel á undirbúningsmótum þennan veturinn en liðið mætir Grindavík í fyrsta leik sumarsins er liðið heimsækir þá grænklæddu í Grindavík í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.