Hetjusaga ársins í NFL: Handarlaus varnarmaður stal senunni Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2018 10:00 Shaquem Griffin lætur fötlun sína ekki hafa áhrif á sig. vísir/getty „Ef einhver segir mér að ég geti ekki gert eitthvað fær sá hinn sami að sjá hvað ég get afrekað.“ Þessi orð Shaquem Griffin, sem þá var leikmaður UCF-háskólans í amerískum fótbolta, gætu áður en langt um líður orðin ein þau frægustu í bandarískri íþróttasögu. Þessi 22 ára drengur gæti verið á leiðinni að verða stórstjarna í NFL-deildinni en hann stal senunni á NFL Combine í Indianapolis í gær þar sem strákar sem eru á leiðinni í nýliðavalið sýna sig fyrir þjálfurum deildarinnar. Hvað er svona merkilegt við Shaquem Griffin og gerir hann merkilegri en aðra magnaða stráka sem eru á leiðinni að verða milljarðamæringar á næstu árum eftir að komast inn í NFL-deildina? Hann er handarlaus.The fastest LB ever recorded at the #NFLCombine: @Shaquemgriffin pic.twitter.com/XEpQyjLif4— NFL Network (@nflnetwork) March 4, 2018 Griffin er tvíburi en bróðir hans, Shaquill, komst inn í NFL-deildina í fyrra og spilar með Seattle Seahawks. Þeir bræðurnir fæddust með 60 sekúndna millibili og eru eins að öllu leyti fyrir utan einn galla á Shaquem. Þegar Shaquem var í maga móður sinnar flæktist vefur um vinstri hönd hans sem gerði það að verkum að fingurnir náðu aldrei að vaxa sökum skorts á blóðflæði. „Ég man þegar að ljósmóðirin kom með hann til mín og ég fjarlægði teppið sem huldi hann. Þá sá ég þetta,“ segir Tangie Griffin, móðir tvíburana, með tárin í augunum í viðtali við ESPN þar sem saga Shaquem er rakin. Þessi fæðingargalli átti eftir að hafa mikil áhrif á piltinn á fyrstu árum ævi hans er hann upplifði mikinn sársauka. Svæðið var svo viðkvæmt að hver einasta skráma varð til þess að Shaquem grét vegna ofsafengins sársauka.„Ég mun aldrei gleyma sársaukanum,“ segir Shaquem sem gafst upp á sársaukanum þegar að hann var fjögurra ára gamall. Þá var hann búinn að fá nóg. Hann fór fram í eldhús um miðja nótt þegar að sársaukinn var búinn að yfirbuga hann. Shaquem tók upp hníf og ætlaði að skera af sér höndina. „Ég man enn þá eftir hvernig hann grét og öskraði,“ segir bróðir hans, Shaquill, en Shaquem fékk ósk sína uppfyllta nokkrum dögum síðar þegar að höndin var fjarlægð af skurðlæknum. Móðir hans segir að hún vissi um leið að það var rétt ákvörðum því þar hófst líf Shaquem Griffin fyrir alvöru. Foreldrar hans kvöttu drenginn til að fylgja draumum sínum og stunda íþróttir af kappi. Tvíburarnir voru frábærir íþróttamenn í menntaskóla og fengu báðir skólastyrk hjá UCF-háskólanum í Flórída. Shaquill varð fljótlega stjarna en hinn handarlausi Shaqueem fékk fá tækifæri á sínum fyrstu árum..@ShaquemGriffin showing off his coverage skills! #NFLCombine @UCF_Football: @nflnetwork pic.twitter.com/gWKdy1mVYB— NFL (@NFL) March 4, 2018 Griffin var stundum við það að gefast upp en bróðir hans barði í hann kraft á erfiðustu stundunum og það átti eftir að skila sér. Shaqueem beið eftir tækifærinu sem kom á þriðja ári þegar að nýr þjálfari, Scott Brown, tók við. Griffin sló í gegn á síðustu leiktíð en hann náði ellefu leikstjórnendafellum og var kjörinn besti varnarmaður sinnar deildar. Nú gæti hann verið á leið í NFL-deildina. „Hann vill ekki láta líta á sig sem fatlaðan leikmann. Hann vill bara fá að spila leikinn eins og allir hinir. Ég er viss um að fullt af fólki hefur sagt við hann í gegnum tíðina að hann ætti ekki að spila amerískan fótbolta ef ef maður þráir eitthvað nógu heitt getur ekkert stöðvað þig. Shaquem hefur sannað það,“ segir Scott Brown. Aðeins bestu leikmönnum