Hefðbundin bankaþjónusta heyri brátt sögunni til Hersir Aron Ólafsson skrifar 9. febrúar 2018 20:00 Framundan eru miklar breytingar í fjármálaþjónustu að mati sérfræðings í fjártækni. Þannig mun vægi hefðbundinna bankastofnana minnka og heimabankinn verður líkari samfélagsmiðli. Nýrri Evrópulöggjöf er ætlað að opna fjármálamarkaðinn og auka réttindi neytenda. Löggjöfin, sem kölluð er PSD2, tekur gildi á þessu ári, en eitt stærsta atriðið í henni snýr að því að skikka banka og greiðslukortaveitur til að opna fyrir aðgang þriðju aðila að innlánareikningum hjá fjármálastofnunum. Hugmyndin er að einstaklingar geti með auðveldari hætti flutt gögn á milli og nýtt sér þjónustu margra aðila í einu. Þróunin hefur opnað á innkomu svokallaðra fjártæknifyrirtækja á markað, en meðal slíkra fyrirtækja hérlendis má nefna Framtíðina, Aur og Meniga. Georg Lúðvíksson forstjóri Meniga er talsmaður nýstofnaðra Samtaka fjártæknifyrirtækja. Hann segir þróunina opna möguleikann á langtum fjölbreyttari þjónustu en boðist hefur hingað til. „Þetta þýðir t.d. eins og fólk þekkir að leyfa einhverju appi að nálgast Facebook gögnin sín, á sama hátt áttu að geta leyft appi að nálgast bankagögnin þín og færslur – og ekki bara að nálgast gögnin heldur líka að millifæra fyrir þína hönd. Þetta býður upp á alls konar möguleika, t.d. að lítil sprotafyrirtæki geta reynt að verða aðal netbankinn þinn. Þetta þýðir líka að Íslandsbanki getur boðið upp á að bæta við bankareikningunum hjá Landsbankanum og Arion eða öfugt,“ segir Georg.Bless við bankann? AUR hefur undanfarið rekið auglýsingaherferð með slagorðinu „Segðu bless við bankann“. Fríða Jónsdóttir er ráðgjafi hjá Deloitte í London sem sérhæfir sig í fjártæknifyrirtækjum. Hún flutti erindi á morgunverðarfundi Fjármálaeftirlitsins um breytingar í fjármálageiranum í morgun. En telur Fríða að við séum í raun og veru að fara að kveðja hefðbundna banka? „Kannski ekki alveg, en við gætum verið að segja bless við banka lógó-ið, bankaímyndina,“ segir Fríða. Hún telur líklegt að þróunin verði svipuð og verið hefur í fluggeiranum. Þannig hafi fólk á árum áður farið inn á vefi tiltekinna félaga og bókað sér ferðir, en í dag notist flestir við leitarvélar á borð við Dohop og setji saman ódýrustu og hentugustu ferðina hverju sinni. „Það er eitthvað sem ég held að við getum farið að sjá meira, þessi öpp sem við förum inn á og veljum okkur lán eftir því hvað er ódýrast og hentugast. Okkur er þá ekki jafn mikils virði hvaða banki það er.“ Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Framundan eru miklar breytingar í fjármálaþjónustu að mati sérfræðings í fjártækni. Þannig mun vægi hefðbundinna bankastofnana minnka og heimabankinn verður líkari samfélagsmiðli. Nýrri Evrópulöggjöf er ætlað að opna fjármálamarkaðinn og auka réttindi neytenda. Löggjöfin, sem kölluð er PSD2, tekur gildi á þessu ári, en eitt stærsta atriðið í henni snýr að því að skikka banka og greiðslukortaveitur til að opna fyrir aðgang þriðju aðila að innlánareikningum hjá fjármálastofnunum. Hugmyndin er að einstaklingar geti með auðveldari hætti flutt gögn á milli og nýtt sér þjónustu margra aðila í einu. Þróunin hefur opnað á innkomu svokallaðra fjártæknifyrirtækja á markað, en meðal slíkra fyrirtækja hérlendis má nefna Framtíðina, Aur og Meniga. Georg Lúðvíksson forstjóri Meniga er talsmaður nýstofnaðra Samtaka fjártæknifyrirtækja. Hann segir þróunina opna möguleikann á langtum fjölbreyttari þjónustu en boðist hefur hingað til. „Þetta þýðir t.d. eins og fólk þekkir að leyfa einhverju appi að nálgast Facebook gögnin sín, á sama hátt áttu að geta leyft appi að nálgast bankagögnin þín og færslur – og ekki bara að nálgast gögnin heldur líka að millifæra fyrir þína hönd. Þetta býður upp á alls konar möguleika, t.d. að lítil sprotafyrirtæki geta reynt að verða aðal netbankinn þinn. Þetta þýðir líka að Íslandsbanki getur boðið upp á að bæta við bankareikningunum hjá Landsbankanum og Arion eða öfugt,“ segir Georg.Bless við bankann? AUR hefur undanfarið rekið auglýsingaherferð með slagorðinu „Segðu bless við bankann“. Fríða Jónsdóttir er ráðgjafi hjá Deloitte í London sem sérhæfir sig í fjártæknifyrirtækjum. Hún flutti erindi á morgunverðarfundi Fjármálaeftirlitsins um breytingar í fjármálageiranum í morgun. En telur Fríða að við séum í raun og veru að fara að kveðja hefðbundna banka? „Kannski ekki alveg, en við gætum verið að segja bless við banka lógó-ið, bankaímyndina,“ segir Fríða. Hún telur líklegt að þróunin verði svipuð og verið hefur í fluggeiranum. Þannig hafi fólk á árum áður farið inn á vefi tiltekinna félaga og bókað sér ferðir, en í dag notist flestir við leitarvélar á borð við Dohop og setji saman ódýrustu og hentugustu ferðina hverju sinni. „Það er eitthvað sem ég held að við getum farið að sjá meira, þessi öpp sem við förum inn á og veljum okkur lán eftir því hvað er ódýrast og hentugast. Okkur er þá ekki jafn mikils virði hvaða banki það er.“
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira