Hefðbundin bankaþjónusta heyri brátt sögunni til Hersir Aron Ólafsson skrifar 9. febrúar 2018 20:00 Framundan eru miklar breytingar í fjármálaþjónustu að mati sérfræðings í fjártækni. Þannig mun vægi hefðbundinna bankastofnana minnka og heimabankinn verður líkari samfélagsmiðli. Nýrri Evrópulöggjöf er ætlað að opna fjármálamarkaðinn og auka réttindi neytenda. Löggjöfin, sem kölluð er PSD2, tekur gildi á þessu ári, en eitt stærsta atriðið í henni snýr að því að skikka banka og greiðslukortaveitur til að opna fyrir aðgang þriðju aðila að innlánareikningum hjá fjármálastofnunum. Hugmyndin er að einstaklingar geti með auðveldari hætti flutt gögn á milli og nýtt sér þjónustu margra aðila í einu. Þróunin hefur opnað á innkomu svokallaðra fjártæknifyrirtækja á markað, en meðal slíkra fyrirtækja hérlendis má nefna Framtíðina, Aur og Meniga. Georg Lúðvíksson forstjóri Meniga er talsmaður nýstofnaðra Samtaka fjártæknifyrirtækja. Hann segir þróunina opna möguleikann á langtum fjölbreyttari þjónustu en boðist hefur hingað til. „Þetta þýðir t.d. eins og fólk þekkir að leyfa einhverju appi að nálgast Facebook gögnin sín, á sama hátt áttu að geta leyft appi að nálgast bankagögnin þín og færslur – og ekki bara að nálgast gögnin heldur líka að millifæra fyrir þína hönd. Þetta býður upp á alls konar möguleika, t.d. að lítil sprotafyrirtæki geta reynt að verða aðal netbankinn þinn. Þetta þýðir líka að Íslandsbanki getur boðið upp á að bæta við bankareikningunum hjá Landsbankanum og Arion eða öfugt,“ segir Georg.Bless við bankann? AUR hefur undanfarið rekið auglýsingaherferð með slagorðinu „Segðu bless við bankann“. Fríða Jónsdóttir er ráðgjafi hjá Deloitte í London sem sérhæfir sig í fjártæknifyrirtækjum. Hún flutti erindi á morgunverðarfundi Fjármálaeftirlitsins um breytingar í fjármálageiranum í morgun. En telur Fríða að við séum í raun og veru að fara að kveðja hefðbundna banka? „Kannski ekki alveg, en við gætum verið að segja bless við banka lógó-ið, bankaímyndina,“ segir Fríða. Hún telur líklegt að þróunin verði svipuð og verið hefur í fluggeiranum. Þannig hafi fólk á árum áður farið inn á vefi tiltekinna félaga og bókað sér ferðir, en í dag notist flestir við leitarvélar á borð við Dohop og setji saman ódýrustu og hentugustu ferðina hverju sinni. „Það er eitthvað sem ég held að við getum farið að sjá meira, þessi öpp sem við förum inn á og veljum okkur lán eftir því hvað er ódýrast og hentugast. Okkur er þá ekki jafn mikils virði hvaða banki það er.“ Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Framundan eru miklar breytingar í fjármálaþjónustu að mati sérfræðings í fjártækni. Þannig mun vægi hefðbundinna bankastofnana minnka og heimabankinn verður líkari samfélagsmiðli. Nýrri Evrópulöggjöf er ætlað að opna fjármálamarkaðinn og auka réttindi neytenda. Löggjöfin, sem kölluð er PSD2, tekur gildi á þessu ári, en eitt stærsta atriðið í henni snýr að því að skikka banka og greiðslukortaveitur til að opna fyrir aðgang þriðju aðila að innlánareikningum hjá fjármálastofnunum. Hugmyndin er að einstaklingar geti með auðveldari hætti flutt gögn á milli og nýtt sér þjónustu margra aðila í einu. Þróunin hefur opnað á innkomu svokallaðra fjártæknifyrirtækja á markað, en meðal slíkra fyrirtækja hérlendis má nefna Framtíðina, Aur og Meniga. Georg Lúðvíksson forstjóri Meniga er talsmaður nýstofnaðra Samtaka fjártæknifyrirtækja. Hann segir þróunina opna möguleikann á langtum fjölbreyttari þjónustu en boðist hefur hingað til. „Þetta þýðir t.d. eins og fólk þekkir að leyfa einhverju appi að nálgast Facebook gögnin sín, á sama hátt áttu að geta leyft appi að nálgast bankagögnin þín og færslur – og ekki bara að nálgast gögnin heldur líka að millifæra fyrir þína hönd. Þetta býður upp á alls konar möguleika, t.d. að lítil sprotafyrirtæki geta reynt að verða aðal netbankinn þinn. Þetta þýðir líka að Íslandsbanki getur boðið upp á að bæta við bankareikningunum hjá Landsbankanum og Arion eða öfugt,“ segir Georg.Bless við bankann? AUR hefur undanfarið rekið auglýsingaherferð með slagorðinu „Segðu bless við bankann“. Fríða Jónsdóttir er ráðgjafi hjá Deloitte í London sem sérhæfir sig í fjártæknifyrirtækjum. Hún flutti erindi á morgunverðarfundi Fjármálaeftirlitsins um breytingar í fjármálageiranum í morgun. En telur Fríða að við séum í raun og veru að fara að kveðja hefðbundna banka? „Kannski ekki alveg, en við gætum verið að segja bless við banka lógó-ið, bankaímyndina,“ segir Fríða. Hún telur líklegt að þróunin verði svipuð og verið hefur í fluggeiranum. Þannig hafi fólk á árum áður farið inn á vefi tiltekinna félaga og bókað sér ferðir, en í dag notist flestir við leitarvélar á borð við Dohop og setji saman ódýrustu og hentugustu ferðina hverju sinni. „Það er eitthvað sem ég held að við getum farið að sjá meira, þessi öpp sem við förum inn á og veljum okkur lán eftir því hvað er ódýrast og hentugast. Okkur er þá ekki jafn mikils virði hvaða banki það er.“
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira