Grunur um skattalagabrot og þjófnað Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. febrúar 2018 05:00 SS hús er verktakafyrirtæki. vísir/pjetur Grunur leikur á um stórfelld undanskot eigna og þjófnaði úr félaginu SS hús ehf. sem tekið var til gjaldþrotaskipta 10. janúar síðastliðinn. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Sigurður Kristinsson, sem átti félagið með bróður sínum og stjúpföður hefur stýrt því undanfarið. Sigurður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi frá Spáni en hann var handtekinn við komuna þaðan til landsins skömmu fyrir mánaðamót. Eiginkona Sigurðar liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni eftir að hafa fallið milli hæða á heimili þeirra hjóna í Malaga. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu undanskot eigna og óútskýrðar millifærslur af reikningum félagsins hlaupa á hundruðum milljóna. Þá er félagið einnig til rannsóknar hjá skattayfirvöldum meðal annars vegna mikilla vanskila á vörslusköttum. Málið mun hins vegar ekki komið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Bróðir Sigurðar tók við við stjórn fyrirtækisins af Sigurði um mitt síðasta ár og mun reksturinn þá hafa verið kominn í mikið óefni. Heiðar Ásberg Atlason, skiptastjóri félagsins, vildi ekki tjá sig efnislega um málið við Fréttablaðið en sagði gagnaöflun ekki lokið og að nokkrar vikur tæki að fá heildarmynd af rekstrinum. Tveimur mánuðum áður en félagið var lýst gjaldþrota var það dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 57 milljónir í skaðabætur vegna vinnuslyss en starfsmaðurinn féll niður 14 metra af vinnupalli við byggingu blokkar í Kópavogi og hlaut 55 prósent varanlega örorku. Félagið var umsvifamikið í byggingu blokka og annarra fasteigna í Kópavogi og samkvæmt síðasta ársreikningi félagsins, fyrir árið 2015, velti fyrirtækið yfir milljarði það ár og skilaði tæplega 19 milljónum í hagnað sem var þó rúmlega helmingi minna en árið á undan þegar hagnaðurinn nam rúmum 40 milljónum króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu hennar stóð að Sigurður hefði átt félagið með bróður sínum og föður. Það er ekki rétt, hið rétta að hann átti félagið með bróður sínum og stjúpföður. Þetta hefur nú verið leiðrétt og beðist er velvirðingar á mistökunum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingnum í Malaga sleppt úr haldi lögreglu Íslenskum karlmanni á fertugsaldri, sem Fréttablaðið greindi frá því í gær að hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni, hefur verið sleppt úr haldi. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. 20. janúar 2018 08:00 Handtekinn við heimkomu frá Málaga: Úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald Maður sem handtekinn var við heimkomu frá Málaga í liðinni viku og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í fimm daga. 2. febrúar 2018 15:03 Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Malaga Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar á Spáni grunaður um ofbeldisbrot gegn íslenskri eiginkonu sinni. Hún er alvarlega slösuð eftir fall fram af svölum. 19. janúar 2018 06:00 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Grunur leikur á um stórfelld undanskot eigna og þjófnaði úr félaginu SS hús ehf. sem tekið var til gjaldþrotaskipta 10. janúar síðastliðinn. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Sigurður Kristinsson, sem átti félagið með bróður sínum og stjúpföður hefur stýrt því undanfarið. Sigurður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi frá Spáni en hann var handtekinn við komuna þaðan til landsins skömmu fyrir mánaðamót. Eiginkona Sigurðar liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni eftir að hafa fallið milli hæða á heimili þeirra hjóna í Malaga. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu undanskot eigna og óútskýrðar millifærslur af reikningum félagsins hlaupa á hundruðum milljóna. Þá er félagið einnig til rannsóknar hjá skattayfirvöldum meðal annars vegna mikilla vanskila á vörslusköttum. Málið mun hins vegar ekki komið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Bróðir Sigurðar tók við við stjórn fyrirtækisins af Sigurði um mitt síðasta ár og mun reksturinn þá hafa verið kominn í mikið óefni. Heiðar Ásberg Atlason, skiptastjóri félagsins, vildi ekki tjá sig efnislega um málið við Fréttablaðið en sagði gagnaöflun ekki lokið og að nokkrar vikur tæki að fá heildarmynd af rekstrinum. Tveimur mánuðum áður en félagið var lýst gjaldþrota var það dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 57 milljónir í skaðabætur vegna vinnuslyss en starfsmaðurinn féll niður 14 metra af vinnupalli við byggingu blokkar í Kópavogi og hlaut 55 prósent varanlega örorku. Félagið var umsvifamikið í byggingu blokka og annarra fasteigna í Kópavogi og samkvæmt síðasta ársreikningi félagsins, fyrir árið 2015, velti fyrirtækið yfir milljarði það ár og skilaði tæplega 19 milljónum í hagnað sem var þó rúmlega helmingi minna en árið á undan þegar hagnaðurinn nam rúmum 40 milljónum króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu hennar stóð að Sigurður hefði átt félagið með bróður sínum og föður. Það er ekki rétt, hið rétta að hann átti félagið með bróður sínum og stjúpföður. Þetta hefur nú verið leiðrétt og beðist er velvirðingar á mistökunum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingnum í Malaga sleppt úr haldi lögreglu Íslenskum karlmanni á fertugsaldri, sem Fréttablaðið greindi frá því í gær að hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni, hefur verið sleppt úr haldi. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. 20. janúar 2018 08:00 Handtekinn við heimkomu frá Málaga: Úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald Maður sem handtekinn var við heimkomu frá Málaga í liðinni viku og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í fimm daga. 2. febrúar 2018 15:03 Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Malaga Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar á Spáni grunaður um ofbeldisbrot gegn íslenskri eiginkonu sinni. Hún er alvarlega slösuð eftir fall fram af svölum. 19. janúar 2018 06:00 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Íslendingnum í Malaga sleppt úr haldi lögreglu Íslenskum karlmanni á fertugsaldri, sem Fréttablaðið greindi frá því í gær að hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni, hefur verið sleppt úr haldi. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. 20. janúar 2018 08:00
Handtekinn við heimkomu frá Málaga: Úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald Maður sem handtekinn var við heimkomu frá Málaga í liðinni viku og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í fimm daga. 2. febrúar 2018 15:03
Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Malaga Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar á Spáni grunaður um ofbeldisbrot gegn íslenskri eiginkonu sinni. Hún er alvarlega slösuð eftir fall fram af svölum. 19. janúar 2018 06:00