Hefðbundin bankaþjónusta heyri brátt sögunni til Hersir Aron Ólafsson skrifar 9. febrúar 2018 20:00 Framundan eru miklar breytingar í fjármálaþjónustu að mati sérfræðings í fjártækni. Þannig mun vægi hefðbundinna bankastofnana minnka og heimabankinn verður líkari samfélagsmiðli. Nýrri Evrópulöggjöf er ætlað að opna fjármálamarkaðinn og auka réttindi neytenda. Löggjöfin, sem kölluð er PSD2, tekur gildi á þessu ári, en eitt stærsta atriðið í henni snýr að því að skikka banka og greiðslukortaveitur til að opna fyrir aðgang þriðju aðila að innlánareikningum hjá fjármálastofnunum. Hugmyndin er að einstaklingar geti með auðveldari hætti flutt gögn á milli og nýtt sér þjónustu margra aðila í einu. Þróunin hefur opnað á innkomu svokallaðra fjártæknifyrirtækja á markað, en meðal slíkra fyrirtækja hérlendis má nefna Framtíðina, Aur og Meniga. Georg Lúðvíksson forstjóri Meniga er talsmaður nýstofnaðra Samtaka fjártæknifyrirtækja. Hann segir þróunina opna möguleikann á langtum fjölbreyttari þjónustu en boðist hefur hingað til. „Þetta þýðir t.d. eins og fólk þekkir að leyfa einhverju appi að nálgast Facebook gögnin sín, á sama hátt áttu að geta leyft appi að nálgast bankagögnin þín og færslur – og ekki bara að nálgast gögnin heldur líka að millifæra fyrir þína hönd. Þetta býður upp á alls konar möguleika, t.d. að lítil sprotafyrirtæki geta reynt að verða aðal netbankinn þinn. Þetta þýðir líka að Íslandsbanki getur boðið upp á að bæta við bankareikningunum hjá Landsbankanum og Arion eða öfugt,“ segir Georg.Bless við bankann? AUR hefur undanfarið rekið auglýsingaherferð með slagorðinu „Segðu bless við bankann“. Fríða Jónsdóttir er ráðgjafi hjá Deloitte í London sem sérhæfir sig í fjártæknifyrirtækjum. Hún flutti erindi á morgunverðarfundi Fjármálaeftirlitsins um breytingar í fjármálageiranum í morgun. En telur Fríða að við séum í raun og veru að fara að kveðja hefðbundna banka? „Kannski ekki alveg, en við gætum verið að segja bless við banka lógó-ið, bankaímyndina,“ segir Fríða. Hún telur líklegt að þróunin verði svipuð og verið hefur í fluggeiranum. Þannig hafi fólk á árum áður farið inn á vefi tiltekinna félaga og bókað sér ferðir, en í dag notist flestir við leitarvélar á borð við Dohop og setji saman ódýrustu og hentugustu ferðina hverju sinni. „Það er eitthvað sem ég held að við getum farið að sjá meira, þessi öpp sem við förum inn á og veljum okkur lán eftir því hvað er ódýrast og hentugast. Okkur er þá ekki jafn mikils virði hvaða banki það er.“ Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Framundan eru miklar breytingar í fjármálaþjónustu að mati sérfræðings í fjártækni. Þannig mun vægi hefðbundinna bankastofnana minnka og heimabankinn verður líkari samfélagsmiðli. Nýrri Evrópulöggjöf er ætlað að opna fjármálamarkaðinn og auka réttindi neytenda. Löggjöfin, sem kölluð er PSD2, tekur gildi á þessu ári, en eitt stærsta atriðið í henni snýr að því að skikka banka og greiðslukortaveitur til að opna fyrir aðgang þriðju aðila að innlánareikningum hjá fjármálastofnunum. Hugmyndin er að einstaklingar geti með auðveldari hætti flutt gögn á milli og nýtt sér þjónustu margra aðila í einu. Þróunin hefur opnað á innkomu svokallaðra fjártæknifyrirtækja á markað, en meðal slíkra fyrirtækja hérlendis má nefna Framtíðina, Aur og Meniga. Georg Lúðvíksson forstjóri Meniga er talsmaður nýstofnaðra Samtaka fjártæknifyrirtækja. Hann segir þróunina opna möguleikann á langtum fjölbreyttari þjónustu en boðist hefur hingað til. „Þetta þýðir t.d. eins og fólk þekkir að leyfa einhverju appi að nálgast Facebook gögnin sín, á sama hátt áttu að geta leyft appi að nálgast bankagögnin þín og færslur – og ekki bara að nálgast gögnin heldur líka að millifæra fyrir þína hönd. Þetta býður upp á alls konar möguleika, t.d. að lítil sprotafyrirtæki geta reynt að verða aðal netbankinn þinn. Þetta þýðir líka að Íslandsbanki getur boðið upp á að bæta við bankareikningunum hjá Landsbankanum og Arion eða öfugt,“ segir Georg.Bless við bankann? AUR hefur undanfarið rekið auglýsingaherferð með slagorðinu „Segðu bless við bankann“. Fríða Jónsdóttir er ráðgjafi hjá Deloitte í London sem sérhæfir sig í fjártæknifyrirtækjum. Hún flutti erindi á morgunverðarfundi Fjármálaeftirlitsins um breytingar í fjármálageiranum í morgun. En telur Fríða að við séum í raun og veru að fara að kveðja hefðbundna banka? „Kannski ekki alveg, en við gætum verið að segja bless við banka lógó-ið, bankaímyndina,“ segir Fríða. Hún telur líklegt að þróunin verði svipuð og verið hefur í fluggeiranum. Þannig hafi fólk á árum áður farið inn á vefi tiltekinna félaga og bókað sér ferðir, en í dag notist flestir við leitarvélar á borð við Dohop og setji saman ódýrustu og hentugustu ferðina hverju sinni. „Það er eitthvað sem ég held að við getum farið að sjá meira, þessi öpp sem við förum inn á og veljum okkur lán eftir því hvað er ódýrast og hentugast. Okkur er þá ekki jafn mikils virði hvaða banki það er.“
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira