Carlos sveiflar töfrasprotanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. febrúar 2018 09:30 Carlos Carvalhal Þegar Carlos Carvalhal tók við Swansea City 28. desember var útlitið dökkt. Svanirnir voru með 13 stig á botni ensku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum frá öruggu sæti. Og fæstir bjuggust við að náungi sem Sheffield Wednesday var nýbúið að reka gæti breytt einhverju þar um. Núna, 47 dögum síðar, er Swansea með 27 stig í 16. sætinu, stigi frá fallsæti. Staðan er því allt önnur og betri en hún var rétt fyrir áramót. Carvalhal hefur stýrt Swansea í 11 leikjum. Sex þeirra hafa unnist, fjórir endað með jafntefli og aðeins einn tapast. Markatalan er 20-9. Swansea hefur m.a. unnið Liverpool og Arsenal síðan Carvalhal tók við og aðeins Tottenham og Liverpool hafa náð í fleiri stig í ensku úrvalsdeildinni. Þá er Swansea komið í 16-liða úrslit bikarkeppninnar þar sem liðið mætir fyrrverandi lærisveinum Carvalhals í Wednesday. Carvalhal hefur náð í alla þessa sigra án þess að gera miklar breytingar á leikmannahópi Swansea. André Ayew og Andy King voru þeir einu sem komu í janúar-glugganum en þeir eiga að fylla skörð Wilfrieds Bony og Leroys Fer sem spila ekki meira með á tímabilinu. Carvalhal hefur einfaldlega unnið vel með liðið sem hann er með í höndunum. Carlos Carvalhal er 52 ára gamall Portúgali sem hefur farið víða á 20 ára ferli í þjálfun. Hann hefur aðallega starfað í föðurlandinu en einnig stýrt liðum í Grikklandi, Tyrklandi og Englandi og jafnan stoppað stutt við hjá hverju liði. Árangurinn er ekkert stórkostlegur en Carvalhal hefur aðeins unnið einn titil á stjóraferlinum. Hann stýrði Vitória Setúbal til sigurs í portúgölsku deildabikarkeppninni fyrir áratug. Carvalhal náði hins vegar ágætum árangri með Wednesday og kom liðinu tvisvar í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Og nú er hann búinn að rífa Swansea í gang. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem stjóri kemur inn á miðju tímabili og snýr gengi Swansea við. Garry Monk, Francesco Guidolin og Paul Clement hafa allir gert það á síðustu árum. Vandamálið hefur verið að fylgja því eftir á tímabili númer tvö. Guidolin og Clement voru báðir reknir á sínu öðru tímabili. Monk náði góðum árangri á öðru tímabilinu en var svo látinn taka pokann sinn á því þriðja. Það sem Swansea þarf öðru fremur er stöðugleiki. Síðan velska liðið kom upp í ensku úrvalsdeildina 2011 hefur það haft sjö knattspyrnustjóra. Enginn þeirra hefur náð tveimur árum í starfi. Carvalhal er á réttri leið með Swansea en hans stærsti hausverkur verður að fá liðið til að halda dampi. Það mistókst forverum hans í starfi. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Þegar Carlos Carvalhal tók við Swansea City 28. desember var útlitið dökkt. Svanirnir voru með 13 stig á botni ensku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum frá öruggu sæti. Og fæstir bjuggust við að náungi sem Sheffield Wednesday var nýbúið að reka gæti breytt einhverju þar um. Núna, 47 dögum síðar, er Swansea með 27 stig í 16. sætinu, stigi frá fallsæti. Staðan er því allt önnur og betri en hún var rétt fyrir áramót. Carvalhal hefur stýrt Swansea í 11 leikjum. Sex þeirra hafa unnist, fjórir endað með jafntefli og aðeins einn tapast. Markatalan er 20-9. Swansea hefur m.a. unnið Liverpool og Arsenal síðan Carvalhal tók við og aðeins Tottenham og Liverpool hafa náð í fleiri stig í ensku úrvalsdeildinni. Þá er Swansea komið í 16-liða úrslit bikarkeppninnar þar sem liðið mætir fyrrverandi lærisveinum Carvalhals í Wednesday. Carvalhal hefur náð í alla þessa sigra án þess að gera miklar breytingar á leikmannahópi Swansea. André Ayew og Andy King voru þeir einu sem komu í janúar-glugganum en þeir eiga að fylla skörð Wilfrieds Bony og Leroys Fer sem spila ekki meira með á tímabilinu. Carvalhal hefur einfaldlega unnið vel með liðið sem hann er með í höndunum. Carlos Carvalhal er 52 ára gamall Portúgali sem hefur farið víða á 20 ára ferli í þjálfun. Hann hefur aðallega starfað í föðurlandinu en einnig stýrt liðum í Grikklandi, Tyrklandi og Englandi og jafnan stoppað stutt við hjá hverju liði. Árangurinn er ekkert stórkostlegur en Carvalhal hefur aðeins unnið einn titil á stjóraferlinum. Hann stýrði Vitória Setúbal til sigurs í portúgölsku deildabikarkeppninni fyrir áratug. Carvalhal náði hins vegar ágætum árangri með Wednesday og kom liðinu tvisvar í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Og nú er hann búinn að rífa Swansea í gang. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem stjóri kemur inn á miðju tímabili og snýr gengi Swansea við. Garry Monk, Francesco Guidolin og Paul Clement hafa allir gert það á síðustu árum. Vandamálið hefur verið að fylgja því eftir á tímabili númer tvö. Guidolin og Clement voru báðir reknir á sínu öðru tímabili. Monk náði góðum árangri á öðru tímabilinu en var svo látinn taka pokann sinn á því þriðja. Það sem Swansea þarf öðru fremur er stöðugleiki. Síðan velska liðið kom upp í ensku úrvalsdeildina 2011 hefur það haft sjö knattspyrnustjóra. Enginn þeirra hefur náð tveimur árum í starfi. Carvalhal er á réttri leið með Swansea en hans stærsti hausverkur verður að fá liðið til að halda dampi. Það mistókst forverum hans í starfi.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira