Carlos sveiflar töfrasprotanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. febrúar 2018 09:30 Carlos Carvalhal Þegar Carlos Carvalhal tók við Swansea City 28. desember var útlitið dökkt. Svanirnir voru með 13 stig á botni ensku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum frá öruggu sæti. Og fæstir bjuggust við að náungi sem Sheffield Wednesday var nýbúið að reka gæti breytt einhverju þar um. Núna, 47 dögum síðar, er Swansea með 27 stig í 16. sætinu, stigi frá fallsæti. Staðan er því allt önnur og betri en hún var rétt fyrir áramót. Carvalhal hefur stýrt Swansea í 11 leikjum. Sex þeirra hafa unnist, fjórir endað með jafntefli og aðeins einn tapast. Markatalan er 20-9. Swansea hefur m.a. unnið Liverpool og Arsenal síðan Carvalhal tók við og aðeins Tottenham og Liverpool hafa náð í fleiri stig í ensku úrvalsdeildinni. Þá er Swansea komið í 16-liða úrslit bikarkeppninnar þar sem liðið mætir fyrrverandi lærisveinum Carvalhals í Wednesday. Carvalhal hefur náð í alla þessa sigra án þess að gera miklar breytingar á leikmannahópi Swansea. André Ayew og Andy King voru þeir einu sem komu í janúar-glugganum en þeir eiga að fylla skörð Wilfrieds Bony og Leroys Fer sem spila ekki meira með á tímabilinu. Carvalhal hefur einfaldlega unnið vel með liðið sem hann er með í höndunum. Carlos Carvalhal er 52 ára gamall Portúgali sem hefur farið víða á 20 ára ferli í þjálfun. Hann hefur aðallega starfað í föðurlandinu en einnig stýrt liðum í Grikklandi, Tyrklandi og Englandi og jafnan stoppað stutt við hjá hverju liði. Árangurinn er ekkert stórkostlegur en Carvalhal hefur aðeins unnið einn titil á stjóraferlinum. Hann stýrði Vitória Setúbal til sigurs í portúgölsku deildabikarkeppninni fyrir áratug. Carvalhal náði hins vegar ágætum árangri með Wednesday og kom liðinu tvisvar í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Og nú er hann búinn að rífa Swansea í gang. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem stjóri kemur inn á miðju tímabili og snýr gengi Swansea við. Garry Monk, Francesco Guidolin og Paul Clement hafa allir gert það á síðustu árum. Vandamálið hefur verið að fylgja því eftir á tímabili númer tvö. Guidolin og Clement voru báðir reknir á sínu öðru tímabili. Monk náði góðum árangri á öðru tímabilinu en var svo látinn taka pokann sinn á því þriðja. Það sem Swansea þarf öðru fremur er stöðugleiki. Síðan velska liðið kom upp í ensku úrvalsdeildina 2011 hefur það haft sjö knattspyrnustjóra. Enginn þeirra hefur náð tveimur árum í starfi. Carvalhal er á réttri leið með Swansea en hans stærsti hausverkur verður að fá liðið til að halda dampi. Það mistókst forverum hans í starfi. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Sjá meira
Þegar Carlos Carvalhal tók við Swansea City 28. desember var útlitið dökkt. Svanirnir voru með 13 stig á botni ensku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum frá öruggu sæti. Og fæstir bjuggust við að náungi sem Sheffield Wednesday var nýbúið að reka gæti breytt einhverju þar um. Núna, 47 dögum síðar, er Swansea með 27 stig í 16. sætinu, stigi frá fallsæti. Staðan er því allt önnur og betri en hún var rétt fyrir áramót. Carvalhal hefur stýrt Swansea í 11 leikjum. Sex þeirra hafa unnist, fjórir endað með jafntefli og aðeins einn tapast. Markatalan er 20-9. Swansea hefur m.a. unnið Liverpool og Arsenal síðan Carvalhal tók við og aðeins Tottenham og Liverpool hafa náð í fleiri stig í ensku úrvalsdeildinni. Þá er Swansea komið í 16-liða úrslit bikarkeppninnar þar sem liðið mætir fyrrverandi lærisveinum Carvalhals í Wednesday. Carvalhal hefur náð í alla þessa sigra án þess að gera miklar breytingar á leikmannahópi Swansea. André Ayew og Andy King voru þeir einu sem komu í janúar-glugganum en þeir eiga að fylla skörð Wilfrieds Bony og Leroys Fer sem spila ekki meira með á tímabilinu. Carvalhal hefur einfaldlega unnið vel með liðið sem hann er með í höndunum. Carlos Carvalhal er 52 ára gamall Portúgali sem hefur farið víða á 20 ára ferli í þjálfun. Hann hefur aðallega starfað í föðurlandinu en einnig stýrt liðum í Grikklandi, Tyrklandi og Englandi og jafnan stoppað stutt við hjá hverju liði. Árangurinn er ekkert stórkostlegur en Carvalhal hefur aðeins unnið einn titil á stjóraferlinum. Hann stýrði Vitória Setúbal til sigurs í portúgölsku deildabikarkeppninni fyrir áratug. Carvalhal náði hins vegar ágætum árangri með Wednesday og kom liðinu tvisvar í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Og nú er hann búinn að rífa Swansea í gang. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem stjóri kemur inn á miðju tímabili og snýr gengi Swansea við. Garry Monk, Francesco Guidolin og Paul Clement hafa allir gert það á síðustu árum. Vandamálið hefur verið að fylgja því eftir á tímabili númer tvö. Guidolin og Clement voru báðir reknir á sínu öðru tímabili. Monk náði góðum árangri á öðru tímabilinu en var svo látinn taka pokann sinn á því þriðja. Það sem Swansea þarf öðru fremur er stöðugleiki. Síðan velska liðið kom upp í ensku úrvalsdeildina 2011 hefur það haft sjö knattspyrnustjóra. Enginn þeirra hefur náð tveimur árum í starfi. Carvalhal er á réttri leið með Swansea en hans stærsti hausverkur verður að fá liðið til að halda dampi. Það mistókst forverum hans í starfi.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Sjá meira