háskólaboltans er boðið á hið svokallaða NFL Combine þar sem þeir sýna sig fyrir þjálfurum deildarinnar. Þeir hlaupa, stökkva, kasta og grípa í von um að vera svo valdir eins ofarlega og mögulegt er í nýliðavalinu. Shaquem Griffin gjörsamlega stal senunni og braut næstum því internetið þegar að hann hljóp 40 jardana á 4,38 sekúndum. Aldrei áður hefur varnarmaður í hans stöðu [Linebacker] hlaupið jafnhratt. Hann hljóp á sama tíma og bróðir sinn í fyrra sem er bakvörður en hans staða snýst um að vera eins fljótur og mögulegt er.WOW. WOW. WOW.4.38u for @ShaquemGriffin!The fastest 40 time for an LB since 2003.: #NFLCombine LIVE on NFL Network pic.twitter.com/MkDdOHJ2XQ— NFL Network (@nflnetwork) March 4, 2018 Hver NFL-stjarnan á fætur annarri sendi honum skeyti á Twitter og sagði einn besti bakvörður deildarinnar, Richard Sherman hjá Seattle Seahawks, að kerfið væri í ólagi ef Shaquem yrði ekki valinn í fyrstu tveimur umferðum nýliðavalsins. Shaquem hleypur ekki bara hratt. Hann lyfti 102 kg í brekkpressu 20 sinnum nánast án þess að svitna og sýndi svo að handarleysið kemur ekki í veg fyrir að hann geti hreyft sig í leiknum og hvað þá gripið boltann. „Mér líður frábærlega. Það er frábært að fá að upplifa þetta. Ekki bara það að hlaupa hratt heldur bara að vera hérna og hitta nýtt fólk. Leiðin hefur verið löng en ég er ánægður með að vera kominn hingað og er bara að njóta þess að vera hér,“ sagði skælbrosandi Shaquem Griffin eftir frammistöðuna í gær. Nýliðavalið hefst 26 apríl og verður fróðlegt að sjá hvort eitthvað lið taki sénsinn á handarlausum leikmanni sem er að minnsta kosti kominn þetta langt og hefur ekki látið neitt stöðva sig."It was an amazing experience."@Shaquemgriffin talks #NFLCombine and what he is doing to prepare for the #NFLDraft pic.twitter.com/4oXZSKwq7N— NFL Network (@nflnetwork) March 5, 2018 NFL Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Sjá meira
„Ef einhver segir mér að ég geti ekki gert eitthvað fær sá hinn sami að sjá hvað ég get afrekað.“ Þessi orð Shaquem Griffin, sem þá var leikmaður UCF-háskólans í amerískum fótbolta, gætu áður en langt um líður orðin ein þau frægustu í bandarískri íþróttasögu. Þessi 22 ára drengur gæti verið á leiðinni að verða stórstjarna í NFL-deildinni en hann stal senunni á NFL Combine í Indianapolis í gær þar sem strákar sem eru á leiðinni í nýliðavalið sýna sig fyrir þjálfurum deildarinnar. Hvað er svona merkilegt við Shaquem Griffin og gerir hann merkilegri en aðra magnaða stráka sem eru á leiðinni að verða milljarðamæringar á næstu árum eftir að komast inn í NFL-deildina? Hann er handarlaus.The fastest LB ever recorded at the #NFLCombine: @Shaquemgriffin pic.twitter.com/XEpQyjLif4— NFL Network (@nflnetwork) March 4, 2018 Griffin er tvíburi en bróðir hans, Shaquill, komst inn í NFL-deildina í fyrra og spilar með Seattle Seahawks. Þeir bræðurnir fæddust með 60 sekúndna millibili og eru eins að öllu leyti fyrir utan einn galla á Shaquem. Þegar Shaquem var í maga móður sinnar flæktist vefur um vinstri hönd hans sem gerði það að verkum að fingurnir náðu aldrei að vaxa sökum skorts á blóðflæði. „Ég man þegar að ljósmóðirin kom með hann til mín og ég fjarlægði teppið sem huldi hann. Þá sá ég þetta,“ segir Tangie Griffin, móðir tvíburana, með tárin í augunum í viðtali við ESPN þar sem saga Shaquem er rakin. Þessi fæðingargalli átti eftir að hafa mikil áhrif á piltinn á fyrstu árum ævi hans er hann upplifði mikinn sársauka. Svæðið var svo viðkvæmt að hver einasta skráma varð til þess að Shaquem grét vegna ofsafengins sársauka.