Kynslóðaskipti í þungavigt UFC Pétur Marinó Jónsson skrifar 18. mars 2018 01:28 Volkov kláraði Werdum með tæknilegu rothöggi í 4. lotu. Vísir/Getty Þeir Alexander Volkov og Fabricio Werdum mættust í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í London fyrr í kvöld. Óhætt er að segja að úrslit kvöldsins hafi markað ákveðin kynslóðaskipti í þungavigt UFC. Bardagakvöldið fór fram í O2 Arena í London og var ansi skemmtilegt. Það var ljóst frá byrjun bardagans að Fabricio Werdum ætlaði að nýta sér færni sína í gólfglímunni gegn Volkov en hann sótti mikið í fellurnar í kvöld. Werdum náði Volkov þrisvar sinnum niður í bardaganum en sá rússneski varðist vel í gólfinu og náði Werdum ekki að ógna mikið með uppgjafartökum í gólfinu. Þegar leið á bardagann fór hinn fertugi Werdum að þreytast. Werdum var hættur að ná fellunum sínum og reyndi þess í stað að draga Volkov með sér niður í gólfið. Það gekk ágætlega til að byrja með en Volkov var farinn að lesa Werdum þegar leið á bardagann og hélt áfram að forðast gólfglímuna. Það var svo í 4. lotu sem Volkov tókst að slá Werdum niður og fylgdi því eftir með einu hnitmiðuðu höggi í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Stærsti sigur ferilsins í höfn hjá Alexander Volkov. Volkov hefur nú unnið alla fjóra bardaga sína í UFC en þessi 29 ára bardagamaður á eflaust eftir að sitja meðal þeirra fimm efstu á styrkleikalistanum þegar nýr listi kemur út. Ákveðin kynslóðaskipti eru því að eiga sér stað í þungavigtinni en dagar Werdum meðal þeirra bestu í þungavigtinni eru sennilega taldir. Í síðasta mánuði tókst hinum 27 ára Curtis Blaydes að sigra Mark Hunt og er hann annað dæmi um bardagamann í yngri kantinum í þungavigt sem er kominn nálægt toppnum. Með sigrum Volkov og Blaydes má því segja að ákveðin kynslóðaskipti séu að eiga sér stað í þungavigt UFC þessa dagana. Bardagakvöldið í London var afar skemmtilegt en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Tekur Werdum skref í átt að þungavigtartitlinum í kvöld? UFC er með bardagakvöld í London í kvöld. Þetta er kvöldið sem Gunnar Nelson vonaðist til að berjast á gegn Darren Till í aðalbardaga kvöldsins en þess í stað fáum við þá Fabricio Werdum og Alexander Volkov. 17. mars 2018 17:30 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Fleiri fréttir Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Sjá meira
Þeir Alexander Volkov og Fabricio Werdum mættust í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í London fyrr í kvöld. Óhætt er að segja að úrslit kvöldsins hafi markað ákveðin kynslóðaskipti í þungavigt UFC. Bardagakvöldið fór fram í O2 Arena í London og var ansi skemmtilegt. Það var ljóst frá byrjun bardagans að Fabricio Werdum ætlaði að nýta sér færni sína í gólfglímunni gegn Volkov en hann sótti mikið í fellurnar í kvöld. Werdum náði Volkov þrisvar sinnum niður í bardaganum en sá rússneski varðist vel í gólfinu og náði Werdum ekki að ógna mikið með uppgjafartökum í gólfinu. Þegar leið á bardagann fór hinn fertugi Werdum að þreytast. Werdum var hættur að ná fellunum sínum og reyndi þess í stað að draga Volkov með sér niður í gólfið. Það gekk ágætlega til að byrja með en Volkov var farinn að lesa Werdum þegar leið á bardagann og hélt áfram að forðast gólfglímuna. Það var svo í 4. lotu sem Volkov tókst að slá Werdum niður og fylgdi því eftir með einu hnitmiðuðu höggi í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Stærsti sigur ferilsins í höfn hjá Alexander Volkov. Volkov hefur nú unnið alla fjóra bardaga sína í UFC en þessi 29 ára bardagamaður á eflaust eftir að sitja meðal þeirra fimm efstu á styrkleikalistanum þegar nýr listi kemur út. Ákveðin kynslóðaskipti eru því að eiga sér stað í þungavigtinni en dagar Werdum meðal þeirra bestu í þungavigtinni eru sennilega taldir. Í síðasta mánuði tókst hinum 27 ára Curtis Blaydes að sigra Mark Hunt og er hann annað dæmi um bardagamann í yngri kantinum í þungavigt sem er kominn nálægt toppnum. Með sigrum Volkov og Blaydes má því segja að ákveðin kynslóðaskipti séu að eiga sér stað í þungavigt UFC þessa dagana. Bardagakvöldið í London var afar skemmtilegt en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Tekur Werdum skref í átt að þungavigtartitlinum í kvöld? UFC er með bardagakvöld í London í kvöld. Þetta er kvöldið sem Gunnar Nelson vonaðist til að berjast á gegn Darren Till í aðalbardaga kvöldsins en þess í stað fáum við þá Fabricio Werdum og Alexander Volkov. 17. mars 2018 17:30 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Fleiri fréttir Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Sjá meira
Tekur Werdum skref í átt að þungavigtartitlinum í kvöld? UFC er með bardagakvöld í London í kvöld. Þetta er kvöldið sem Gunnar Nelson vonaðist til að berjast á gegn Darren Till í aðalbardaga kvöldsins en þess í stað fáum við þá Fabricio Werdum og Alexander Volkov. 17. mars 2018 17:30