Tekur Werdum skref í átt að þungavigtartitlinum í kvöld? Pétur Marinó Jónsson skrifar 17. mars 2018 17:30 Werdum stóð á stól til að vera hærri en Volkov í vigtuninni í gær. Vísir/Getty UFC er með bardagakvöld í London í kvöld. Þetta er kvöldið sem Gunnar Nelson vonaðist til að berjast á gegn Darren Till í aðalbardaga kvöldsins en þess í stað fáum við þá Fabricio Werdum og Alexander Volkov. Það hefði verið talsverð meiri spenna fyrir Íslendinga fyrir bardagakvöldið ef Gunnar hefði verið að berjast en því miður tókst ekki að finna andstæðing fyrir hann að þessu sinni. Aðalbardagi kvöldsins er þó spennandi þar sem fyrrum þungavigtarmeistari UFC mætir fyrrum þungavigtarmeistara Bellator. Fabricio Werdum hefur ekki farið leynt með það að hann vill ólmur fá annan séns á þungavigtarbeltinu. Werdum var meistari árið 2015 en tapaði beltinu til ríkjandi meistara, Stipe Miocic. Síðan þá hefur hann unnið þrjá bardaga og tapað einum og telur sig eiga skilið að fá annan séns á beltinu. Til þess þarf hann að sigra Alexander Volkov sannfærandi í kvöld. Volkov er ekki stórt nafn en hann var þungavigtarmeistari Bellator bardagasamtakanna árið 2012. Hinn 29 ára Volkov hefur unnið alla þrjá bardaga sína í UFC en kannski ekki fengið mikla athygli. Með sigri hjá Volkov gætu átt sér stað ákveðin kynslóðaskipti í þungavigtinni. Hinn 29 ára Volkov er 11 árum yngri en Werdum og spurning hvort Werdum geti enn haldið í við þá ungu. Werdum hefur verið einn af fimm bestu þungavigtarmönnum heims undanfarin ár en Volkov getur komist í þann hóp með sigri á Werdum. Werdum er þó ekkert á því að hætta og er sannfærður um að hann geti sigrað Stipe Miocic fái hann tækifæri til. Með sigri í kvöld getur Werdum tekið skref í átt að öðrum titilbardaga. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í kvöld en bein útsending hefst kl. 21:00. MMA Tengdar fréttir Ekki búið að bjóða Till bardagann | Bisping er klár Bardagi þeirra Gunnars Nelson og Darren Till í London verður ekki staðfestur í dag enda segir Till að UFC sé ekki búið að bjóða sér bardagann gegn Gunnari. 25. janúar 2018 14:45 Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46 Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Fleiri fréttir Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Sjá meira
UFC er með bardagakvöld í London í kvöld. Þetta er kvöldið sem Gunnar Nelson vonaðist til að berjast á gegn Darren Till í aðalbardaga kvöldsins en þess í stað fáum við þá Fabricio Werdum og Alexander Volkov. Það hefði verið talsverð meiri spenna fyrir Íslendinga fyrir bardagakvöldið ef Gunnar hefði verið að berjast en því miður tókst ekki að finna andstæðing fyrir hann að þessu sinni. Aðalbardagi kvöldsins er þó spennandi þar sem fyrrum þungavigtarmeistari UFC mætir fyrrum þungavigtarmeistara Bellator. Fabricio Werdum hefur ekki farið leynt með það að hann vill ólmur fá annan séns á þungavigtarbeltinu. Werdum var meistari árið 2015 en tapaði beltinu til ríkjandi meistara, Stipe Miocic. Síðan þá hefur hann unnið þrjá bardaga og tapað einum og telur sig eiga skilið að fá annan séns á beltinu. Til þess þarf hann að sigra Alexander Volkov sannfærandi í kvöld. Volkov er ekki stórt nafn en hann var þungavigtarmeistari Bellator bardagasamtakanna árið 2012. Hinn 29 ára Volkov hefur unnið alla þrjá bardaga sína í UFC en kannski ekki fengið mikla athygli. Með sigri hjá Volkov gætu átt sér stað ákveðin kynslóðaskipti í þungavigtinni. Hinn 29 ára Volkov er 11 árum yngri en Werdum og spurning hvort Werdum geti enn haldið í við þá ungu. Werdum hefur verið einn af fimm bestu þungavigtarmönnum heims undanfarin ár en Volkov getur komist í þann hóp með sigri á Werdum. Werdum er þó ekkert á því að hætta og er sannfærður um að hann geti sigrað Stipe Miocic fái hann tækifæri til. Með sigri í kvöld getur Werdum tekið skref í átt að öðrum titilbardaga. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í kvöld en bein útsending hefst kl. 21:00.
MMA Tengdar fréttir Ekki búið að bjóða Till bardagann | Bisping er klár Bardagi þeirra Gunnars Nelson og Darren Till í London verður ekki staðfestur í dag enda segir Till að UFC sé ekki búið að bjóða sér bardagann gegn Gunnari. 25. janúar 2018 14:45 Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46 Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Fleiri fréttir Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Sjá meira
Ekki búið að bjóða Till bardagann | Bisping er klár Bardagi þeirra Gunnars Nelson og Darren Till í London verður ekki staðfestur í dag enda segir Till að UFC sé ekki búið að bjóða sér bardagann gegn Gunnari. 25. janúar 2018 14:45
Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46
Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00