Geta séð hvor þeirra var á undan en báðar fá samt bronsið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 15:00 Fjórar á palli. Vísir/Getty Marit Björgen frá Noregi og Krista Pärmäkoski frá Finnlandi urðu nótt fyrstu keppendur í einstaklingskeppni Ólympíuleikanna í Pyeongchang til að deila verðlaunum á þessum leikum. Þær fá báðar brons fyrir 10 kílómetra skíðagöngu með frjálsri aðferð. Hin norska Ragnhild Haga vann gullið en Svíinn Charlotte Kalla tók silfrið. Allar fjórar stöðu því á palli í verðlaunaafhendingunni þrátt fyrir að mótshaldarar hefðu getað fundið það út hvort Marit Björgen eða Krista Pärmäkoski hafi komið á undan í mark. Tíminn þeirra var gefinn upp með einum aukastaf. Þær komu í mark á 25 mínútum, 32 sekúndum og 4 sekúndubrotum. Tímatökukerfið býður hinsvegar upp á það að kalla fram fleiri aukastafi.Nordic power again -- in women's 10km freestyle Ragnhild Haga Charlotte Kalla Marit Bjørgen Krista Pärmäkoski #pyeongchang2018#CrossCountrySkiinghttps://t.co/UPmTfLQlWcpic.twitter.com/9IA65fLPRe — Nordic News (@Nordic_News) February 15, 2018 „Við getum séð hvor var fljótari,“ sagði Pierre Mignerey mótastjóri Alþjóðlegaskíðasambandsins í viðtali við Expressen. „Reglurnar eru bara þannig að aðeins einn aukastafur er tekinn með. Við mælum hundraðshluta en gefum aukastafina bara upp í tugum,“ sagði Mignerey. Það er aðeins í sprettgöngunni þar sem menn nota fleiri aukastafi. Bronsstelpurnar voru báðar ánægðar með niðurstöðuna. „Það er betra að við fáum báðar að standa þarna. Marit var átrúnaðargoðið mitt þegar ég var yngri og þetta er því risastórt fyrir mig,“ sagði hin finnska Krista Pärmäkoski. „Ég er mjög ánægð að fá að deila bronsinu með Kristu,“ sagði Marit Björgen. Hún var þarna að vinna síns önnur verðlaun á þessum leikum og sín tólftu verðlaun á Ólympíuleikum. Þetta voru önnur bronsverðlaun Krista Pärmäkoski á leikunum í Pyeongchang.Marit Bjoergen makes history. She is now the most decorated female Winter Olympian of all time. 6 4 1https://t.co/BnzCzGLZ2x#bbcolympics Pyeongchang2018 pic.twitter.com/BywCmF8xf4 — BBC Sport (@BBCSport) February 10, 2018 „Það er gott að við fáum ekki að vita hvor var í raun á undan. Ég vil ekki vita það. Ég er ánægð með bronsið og að fá að deila því með henni. Það væri hvort sem er ekkert hægt að gera þó að við fengjum að vita hvor hafi verið á undan,“ sagði Pärmäkoski. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Sjá meira
Marit Björgen frá Noregi og Krista Pärmäkoski frá Finnlandi urðu nótt fyrstu keppendur í einstaklingskeppni Ólympíuleikanna í Pyeongchang til að deila verðlaunum á þessum leikum. Þær fá báðar brons fyrir 10 kílómetra skíðagöngu með frjálsri aðferð. Hin norska Ragnhild Haga vann gullið en Svíinn Charlotte Kalla tók silfrið. Allar fjórar stöðu því á palli í verðlaunaafhendingunni þrátt fyrir að mótshaldarar hefðu getað fundið það út hvort Marit Björgen eða Krista Pärmäkoski hafi komið á undan í mark. Tíminn þeirra var gefinn upp með einum aukastaf. Þær komu í mark á 25 mínútum, 32 sekúndum og 4 sekúndubrotum. Tímatökukerfið býður hinsvegar upp á það að kalla fram fleiri aukastafi.Nordic power again -- in women's 10km freestyle Ragnhild Haga Charlotte Kalla Marit Bjørgen Krista Pärmäkoski #pyeongchang2018#CrossCountrySkiinghttps://t.co/UPmTfLQlWcpic.twitter.com/9IA65fLPRe — Nordic News (@Nordic_News) February 15, 2018 „Við getum séð hvor var fljótari,“ sagði Pierre Mignerey mótastjóri Alþjóðlegaskíðasambandsins í viðtali við Expressen. „Reglurnar eru bara þannig að aðeins einn aukastafur er tekinn með. Við mælum hundraðshluta en gefum aukastafina bara upp í tugum,“ sagði Mignerey. Það er aðeins í sprettgöngunni þar sem menn nota fleiri aukastafi. Bronsstelpurnar voru báðar ánægðar með niðurstöðuna. „Það er betra að við fáum báðar að standa þarna. Marit var átrúnaðargoðið mitt þegar ég var yngri og þetta er því risastórt fyrir mig,“ sagði hin finnska Krista Pärmäkoski. „Ég er mjög ánægð að fá að deila bronsinu með Kristu,“ sagði Marit Björgen. Hún var þarna að vinna síns önnur verðlaun á þessum leikum og sín tólftu verðlaun á Ólympíuleikum. Þetta voru önnur bronsverðlaun Krista Pärmäkoski á leikunum í Pyeongchang.Marit Bjoergen makes history. She is now the most decorated female Winter Olympian of all time. 6 4 1https://t.co/BnzCzGLZ2x#bbcolympics Pyeongchang2018 pic.twitter.com/BywCmF8xf4 — BBC Sport (@BBCSport) February 10, 2018 „Það er gott að við fáum ekki að vita hvor var í raun á undan. Ég vil ekki vita það. Ég er ánægð með bronsið og að fá að deila því með henni. Það væri hvort sem er ekkert hægt að gera þó að við fengjum að vita hvor hafi verið á undan,“ sagði Pärmäkoski.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Sjá meira