„Vissi að hún getur klárað svona úrslit“ Telma Tómasson skrifar 16. febrúar 2018 13:15 Jakob Svavar Sigurðsson. Vísir Jakob Svavar Sigurðsson afreksknapi stóð við stóru orðin og fór með sigur af hólmi í keppni í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi. Jakob Svavar sat gæðingshryssuna Júlíu frá Hamarsey, en þau urðu íslandsmeistarar í þessari grein á síðasta ári. Spennan hélst allt fram að síðustu mínútu því niðurstaðan í úrslitareiðinni réðst ekki fyrr en á lokametrunum og síðasta keppnisatriðinu. Viðar Ingólfsson á Pixi frá Mið-Fossum gerði mjög harða atlögu að efsta sætinu og var jafn Jakobi Svavari fyrir lokaatriðið, tölti á slökum taumi, báðir voru með 8,5 eftir frjálsu ferðina og hæga töltið. Einkunn fyrir slaka tauminn var hins vegar talsvert hærri hjá Jakobi Svavari 8,83, en 8,17 hjá Viðari, sem skilaði þeim fyrrnefnda gullinu. „Mjög sáttur, hún var mjög góð á slaka. Það var reyndar ekki að hjálpa mér þegar Viðar var í rassgatinu á mér, samt þurfti ég aldrei að leiðrétta og eftir að hann fór framúr mér var hún alveg frábær...Nei, ég var alls ekki klár með þetta allan tímann, en en ég vissi það alveg að hún getur klárað svona úrslit,“ sagði Jakob Svavar í lokin. Eftir fyrstu tvær keppnisgreinarnar, fjórgang og slaktaumatölt T2, er Jakob Svavar efstur að stigum með 24 stig, en hann vann báðar greinar og er því með fullt hús. Sýningu Jakobs Svavars og Júlíu frá Hamarsey í forkeppninni í T2 má sjá í meðfylgjandi myndskeiði, en bein útsending var frá mótinu á Stöð 2 sport.Niðurstöður A-úrslita í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum voru eftirfarandi: 1. Jakob Svavar Sigurðsson, Júlía frá Hamarsey - 8.66 2. Viðar Ingólfsson, Pixi frá Mið-Fossum - 8.33 3. Teitur Árnason, Brúney frá Grafarkoti - 7.87 4. Elin Holst, Frami frá Ketilsstöðum - 7.41 5. Bergur Jónsson, Herdís frá Lönguhlíð - 7.20 6. Gústaf Ásgeir Hinriksson, Skorri frá Skriðulandi - 7.20 Hestar Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Fleiri fréttir Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð Sjá meira
Jakob Svavar Sigurðsson afreksknapi stóð við stóru orðin og fór með sigur af hólmi í keppni í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi. Jakob Svavar sat gæðingshryssuna Júlíu frá Hamarsey, en þau urðu íslandsmeistarar í þessari grein á síðasta ári. Spennan hélst allt fram að síðustu mínútu því niðurstaðan í úrslitareiðinni réðst ekki fyrr en á lokametrunum og síðasta keppnisatriðinu. Viðar Ingólfsson á Pixi frá Mið-Fossum gerði mjög harða atlögu að efsta sætinu og var jafn Jakobi Svavari fyrir lokaatriðið, tölti á slökum taumi, báðir voru með 8,5 eftir frjálsu ferðina og hæga töltið. Einkunn fyrir slaka tauminn var hins vegar talsvert hærri hjá Jakobi Svavari 8,83, en 8,17 hjá Viðari, sem skilaði þeim fyrrnefnda gullinu. „Mjög sáttur, hún var mjög góð á slaka. Það var reyndar ekki að hjálpa mér þegar Viðar var í rassgatinu á mér, samt þurfti ég aldrei að leiðrétta og eftir að hann fór framúr mér var hún alveg frábær...Nei, ég var alls ekki klár með þetta allan tímann, en en ég vissi það alveg að hún getur klárað svona úrslit,“ sagði Jakob Svavar í lokin. Eftir fyrstu tvær keppnisgreinarnar, fjórgang og slaktaumatölt T2, er Jakob Svavar efstur að stigum með 24 stig, en hann vann báðar greinar og er því með fullt hús. Sýningu Jakobs Svavars og Júlíu frá Hamarsey í forkeppninni í T2 má sjá í meðfylgjandi myndskeiði, en bein útsending var frá mótinu á Stöð 2 sport.Niðurstöður A-úrslita í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum voru eftirfarandi: 1. Jakob Svavar Sigurðsson, Júlía frá Hamarsey - 8.66 2. Viðar Ingólfsson, Pixi frá Mið-Fossum - 8.33 3. Teitur Árnason, Brúney frá Grafarkoti - 7.87 4. Elin Holst, Frami frá Ketilsstöðum - 7.41 5. Bergur Jónsson, Herdís frá Lönguhlíð - 7.20 6. Gústaf Ásgeir Hinriksson, Skorri frá Skriðulandi - 7.20
Hestar Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Fleiri fréttir Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð Sjá meira