Sport

Lögðu af stað til PyeongChang í morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
SKÍ
Íslendingar senda fimm keppendur til leiks á vetrarólympíuleikana í PyeongChang í Suður Kóreu og hluti af íslenska hópnum lagði af stað frá Íslandi í morgun.

Allur íslenski hópurinn mun hittast í Suður Kóreu á morgun en þá hafa margir þeirra ferðast í sólarhring. Hinir íslensku keppendurnir hafa verið við æfingar og keppni erlendis til að undirbúa sig fyrir átökin.

Þau sem fóru frá Íslandi í morgunsárið voru Egill Ingi Jónsson, landsliðsþjálfari í alpagreinum, Jón Viðar Þorvaldsson, flokksstjóri, Elsa Guðrún Jónsdóttir, keppandi í skíðagöngu kvenna og María Magnúsdóttir sjúkraþjálfari.

Eftirtaldir keppendur verða fulltrúar Íslands á leikunum:

- Freydís Halla Einarsdóttir, alpagreinar kvenna – svig og stórsvig

- Sturla Snær Snorrason, alpagreinar karla – svig og stórsvig

- Elsa Guðrún Jónsdóttir, skíðaganga kvenna – 10 km F (frjáls aðferð)

- Snorri Einarsson, skíðaganga karla – sprettganga, 15km F (frjáls aðferð), 30km skiptiganga, 50km C Mst (fjöldastart, hefðbundin aðferð)

- Isak Stianson Pedersen, skíðaganga karla – sprettganga

Vetrarólympíuleikarnir verða settir á föstudagskvöldið eftir viku en þá verður klukkan þó bara ellefu á íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×