Hlakkar til að þurfa ekki að sinna síða hárinu Hersir Aron Ólafsson skrifar 1. febrúar 2018 19:45 Ellefu ára stúlka ætlar að láta raka af sér allt hárið og gefa í hárkollur fyrir krabbameinssjúka. Samhliða safnar hún áheitum fyrir félag ungs fólks með krabbamein. Hún hefur engar áhyggjur af útkomunni og hlakkar til að þurfa ekki að sinna síða hárinu. Ester Amíra Ægisdóttir er 11 ára gamall Hafnfirðingur sem þekkir krabbamein ágætlega. Þannig hafa báðar ömmur hennar greinst með, og sigrast á, krabbameini. Önnur þeirra missti hárið og notaðist við hárkollu um nokkra hríð. Ester segir þó að hugmyndin hafi í raun kviknað upp úr þurru. „Það var svona þegar við fórum í sumarbústað um jólin fór mig að langa til að raka af mér hárið. Bara af því bara, ég veti ekki af vherju. Svo fór ég að hugsa, afhverju ekki að gera eitthvað úr því og styrkja gott málefni?“ segir Ester. Ester ákvað að gefa hárið í hárkollugerð og safna í leiðinni áheitum fyrir Kraft, félag ungs fólks með krabbamein. „Ég ætlaði að safna 100 þúsund og já, það gengur mjög vel. Ég er búin að ná því markmiði þannig að hárið fer af.“Fínt að þurfa ekki að sinna hárinu Hún hefur nú þegar safnað á þriðja hundrað þúsund krónum, en hárið verður rakað af á viðburðinum Perlað af Krafti í Hörpu á sunnudaginn. Þar ætlar fjöldi fólks að koma saman yfir skemmtiatriðum og perla armbönd sem seld eru til styrktar Krafti. Ester segir að auk þess sem henni finnist gott að styrkja gott málefni sé hún spennt fyrir þægindunum sem fylgja muni hárleysinu. „Tíminn sem fer í að greiða þetta á morgnana og eftir sund, sturtu, íþróttir og æfingar o.s.frv. það fer alltaf svo mikill tími að ég held að þetta verði bara ógeðslega þægilegt sko.“ Fjölskylda Esterar og heimilishundurinn Valentín hafa öll tekið afar vel í framtakið, en aðspurður kveðst Valentín þó ekki geta hugsað sér að láta raka af sér hárið – þó málefnið sé gott. Ester segir skólafélagana einnig gríðarlega spennta fyrir uppátækinu. Hún segist hafa litlar áhyggjur af því að útkoman verði henni ekki að skapi. „Nei, ég er bara spennt sko. Það vex aftur á ef þetta kemur ekki eins vel út og mig langaði. Ég er glöð með að gera góðverk og það vex aftur á þetta hár.“ Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Ellefu ára stúlka ætlar að láta raka af sér allt hárið og gefa í hárkollur fyrir krabbameinssjúka. Samhliða safnar hún áheitum fyrir félag ungs fólks með krabbamein. Hún hefur engar áhyggjur af útkomunni og hlakkar til að þurfa ekki að sinna síða hárinu. Ester Amíra Ægisdóttir er 11 ára gamall Hafnfirðingur sem þekkir krabbamein ágætlega. Þannig hafa báðar ömmur hennar greinst með, og sigrast á, krabbameini. Önnur þeirra missti hárið og notaðist við hárkollu um nokkra hríð. Ester segir þó að hugmyndin hafi í raun kviknað upp úr þurru. „Það var svona þegar við fórum í sumarbústað um jólin fór mig að langa til að raka af mér hárið. Bara af því bara, ég veti ekki af vherju. Svo fór ég að hugsa, afhverju ekki að gera eitthvað úr því og styrkja gott málefni?“ segir Ester. Ester ákvað að gefa hárið í hárkollugerð og safna í leiðinni áheitum fyrir Kraft, félag ungs fólks með krabbamein. „Ég ætlaði að safna 100 þúsund og já, það gengur mjög vel. Ég er búin að ná því markmiði þannig að hárið fer af.“Fínt að þurfa ekki að sinna hárinu Hún hefur nú þegar safnað á þriðja hundrað þúsund krónum, en hárið verður rakað af á viðburðinum Perlað af Krafti í Hörpu á sunnudaginn. Þar ætlar fjöldi fólks að koma saman yfir skemmtiatriðum og perla armbönd sem seld eru til styrktar Krafti. Ester segir að auk þess sem henni finnist gott að styrkja gott málefni sé hún spennt fyrir þægindunum sem fylgja muni hárleysinu. „Tíminn sem fer í að greiða þetta á morgnana og eftir sund, sturtu, íþróttir og æfingar o.s.frv. það fer alltaf svo mikill tími að ég held að þetta verði bara ógeðslega þægilegt sko.“ Fjölskylda Esterar og heimilishundurinn Valentín hafa öll tekið afar vel í framtakið, en aðspurður kveðst Valentín þó ekki geta hugsað sér að láta raka af sér hárið – þó málefnið sé gott. Ester segir skólafélagana einnig gríðarlega spennta fyrir uppátækinu. Hún segist hafa litlar áhyggjur af því að útkoman verði henni ekki að skapi. „Nei, ég er bara spennt sko. Það vex aftur á ef þetta kemur ekki eins vel út og mig langaði. Ég er glöð með að gera góðverk og það vex aftur á þetta hár.“
Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira