Sport

„Þú mætir með allt niðrum þig“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

„Ég þarf að fara að taka þig í gegn núna,“ sagði afreksknapinn Sigurður Sigurðarson við Fjölni Þorgeirsson spyril, í beinni útsendingu frá Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi. „Þú mætir fyrir viku [í Áhugamannadeildina í hestaíþróttum]á lánshesti með allt niðrum þig og ég vil sjá þig eftir viku almennilega ríðandi. Og ekki á lánshesti,“ sagði Sigurður um leið og hann potaði písknum til áherslu í bumbuna á Fjölni.

Sigurður Sigurðsson hefur legið undir ámæli að mæta ítrekað með lánshesta frá öðrum í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum og tók Fjölnir hann á beinið eftir frekar slakt gengi í síðustu keppni, fjórgangi, sem fram fór fyrir hálfum mánuði.

Sigurður mætti hins vegar með Magna frá Þjóðolfshaga í keppni í slaktaumatölti T2 í gærkvöldi, mikinn uppáhaldshest úr sinni eigin ræktun. „Má ég fá hann lánaðan í næstu keppni í áhugamannadeildinni,“ sagði Fjölnir og gaf þar með færi á sér. Sigurður greip boltann á lofti og lét Fjölni heyra það.

Sjá má þetta bráðfyndna viðtal í myndskeiðinu sem fylgir þessari frétt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.