Norðmenn banna sigurvegara fyrir 13 ára aldur og það er greinilega að ganga upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 12:00 Ingvild Flugstad Oestberg, Astrid Uhrenholdt Jacobsen, Ragnhild Haga og Marit Björgen með gullverðlaun sín í boðgöngu. Vísir/Getty Norðmenn eru sigurvegarar vetrarólympíuleikanna í PyeongChang enda fékk engin þjóð fleiri verðlaun (39) eða fleiri gullverðlaun (14). Norðmenn slógu stóru þjóðunum við og settu met yfir flest verðlaun hjá einni þjóð á einum vetrarleikum. Þessi frábæri árangur norska íþróttafólksins hefur kallað á athygli og forvitni um það hvað Norðmenn séu að gera til að ná þessum frábæra árangri því ekki er þetta fjölmennsta þjóðin eða sú þjóð sem setur mesta peninginn í íþróttafólkið sitt þó að það þurfi nú ekki að kvarta. Tore Ovrebo er yfirmaður Olympiatoppen, sem eru samtök fólksins á bak við tjöldin hjá íþróttafólkinu. Vísindamenn. þjálfarar og næringafræðingar vinna þar saman að því að koma íþróttafólkinu í sem besta stöðu til að ná árangri. „Ég mun líklega halda starfinu,“ sagði Tore Ovrebo í léttum tón í viðtali við Sport Illustraited. Hann var heldur ekki að berja sér á brjóst þrátt fyrir frábæran árangur. Hann nefnir snjóinn, söguna og frítt heilbrigðiskerfi sem mikilvæga þætti í árangri norska íþróttafólksins en svo bendir hann líka á eina staðreynd. Ovrebo vakti nefnilega athygli blaðmanns Sport Illustaited á þá staðreynd að það má ekki halda utan úrslit eða krýna sigurvegara í Noregi hjá börnum yngri en þrettán ára. „Við viljum leyfa börnum að vera börn. Við viljum að þau leiki sér, þroskist og einbeiti sér að læra góð samskipti. Þau læra mikið af íþróttunum,“ sagði Ovrebo og bætti við: „Krakkarnir læra mikið af því að leika sér og þau læra mikið af því að vera laus við stresssið. Þau læra mikið af því að það sé ekki alltaf verið að telja stigin eða að það sé ekki alltaf verið að dæma þau. Þeim líður betur og þau halda lengur áfram í íþróttunum,“ sagði Ovrebo. Bandaríski blaðamaðurinn segir þetta vera allt öðru vísi í Bandaríkjunum því þar sé verið að krýna sigurvegara hjá níu ára börnum. Svo er það líka oftast á Íslandi. „Umhverfið og kúltúrinn sem við erum alin upp í eru frábær fyrir okkur,“ sagði skíðakonan Ragnhild Mowinckel sem vann tvö silfur á ÓL í ár, í bruni og stórsvigi. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira
Norðmenn eru sigurvegarar vetrarólympíuleikanna í PyeongChang enda fékk engin þjóð fleiri verðlaun (39) eða fleiri gullverðlaun (14). Norðmenn slógu stóru þjóðunum við og settu met yfir flest verðlaun hjá einni þjóð á einum vetrarleikum. Þessi frábæri árangur norska íþróttafólksins hefur kallað á athygli og forvitni um það hvað Norðmenn séu að gera til að ná þessum frábæra árangri því ekki er þetta fjölmennsta þjóðin eða sú þjóð sem setur mesta peninginn í íþróttafólkið sitt þó að það þurfi nú ekki að kvarta. Tore Ovrebo er yfirmaður Olympiatoppen, sem eru samtök fólksins á bak við tjöldin hjá íþróttafólkinu. Vísindamenn. þjálfarar og næringafræðingar vinna þar saman að því að koma íþróttafólkinu í sem besta stöðu til að ná árangri. „Ég mun líklega halda starfinu,“ sagði Tore Ovrebo í léttum tón í viðtali við Sport Illustraited. Hann var heldur ekki að berja sér á brjóst þrátt fyrir frábæran árangur. Hann nefnir snjóinn, söguna og frítt heilbrigðiskerfi sem mikilvæga þætti í árangri norska íþróttafólksins en svo bendir hann líka á eina staðreynd. Ovrebo vakti nefnilega athygli blaðmanns Sport Illustaited á þá staðreynd að það má ekki halda utan úrslit eða krýna sigurvegara í Noregi hjá börnum yngri en þrettán ára. „Við viljum leyfa börnum að vera börn. Við viljum að þau leiki sér, þroskist og einbeiti sér að læra góð samskipti. Þau læra mikið af íþróttunum,“ sagði Ovrebo og bætti við: „Krakkarnir læra mikið af því að leika sér og þau læra mikið af því að vera laus við stresssið. Þau læra mikið af því að það sé ekki alltaf verið að telja stigin eða að það sé ekki alltaf verið að dæma þau. Þeim líður betur og þau halda lengur áfram í íþróttunum,“ sagði Ovrebo. Bandaríski blaðamaðurinn segir þetta vera allt öðru vísi í Bandaríkjunum því þar sé verið að krýna sigurvegara hjá níu ára börnum. Svo er það líka oftast á Íslandi. „Umhverfið og kúltúrinn sem við erum alin upp í eru frábær fyrir okkur,“ sagði skíðakonan Ragnhild Mowinckel sem vann tvö silfur á ÓL í ár, í bruni og stórsvigi.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira