Nálaskiptaprógamm fanga gæti reynst snúið Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. febrúar 2018 07:00 Lagt er til að fangar fái aðgang að sprautum, nálum, smokkum og skimun gegn kynsjúkdómum. vísir/anton brink „Þetta kann að vera snúið í framkvæmd inni í fangelsunum en við erum opin fyrir öllum tillögum,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri um tillögur sem starfshópur um aðgerðir gegn kynsjúkdómum hefur skilað af sér. Þar er meðal annars lagt til að tekin verði upp skaðaminnkandi nálgun í fangelsum í samvinnu við fangelsisyfirvöld þar sem fangar hafi aðgang að nálum, sprautum og smokkum sér að kostnaðarlausu. Fangar eru áhættuhópur hvað varðar kynsjúkdóma og sýkingar sem berast milli einstaklinga með blóðblöndun. Ekkert nálaskiptaprógramm er rekið í fangelsum á Íslandi. Páll segir að Fangelsismálastofnun sé opin fyrir öllum tillögum sérfróðra aðila um að draga úr útbreiðslu hættulegra sjúkdóma. Hvað framkvæmdina sjálfa varðar verði þó að huga að öryggi starfsmanna með tilliti til notaðra sprautunála.Páll Winkel fangelsismálastjóri.vísir/anton brink„Fangaverðir hafa það verkefni, meðal annars, að leita í fötum fanga og klefum. Þetta eru hvort tveggja mjög mikilvægir hagsmunir sem þarf að huga að en við erum opin fyrir öllum tillögum í þessu.“ Spurning sé líka hvort nálaskiptaprógramm, þar sem fangar geti nálgast hreinar sprautur og nálar sér að kostnaðarlausu, muni ganga upp innan veggja fangelsa. Ljóst er að fangar eiga hvorki né mega vera með fíkniefni í fangelsum og neyslan því falin. Páll tekur undir að það kunni að vera snúið og velta megi fyrir sér hvort markmiðin með framtakinu næðust þar sem fangar sem kæmu til að fá sprautur og nálar myndu sjálfkrafa afhjúpa að þeir væru með fíkniefni á sér til neyslu. „Það gæti verið snúið. Hugsanlega gætu þeir leitað til heilbrigðisstarfsfólks, eða hægt væri að koma upp aðstöðu í fangelsunum, ég veit það ekki. Þetta er ekki alveg einfalt. Neyslunni fylgir oft ofbeldi og vandamál í fangelsum þannig að það er snúið að gefa eftir í því alveg.“ Bendir Páll á að svona nokkuð sé augljóslega auðveldara úti í samfélaginu þar sem bíl er komið fyrir á hlutlausu svæði og fólk fær hreinar sprautur og nálar. Í ýmis horn sé því að líta. Annað sem lagt er til er að föngum á Íslandi verði boðið upp á skimun fyrir kynsjúkdómum. Verði sóttvarnalækni falið að gefa út leiðbeiningar um skimunina og hún verði hluti af viðurkenndri heilbrigðisþjónustu fanga. Páll kveðst mjög hlynntur því en fangar hafa nú þegar aðgang að ókeypis smokkum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
„Þetta kann að vera snúið í framkvæmd inni í fangelsunum en við erum opin fyrir öllum tillögum,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri um tillögur sem starfshópur um aðgerðir gegn kynsjúkdómum hefur skilað af sér. Þar er meðal annars lagt til að tekin verði upp skaðaminnkandi nálgun í fangelsum í samvinnu við fangelsisyfirvöld þar sem fangar hafi aðgang að nálum, sprautum og smokkum sér að kostnaðarlausu. Fangar eru áhættuhópur hvað varðar kynsjúkdóma og sýkingar sem berast milli einstaklinga með blóðblöndun. Ekkert nálaskiptaprógramm er rekið í fangelsum á Íslandi. Páll segir að Fangelsismálastofnun sé opin fyrir öllum tillögum sérfróðra aðila um að draga úr útbreiðslu hættulegra sjúkdóma. Hvað framkvæmdina sjálfa varðar verði þó að huga að öryggi starfsmanna með tilliti til notaðra sprautunála.Páll Winkel fangelsismálastjóri.vísir/anton brink„Fangaverðir hafa það verkefni, meðal annars, að leita í fötum fanga og klefum. Þetta eru hvort tveggja mjög mikilvægir hagsmunir sem þarf að huga að en við erum opin fyrir öllum tillögum í þessu.“ Spurning sé líka hvort nálaskiptaprógramm, þar sem fangar geti nálgast hreinar sprautur og nálar sér að kostnaðarlausu, muni ganga upp innan veggja fangelsa. Ljóst er að fangar eiga hvorki né mega vera með fíkniefni í fangelsum og neyslan því falin. Páll tekur undir að það kunni að vera snúið og velta megi fyrir sér hvort markmiðin með framtakinu næðust þar sem fangar sem kæmu til að fá sprautur og nálar myndu sjálfkrafa afhjúpa að þeir væru með fíkniefni á sér til neyslu. „Það gæti verið snúið. Hugsanlega gætu þeir leitað til heilbrigðisstarfsfólks, eða hægt væri að koma upp aðstöðu í fangelsunum, ég veit það ekki. Þetta er ekki alveg einfalt. Neyslunni fylgir oft ofbeldi og vandamál í fangelsum þannig að það er snúið að gefa eftir í því alveg.“ Bendir Páll á að svona nokkuð sé augljóslega auðveldara úti í samfélaginu þar sem bíl er komið fyrir á hlutlausu svæði og fólk fær hreinar sprautur og nálar. Í ýmis horn sé því að líta. Annað sem lagt er til er að föngum á Íslandi verði boðið upp á skimun fyrir kynsjúkdómum. Verði sóttvarnalækni falið að gefa út leiðbeiningar um skimunina og hún verði hluti af viðurkenndri heilbrigðisþjónustu fanga. Páll kveðst mjög hlynntur því en fangar hafa nú þegar aðgang að ókeypis smokkum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira