Sport

Rússarnir komast ekki inn á ÓL í gegnum bakdyrnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rússneskir gullverðlaunahafa frá ÓL í Sotsjí 2014 eru meðal þeirra sem mega ekki keppa á leikunum í Pyeongchang.
Rússneskir gullverðlaunahafa frá ÓL í Sotsjí 2014 eru meðal þeirra sem mega ekki keppa á leikunum í Pyeongchang. Vísir/Getty
Vetrarólympíuleikarnir í Pyeongchang í Suður Kóreu verða settir í hádeginu í dag en í nótt varð það loksins endanlega ljóst hversu margir rússneskir íþróttamenn fá að keppa á leikunum.

47 Rússar sem höfðu áfrýjað ákvörðun Alþjóðaólympíunefndarinnar um að útiloka þá frá vetrarólympíuleikunum í  varð þá ekkert ágengt í áfrýjun sinni.





Alþjóðaíþróttadómstólinn tók málið fyrir og vísaði því frá. Þar á bæ fannst mönnum Alþjóðaólympíunefndin ekki vera brjóta á íþróttafólkinu með banni sínu. Bannið sé sanngjarnt og ekki byggt á geðþótta, óréttlæti eða ójöfnuði.

Meðal þessara 47 voru 28 íþróttamenn sem Alþjóðaíþróttadómstólinn hafði létt af banni frá Ólympíuleikunum á dögunum vegna skorts á sönnunnargögnum um ólöglega lyfjanotkun þeirra. Sá dómur vakti upp mikil viðbrögð meðal þeirra sem berjast fyrir hreinum íþróttum.

169 Rússar munu engu að síður keppa á Ólympíuleikunum í Pyeongchang en þeir keppa undir fána Álþjóðaólympíunefndarinnar en ekki undir rússneska fánanum. Rússar eru enn í banni vegna skipulagðar lyfjamisnotkunnar þeirra í skjóli rússneska sambandsins og stjórnvalda á síðustu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×