Sport

Er þessi eitt mesta hörkutólið á ÓL í Pyeongchang?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katie Ormerod.
Katie Ormerod. Vísir/Getty
Breska snjóbrettakonan Katie Ormerod ætlar ekki að láta neitt koma í veg fyrir að hún keppi á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang. Ekki einu sinni meiðsli á slæmum stað.

Katie Ormerod mun keppa á leiknum í Pyeongchang þrátt fyrir að hafa úlnliðsbrotnað á æfingu fyrir leikana.

Katie er tvítug og mun keppa á stökkpallinum (Slopestyle) og í háloftastökkunum (big air).

Hún meiddi sig á úlnliðnum við æfingar í Phoenix Park í Pyeongchang en er nú búin að finna sér spelku svo að hún geti keppt.





Þetta er ekki stórt brot í vinstri úlnlið hennar en sársaukafullt engu að síður. Það gæti líka síðan orðið mjög vont ef hún þarf að bera fyrir sig höndina.

Katie Ormerod er öflug snjóbrettakonan og hún ætlar sér stóra hluti. Ormerod varð fyrsti Bretinn til að vinna gull á heimsmeistaramóti á snjóbretti árið 2017 og náði líka í brons á stökkpallinum (Slopestyle) á síðustu X-leikum.

Undankeppninn á stökkpallinum er á sunnudaginn.

Katie Ormerod sýnir spelkuna sína á Snapchat.Snapchat/Katie Ormerod



Fleiri fréttir

Sjá meira


×