Sport

Ólympíumeistarar dagsins í Pyeongchang | Myndir af meisturunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Laura Dahlmeier vann sín önnur gullverðlaun á leikunum.
Laura Dahlmeier vann sín önnur gullverðlaun á leikunum. Vísir/Getty
Sjö Ólympíugull unnust á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður Kóreu í dag en þetta var þriðji keppnisdagur leikanna.

Átta gull áttu að vera í boði en keppni í stórsvigi kvenna var frestað vegna óhagstæðra veðuraðstæðna en það var bæði mikið rok og mjög kalt.

Þýska skíðaskotfimikonan Laura Dahlmeier varð fyrsti íþróttamaðurinn á leikunum í Pyeongchang til að vinna gullverðlaun númer tvö.

Laura Dahlmeier frá Þýskalandi.Vísir/Getty


Eltiganga í skíðaskotfimi kvenna







Gull - Laura Dahlmeier, Þýskalandi

Silfur - Anastasiya Kuzmina, Slóvakía

Brons - Anais Bescond, Frakklandi

Ólympíumeistarar Kanada.Vísir/Getty
 

Liðakeppni í listhlaupi á skautum







Gull - Kanada

Silfur - Rússland undir merkjum IOC

Brons - Bandaríkin

Jamie Anderson frá Bandaríkjunum.Vísir/Getty
 

Snjóbrettafimi kvenna í slopestyle







Gull - Jamie Anderson, Bandaríkin

Silfur - Laurie Blouin, Kanada

Brons - Enni Rukajärvi, Finnlandi

Martin Fourcade frá Frakklandi.Vísir/Getty
 

Eltiganga í skíðaskotfimi karla







Gull - Martin Fourcade, Frakklandi

Silfur - Sebastian Samuelsson, Svíþjóð

Brons - Benedikt Doll, Þýskalandi





Mikael Kingsbury frá Kanada.Vísir/Getty
 

Hólasvig karla









Gull - Mikael Kingsbury, Kanada

Silfur - Matt Graham, Ástralíu

Brons - Daichi Hara, Japan

Ireen Wüst frá HollandiVísir/Getty
1500 metra skautahlaup kvenna



Gull - Ireen Wüst frá Hollandi

Silfur - Miho Takagi frá Japan

Brons - Marrit Leenstra frá Hollandi

Maren Lundby frá Noregi fagnar sigri með löndu sinni.Vísir/Getty
 

Skíðastökk kvenna af hefbundnum palli









Gull - Maren Lundby, Noregi

Silfur - Katharina Althaus, Þýskalandi

Brons - Sara Takanashi, Japan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×