„Ég mun aldrei gleyma sársaukanum,“ segir Shaquem sem gafst upp á sársaukanum þegar að hann var fjögurra ára gamall. Þá var hann búinn að fá nóg. Hann fór fram í eldhús um miðja nótt þegar að sársaukinn var búinn að yfirbuga hann. Shaquem tók upp hníf og ætlaði að skera af sér höndina. „Ég man enn þá eftir hvernig hann grét og öskraði,“ segir bróðir hans, Shaquill, en Shaquem fékk ósk sína uppfyllta nokkrum dögum síðar þegar að höndin var fjarlægð af skurðlæknum. Móðir hans segir að hún vissi um leið að það var rétt ákvörðum því þar hófst líf Shaquem Griffin fyrir alvöru. Foreldrar hans kvöttu drenginn til að fylgja draumum sínum og stunda íþróttir af kappi. Tvíburarnir voru frábærir íþróttamenn í menntaskóla og fengu báðir skólastyrk hjá UCF-háskólanum í Flórída. Shaquill varð fljótlega stjarna en hinn handarlausi Shaqueem fékk fá tækifæri á sínum fyrstu árum..@ShaquemGriffin showing off his coverage skills! #NFLCombine @UCF_Football: @nflnetwork pic.twitter.com/gWKdy1mVYB— NFL (@NFL) March 4, 2018 Griffin var stundum við það að gefast upp en bróðir hans barði í hann kraft á erfiðustu stundunum og það átti eftir að skila sér. Shaqueem beið eftir tækifærinu sem kom á þriðja ári þegar að nýr þjálfari, Scott Brown, tók við. Griffin sló í gegn á síðustu leiktíð en hann náði ellefu leikstjórnendafellum og var kjörinn besti varnarmaður sinnar deildar. Nú gæti hann verið á leið í NFL-deildina. „Hann vill ekki láta líta á sig sem fatlaðan leikmann. Hann vill bara fá að spila leikinn eins og allir hinir. Ég er viss um að fullt af fólki hefur sagt við hann í gegnum tíðina að hann ætti ekki að spila amerískan fótbolta ef ef maður þráir eitthvað nógu heitt getur ekkert stöðvað þig. Shaquem hefur sannað það,“ segir Scott Brown. Aðeins bestu leikmönnum háskólaboltans er boðið á hið svokallaða NFL Combine þar sem þeir sýna sig fyrir þjálfurum deildarinnar. Þeir hlaupa, stökkva, kasta og grípa í von um að vera svo valdir eins ofarlega og mögulegt er í nýliðavalinu. Shaquem Griffin gjörsamlega stal senunni og braut næstum því internetið þegar að hann hljóp 40 jardana á 4,38 sekúndum. Aldrei áður hefur varnarmaður í hans stöðu [Linebacker] hlaupið jafnhratt. Hann hljóp á sama tíma og bróðir sinn í fyrra sem er bakvörður en hans staða snýst um að vera eins fljótur og mögulegt er.WOW. WOW. WOW.4.38u for @ShaquemGriffin!The fastest 40 time for an LB since 2003.: #NFLCombine LIVE on NFL Network pic.twitter.com/MkDdOHJ2XQ— NFL Network (@nflnetwork) March 4, 2018 Hver NFL-stjarnan á fætur annarri sendi honum skeyti á Twitter og sagði einn besti bakvörður deildarinnar, Richard Sherman hjá Seattle Seahawks, að kerfið væri í ólagi ef Shaquem yrði ekki valinn í fyrstu tveimur umferðum nýliðavalsins. Shaquem hleypur ekki bara hratt. Hann lyfti 102 kg í brekkpressu 20 sinnum nánast án þess að svitna og sýndi svo að handarleysið kemur ekki í veg fyrir að hann geti hreyft sig í leiknum og hvað þá gripið boltann. „Mér líður frábærlega. Það er frábært að fá að upplifa þetta. Ekki bara það að hlaupa hratt heldur bara að vera hérna og hitta nýtt fólk. Leiðin hefur verið löng en ég er ánægður með að vera kominn hingað og er bara að njóta þess að vera hér,“ sagði skælbrosandi Shaquem Griffin eftir frammistöðuna í gær. Nýliðavalið hefst 26 apríl og verður fróðlegt að sjá hvort eitthvað lið taki sénsinn á handarlausum leikmanni sem er að minnsta kosti kominn þetta langt og hefur ekki látið neitt stöðva sig."It was an amazing experience."@Shaquemgriffin talks #NFLCombine and what he is doing to prepare for the #NFLDraft pic.twitter.com/4oXZSKwq7N— NFL Network (@nflnetwork) March 5, 2018
NFL Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn