Kynslóðaskipti í þungavigt UFC Pétur Marinó Jónsson skrifar 18. mars 2018 01:28 Volkov kláraði Werdum með tæknilegu rothöggi í 4. lotu. Vísir/Getty Þeir Alexander Volkov og Fabricio Werdum mættust í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í London fyrr í kvöld. Óhætt er að segja að úrslit kvöldsins hafi markað ákveðin kynslóðaskipti í þungavigt UFC. Bardagakvöldið fór fram í O2 Arena í London og var ansi skemmtilegt. Það var ljóst frá byrjun bardagans að Fabricio Werdum ætlaði að nýta sér færni sína í gólfglímunni gegn Volkov en hann sótti mikið í fellurnar í kvöld. Werdum náði Volkov þrisvar sinnum niður í bardaganum en sá rússneski varðist vel í gólfinu og náði Werdum ekki að ógna mikið með uppgjafartökum í gólfinu. Þegar leið á bardagann fór hinn fertugi Werdum að þreytast. Werdum var hættur að ná fellunum sínum og reyndi þess í stað að draga Volkov með sér niður í gólfið. Það gekk ágætlega til að byrja með en Volkov var farinn að lesa Werdum þegar leið á bardagann og hélt áfram að forðast gólfglímuna. Það var svo í 4. lotu sem Volkov tókst að slá Werdum niður og fylgdi því eftir með einu hnitmiðuðu höggi í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Stærsti sigur ferilsins í höfn hjá Alexander Volkov. Volkov hefur nú unnið alla fjóra bardaga sína í UFC en þessi 29 ára bardagamaður á eflaust eftir að sitja meðal þeirra fimm efstu á styrkleikalistanum þegar nýr listi kemur út. Ákveðin kynslóðaskipti eru því að eiga sér stað í þungavigtinni en dagar Werdum meðal þeirra bestu í þungavigtinni eru sennilega taldir. Í síðasta mánuði tókst hinum 27 ára Curtis Blaydes að sigra Mark Hunt og er hann annað dæmi um bardagamann í yngri kantinum í þungavigt sem er kominn nálægt toppnum. Með sigrum Volkov og Blaydes má því segja að ákveðin kynslóðaskipti séu að eiga sér stað í þungavigt UFC þessa dagana. Bardagakvöldið í London var afar skemmtilegt en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Tekur Werdum skref í átt að þungavigtartitlinum í kvöld? UFC er með bardagakvöld í London í kvöld. Þetta er kvöldið sem Gunnar Nelson vonaðist til að berjast á gegn Darren Till í aðalbardaga kvöldsins en þess í stað fáum við þá Fabricio Werdum og Alexander Volkov. 17. mars 2018 17:30 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita Sjá meira
Þeir Alexander Volkov og Fabricio Werdum mættust í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í London fyrr í kvöld. Óhætt er að segja að úrslit kvöldsins hafi markað ákveðin kynslóðaskipti í þungavigt UFC. Bardagakvöldið fór fram í O2 Arena í London og var ansi skemmtilegt. Það var ljóst frá byrjun bardagans að Fabricio Werdum ætlaði að nýta sér færni sína í gólfglímunni gegn Volkov en hann sótti mikið í fellurnar í kvöld. Werdum náði Volkov þrisvar sinnum niður í bardaganum en sá rússneski varðist vel í gólfinu og náði Werdum ekki að ógna mikið með uppgjafartökum í gólfinu. Þegar leið á bardagann fór hinn fertugi Werdum að þreytast. Werdum var hættur að ná fellunum sínum og reyndi þess í stað að draga Volkov með sér niður í gólfið. Það gekk ágætlega til að byrja með en Volkov var farinn að lesa Werdum þegar leið á bardagann og hélt áfram að forðast gólfglímuna. Það var svo í 4. lotu sem Volkov tókst að slá Werdum niður og fylgdi því eftir með einu hnitmiðuðu höggi í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Stærsti sigur ferilsins í höfn hjá Alexander Volkov. Volkov hefur nú unnið alla fjóra bardaga sína í UFC en þessi 29 ára bardagamaður á eflaust eftir að sitja meðal þeirra fimm efstu á styrkleikalistanum þegar nýr listi kemur út. Ákveðin kynslóðaskipti eru því að eiga sér stað í þungavigtinni en dagar Werdum meðal þeirra bestu í þungavigtinni eru sennilega taldir. Í síðasta mánuði tókst hinum 27 ára Curtis Blaydes að sigra Mark Hunt og er hann annað dæmi um bardagamann í yngri kantinum í þungavigt sem er kominn nálægt toppnum. Með sigrum Volkov og Blaydes má því segja að ákveðin kynslóðaskipti séu að eiga sér stað í þungavigt UFC þessa dagana. Bardagakvöldið í London var afar skemmtilegt en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Tekur Werdum skref í átt að þungavigtartitlinum í kvöld? UFC er með bardagakvöld í London í kvöld. Þetta er kvöldið sem Gunnar Nelson vonaðist til að berjast á gegn Darren Till í aðalbardaga kvöldsins en þess í stað fáum við þá Fabricio Werdum og Alexander Volkov. 17. mars 2018 17:30 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita Sjá meira
Tekur Werdum skref í átt að þungavigtartitlinum í kvöld? UFC er með bardagakvöld í London í kvöld. Þetta er kvöldið sem Gunnar Nelson vonaðist til að berjast á gegn Darren Till í aðalbardaga kvöldsins en þess í stað fáum við þá Fabricio Werdum og Alexander Volkov. 17. mars 2018 17:30