Grunur um skattalagabrot og þjófnað Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. febrúar 2018 05:00 SS hús er verktakafyrirtæki. vísir/pjetur Grunur leikur á um stórfelld undanskot eigna og þjófnaði úr félaginu SS hús ehf. sem tekið var til gjaldþrotaskipta 10. janúar síðastliðinn. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Sigurður Kristinsson, sem átti félagið með bróður sínum og stjúpföður hefur stýrt því undanfarið. Sigurður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi frá Spáni en hann var handtekinn við komuna þaðan til landsins skömmu fyrir mánaðamót. Eiginkona Sigurðar liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni eftir að hafa fallið milli hæða á heimili þeirra hjóna í Malaga. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu undanskot eigna og óútskýrðar millifærslur af reikningum félagsins hlaupa á hundruðum milljóna. Þá er félagið einnig til rannsóknar hjá skattayfirvöldum meðal annars vegna mikilla vanskila á vörslusköttum. Málið mun hins vegar ekki komið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Bróðir Sigurðar tók við við stjórn fyrirtækisins af Sigurði um mitt síðasta ár og mun reksturinn þá hafa verið kominn í mikið óefni. Heiðar Ásberg Atlason, skiptastjóri félagsins, vildi ekki tjá sig efnislega um málið við Fréttablaðið en sagði gagnaöflun ekki lokið og að nokkrar vikur tæki að fá heildarmynd af rekstrinum. Tveimur mánuðum áður en félagið var lýst gjaldþrota var það dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 57 milljónir í skaðabætur vegna vinnuslyss en starfsmaðurinn féll niður 14 metra af vinnupalli við byggingu blokkar í Kópavogi og hlaut 55 prósent varanlega örorku. Félagið var umsvifamikið í byggingu blokka og annarra fasteigna í Kópavogi og samkvæmt síðasta ársreikningi félagsins, fyrir árið 2015, velti fyrirtækið yfir milljarði það ár og skilaði tæplega 19 milljónum í hagnað sem var þó rúmlega helmingi minna en árið á undan þegar hagnaðurinn nam rúmum 40 milljónum króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu hennar stóð að Sigurður hefði átt félagið með bróður sínum og föður. Það er ekki rétt, hið rétta að hann átti félagið með bróður sínum og stjúpföður. Þetta hefur nú verið leiðrétt og beðist er velvirðingar á mistökunum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingnum í Malaga sleppt úr haldi lögreglu Íslenskum karlmanni á fertugsaldri, sem Fréttablaðið greindi frá því í gær að hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni, hefur verið sleppt úr haldi. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. 20. janúar 2018 08:00 Handtekinn við heimkomu frá Málaga: Úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald Maður sem handtekinn var við heimkomu frá Málaga í liðinni viku og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í fimm daga. 2. febrúar 2018 15:03 Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Malaga Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar á Spáni grunaður um ofbeldisbrot gegn íslenskri eiginkonu sinni. Hún er alvarlega slösuð eftir fall fram af svölum. 19. janúar 2018 06:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Grunur leikur á um stórfelld undanskot eigna og þjófnaði úr félaginu SS hús ehf. sem tekið var til gjaldþrotaskipta 10. janúar síðastliðinn. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Sigurður Kristinsson, sem átti félagið með bróður sínum og stjúpföður hefur stýrt því undanfarið. Sigurður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi frá Spáni en hann var handtekinn við komuna þaðan til landsins skömmu fyrir mánaðamót. Eiginkona Sigurðar liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni eftir að hafa fallið milli hæða á heimili þeirra hjóna í Malaga. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu undanskot eigna og óútskýrðar millifærslur af reikningum félagsins hlaupa á hundruðum milljóna. Þá er félagið einnig til rannsóknar hjá skattayfirvöldum meðal annars vegna mikilla vanskila á vörslusköttum. Málið mun hins vegar ekki komið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Bróðir Sigurðar tók við við stjórn fyrirtækisins af Sigurði um mitt síðasta ár og mun reksturinn þá hafa verið kominn í mikið óefni. Heiðar Ásberg Atlason, skiptastjóri félagsins, vildi ekki tjá sig efnislega um málið við Fréttablaðið en sagði gagnaöflun ekki lokið og að nokkrar vikur tæki að fá heildarmynd af rekstrinum. Tveimur mánuðum áður en félagið var lýst gjaldþrota var það dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 57 milljónir í skaðabætur vegna vinnuslyss en starfsmaðurinn féll niður 14 metra af vinnupalli við byggingu blokkar í Kópavogi og hlaut 55 prósent varanlega örorku. Félagið var umsvifamikið í byggingu blokka og annarra fasteigna í Kópavogi og samkvæmt síðasta ársreikningi félagsins, fyrir árið 2015, velti fyrirtækið yfir milljarði það ár og skilaði tæplega 19 milljónum í hagnað sem var þó rúmlega helmingi minna en árið á undan þegar hagnaðurinn nam rúmum 40 milljónum króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu hennar stóð að Sigurður hefði átt félagið með bróður sínum og föður. Það er ekki rétt, hið rétta að hann átti félagið með bróður sínum og stjúpföður. Þetta hefur nú verið leiðrétt og beðist er velvirðingar á mistökunum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingnum í Malaga sleppt úr haldi lögreglu Íslenskum karlmanni á fertugsaldri, sem Fréttablaðið greindi frá því í gær að hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni, hefur verið sleppt úr haldi. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. 20. janúar 2018 08:00 Handtekinn við heimkomu frá Málaga: Úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald Maður sem handtekinn var við heimkomu frá Málaga í liðinni viku og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í fimm daga. 2. febrúar 2018 15:03 Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Malaga Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar á Spáni grunaður um ofbeldisbrot gegn íslenskri eiginkonu sinni. Hún er alvarlega slösuð eftir fall fram af svölum. 19. janúar 2018 06:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Íslendingnum í Malaga sleppt úr haldi lögreglu Íslenskum karlmanni á fertugsaldri, sem Fréttablaðið greindi frá því í gær að hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni, hefur verið sleppt úr haldi. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. 20. janúar 2018 08:00
Handtekinn við heimkomu frá Málaga: Úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald Maður sem handtekinn var við heimkomu frá Málaga í liðinni viku og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í fimm daga. 2. febrúar 2018 15:03
Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Malaga Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar á Spáni grunaður um ofbeldisbrot gegn íslenskri eiginkonu sinni. Hún er alvarlega slösuð eftir fall fram af svölum. 19. janúar 2018 06:00