Eina klappstýran sem klappaði gæti verið í slæmum málum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2018 12:30 Klappstýrurnar frá Norður-Kóreu. Vísir/Getty Ung kona frá Norður-Kóreu missti einbeitinguna í smástund í stúkunni og sér mikið eftir því í dag enda væntanlega í slæmum málum í heimalandi sínu. Klappstýrusveitin frá Norður-Kóreu vakti talsverða athygli á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður-Kóreu. Samtaka eru þær og augljóstlega þrautþjálfaðar í því að hvetja sitt íþróttafólk allar sem ein. Þær eiga hinsvegar ekki að klappa fyrir öðrum keppendum frá öðrum löndum. Það varð samt eitt „slys“ og það náðist á myndband. Það sást líka þegar félagar hennar í klappliðinu gefa henni olnbogaskot til að fá hana til að hætta að klappa. Stór hluti umfjöllunnar norður-kóreskrar sjónvarpsstöðvar um keppni dagsins var það ein klappstýran frá Norður-Kóreu hafi klappað á vitlaustum tímapunkti eða þegar bandaríska skautaparið var kynnt til leiks. Myndbandið er hér fyrir neðan. Norður-kóresku klappstýrunni varð á að klappa fyrir bandaríska skautaparinu Alexa Knierim og Chris Knierim en þær voru mættar í höllinna til að styðja við bakið á Ryom Tae-ok og Kim Ju-sik frá Norður Kóreu. Ryom Tae-ok og Kim Ju-sik enduðu í 12. sæti eða þremur sætum ofar en bandaríska parið. Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN sagði frá því að norður-kóresku klappstýrurnar séu vaktaðar af mönnum allan sólarhringinn. Þær fá ekki einu sinni að fara einar á klósettið. Ástæðan er ótti við að þær flúi land.North Korea's cheerleading squad has been out in force at the Winter Olympics pic.twitter.com/ntVoAjPOp6 — The Telegraph (@Telegraph) February 11, 2018 Þær mega heldur ekki tala við hvern sem er og þurfa að fylgja mjög ströngum reglum. Það er nefnilega kkert grín að vera í klappstýrusveitinni frá Norður-Kóreu. New York Times fjallaði líka um klappstýrusveitina og sagði frá reynlu konu af svona sveit. Hún er 35 ára í dag en var í klappstýrusveit sem táningur. Sú segir að þessar stelpur hafi örugglega þurft að æfa í marga mánuði fyrir leikana. „Stelpurnar eru valdar út frá hæð, aldri og útliti en umfram allt þurfa þær að koma frá réttu fjölskyldununm,“ saðgi þessi ónefnda kona við blaðamann New York Times.A fascinating look at the culture behind North Korea's Olympic cheerleaders #letsgetcultured2018 https://t.co/3OEOwijXUi — Mary Montgomery (@ML_Montgomery91) February 21, 2018 Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Sjá meira
Ung kona frá Norður-Kóreu missti einbeitinguna í smástund í stúkunni og sér mikið eftir því í dag enda væntanlega í slæmum málum í heimalandi sínu. Klappstýrusveitin frá Norður-Kóreu vakti talsverða athygli á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður-Kóreu. Samtaka eru þær og augljóstlega þrautþjálfaðar í því að hvetja sitt íþróttafólk allar sem ein. Þær eiga hinsvegar ekki að klappa fyrir öðrum keppendum frá öðrum löndum. Það varð samt eitt „slys“ og það náðist á myndband. Það sást líka þegar félagar hennar í klappliðinu gefa henni olnbogaskot til að fá hana til að hætta að klappa. Stór hluti umfjöllunnar norður-kóreskrar sjónvarpsstöðvar um keppni dagsins var það ein klappstýran frá Norður-Kóreu hafi klappað á vitlaustum tímapunkti eða þegar bandaríska skautaparið var kynnt til leiks. Myndbandið er hér fyrir neðan. Norður-kóresku klappstýrunni varð á að klappa fyrir bandaríska skautaparinu Alexa Knierim og Chris Knierim en þær voru mættar í höllinna til að styðja við bakið á Ryom Tae-ok og Kim Ju-sik frá Norður Kóreu. Ryom Tae-ok og Kim Ju-sik enduðu í 12. sæti eða þremur sætum ofar en bandaríska parið. Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN sagði frá því að norður-kóresku klappstýrurnar séu vaktaðar af mönnum allan sólarhringinn. Þær fá ekki einu sinni að fara einar á klósettið. Ástæðan er ótti við að þær flúi land.North Korea's cheerleading squad has been out in force at the Winter Olympics pic.twitter.com/ntVoAjPOp6 — The Telegraph (@Telegraph) February 11, 2018 Þær mega heldur ekki tala við hvern sem er og þurfa að fylgja mjög ströngum reglum. Það er nefnilega kkert grín að vera í klappstýrusveitinni frá Norður-Kóreu. New York Times fjallaði líka um klappstýrusveitina og sagði frá reynlu konu af svona sveit. Hún er 35 ára í dag en var í klappstýrusveit sem táningur. Sú segir að þessar stelpur hafi örugglega þurft að æfa í marga mánuði fyrir leikana. „Stelpurnar eru valdar út frá hæð, aldri og útliti en umfram allt þurfa þær að koma frá réttu fjölskyldununm,“ saðgi þessi ónefnda kona við blaðamann New York Times.A fascinating look at the culture behind North Korea's Olympic cheerleaders #letsgetcultured2018 https://t.co/3OEOwijXUi — Mary Montgomery (@ML_Montgomery91) February 21, 2018
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Sjá meira