Carlos sveiflar töfrasprotanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. febrúar 2018 09:30 Carlos Carvalhal Þegar Carlos Carvalhal tók við Swansea City 28. desember var útlitið dökkt. Svanirnir voru með 13 stig á botni ensku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum frá öruggu sæti. Og fæstir bjuggust við að náungi sem Sheffield Wednesday var nýbúið að reka gæti breytt einhverju þar um. Núna, 47 dögum síðar, er Swansea með 27 stig í 16. sætinu, stigi frá fallsæti. Staðan er því allt önnur og betri en hún var rétt fyrir áramót. Carvalhal hefur stýrt Swansea í 11 leikjum. Sex þeirra hafa unnist, fjórir endað með jafntefli og aðeins einn tapast. Markatalan er 20-9. Swansea hefur m.a. unnið Liverpool og Arsenal síðan Carvalhal tók við og aðeins Tottenham og Liverpool hafa náð í fleiri stig í ensku úrvalsdeildinni. Þá er Swansea komið í 16-liða úrslit bikarkeppninnar þar sem liðið mætir fyrrverandi lærisveinum Carvalhals í Wednesday. Carvalhal hefur náð í alla þessa sigra án þess að gera miklar breytingar á leikmannahópi Swansea. André Ayew og Andy King voru þeir einu sem komu í janúar-glugganum en þeir eiga að fylla skörð Wilfrieds Bony og Leroys Fer sem spila ekki meira með á tímabilinu. Carvalhal hefur einfaldlega unnið vel með liðið sem hann er með í höndunum. Carlos Carvalhal er 52 ára gamall Portúgali sem hefur farið víða á 20 ára ferli í þjálfun. Hann hefur aðallega starfað í föðurlandinu en einnig stýrt liðum í Grikklandi, Tyrklandi og Englandi og jafnan stoppað stutt við hjá hverju liði. Árangurinn er ekkert stórkostlegur en Carvalhal hefur aðeins unnið einn titil á stjóraferlinum. Hann stýrði Vitória Setúbal til sigurs í portúgölsku deildabikarkeppninni fyrir áratug. Carvalhal náði hins vegar ágætum árangri með Wednesday og kom liðinu tvisvar í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Og nú er hann búinn að rífa Swansea í gang. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem stjóri kemur inn á miðju tímabili og snýr gengi Swansea við. Garry Monk, Francesco Guidolin og Paul Clement hafa allir gert það á síðustu árum. Vandamálið hefur verið að fylgja því eftir á tímabili númer tvö. Guidolin og Clement voru báðir reknir á sínu öðru tímabili. Monk náði góðum árangri á öðru tímabilinu en var svo látinn taka pokann sinn á því þriðja. Það sem Swansea þarf öðru fremur er stöðugleiki. Síðan velska liðið kom upp í ensku úrvalsdeildina 2011 hefur það haft sjö knattspyrnustjóra. Enginn þeirra hefur náð tveimur árum í starfi. Carvalhal er á réttri leið með Swansea en hans stærsti hausverkur verður að fá liðið til að halda dampi. Það mistókst forverum hans í starfi. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Þegar Carlos Carvalhal tók við Swansea City 28. desember var útlitið dökkt. Svanirnir voru með 13 stig á botni ensku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum frá öruggu sæti. Og fæstir bjuggust við að náungi sem Sheffield Wednesday var nýbúið að reka gæti breytt einhverju þar um. Núna, 47 dögum síðar, er Swansea með 27 stig í 16. sætinu, stigi frá fallsæti. Staðan er því allt önnur og betri en hún var rétt fyrir áramót. Carvalhal hefur stýrt Swansea í 11 leikjum. Sex þeirra hafa unnist, fjórir endað með jafntefli og aðeins einn tapast. Markatalan er 20-9. Swansea hefur m.a. unnið Liverpool og Arsenal síðan Carvalhal tók við og aðeins Tottenham og Liverpool hafa náð í fleiri stig í ensku úrvalsdeildinni. Þá er Swansea komið í 16-liða úrslit bikarkeppninnar þar sem liðið mætir fyrrverandi lærisveinum Carvalhals í Wednesday. Carvalhal hefur náð í alla þessa sigra án þess að gera miklar breytingar á leikmannahópi Swansea. André Ayew og Andy King voru þeir einu sem komu í janúar-glugganum en þeir eiga að fylla skörð Wilfrieds Bony og Leroys Fer sem spila ekki meira með á tímabilinu. Carvalhal hefur einfaldlega unnið vel með liðið sem hann er með í höndunum. Carlos Carvalhal er 52 ára gamall Portúgali sem hefur farið víða á 20 ára ferli í þjálfun. Hann hefur aðallega starfað í föðurlandinu en einnig stýrt liðum í Grikklandi, Tyrklandi og Englandi og jafnan stoppað stutt við hjá hverju liði. Árangurinn er ekkert stórkostlegur en Carvalhal hefur aðeins unnið einn titil á stjóraferlinum. Hann stýrði Vitória Setúbal til sigurs í portúgölsku deildabikarkeppninni fyrir áratug. Carvalhal náði hins vegar ágætum árangri með Wednesday og kom liðinu tvisvar í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Og nú er hann búinn að rífa Swansea í gang. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem stjóri kemur inn á miðju tímabili og snýr gengi Swansea við. Garry Monk, Francesco Guidolin og Paul Clement hafa allir gert það á síðustu árum. Vandamálið hefur verið að fylgja því eftir á tímabili númer tvö. Guidolin og Clement voru báðir reknir á sínu öðru tímabili. Monk náði góðum árangri á öðru tímabilinu en var svo látinn taka pokann sinn á því þriðja. Það sem Swansea þarf öðru fremur er stöðugleiki. Síðan velska liðið kom upp í ensku úrvalsdeildina 2011 hefur það haft sjö knattspyrnustjóra. Enginn þeirra hefur náð tveimur árum í starfi. Carvalhal er á réttri leið með Swansea en hans stærsti hausverkur verður að fá liðið til að halda dampi. Það mistókst forverum hans í starfi.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn