Sport

„Þetta er sterkt lið og við ætlum að láta á okkur reyna“

Telma Tómasson skrifar
Lið Top Reiter.
Lið Top Reiter. Stöð 2 Sport

Mikil spenna er fyrir upphafi keppnistímabilsins í hestaíþróttum sem hefst næstkomandi fimmtudag, 1. febrúar, með keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í Samskipahöllinni í Kópavogi.

Keppt er í átta greinum, liðin eru einnig átta og er hvert þeirra með fimm liðsmenn. Þrír þeirra keppa hverju sinni, en Meistaradeildin er bæði einstaklings – og liðakeppni.

Teitur Árnason fer fyrir liði Top Reiter í Meistaradeildinni. „Ég er mjög spenntur fyrir Meistaradeildinni, enda alltaf gaman þegar keppnistímabilið hefst. Persónulega er ég mjög vel hestaður og er spenntur að sjá hvernig þetta þróast hjá mér,“ segir Teitur spurður út í baráttuna sem framundan er á keppnisvellinum.

Tveir nýliðar eru í liði Top Reiter í ár, sem Teitur segir að séu sterkir knapar.

„Þetta eru stelpur sem eru gríðarlega keppnisreyndar og vita hvað þarf að gera til að ná árangri. Þær koma inn með hungrið og vilja til að sanna sig. Þær ætla að láta til sín taka og það smitar út frá sér. Þetta er sterkt lið og við ætlum að láta á okkur reyna, ekki spurning,“ segir Teitur í viðtali við fréttastofuna og má sjá kynningu á Top Reiter liðinu í meðfylgjandi myndskeiði.

Meistaradeildin er ein sterkasta keppni sem fram fer í hestaíþróttum í Íslandshestaheiminum og er ómissandi fyrir alla áhugamenn um hesta að fylgjast með.

Keppnin er sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og unnt er að tryggja sér áskrift á 365.is/bestasaetid.

Einnig er unnt að fylgjast með á netinu á oz.com/meistaradeildin.


Tengdar fréttir

Við ætlum að gera betur

"Við erum býsna sterk en gerum vonandi betur en síðast,“ segir Sigurður Sigurðarson, liðsstjóri fyrsta liðsins sem kynnt er til leiks í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, lið Oddhóls/Þjóðólfshaga, en það má skoða í meðfylgjandi myndskeiði.

Hestamennska tekst öll á loft

Sigurður Vignir Matthíasson, liðsstjóri Ganghesta/Margrétarhofs/Equitec, segir að mikil spenna liggi í loftinu fyrir því að Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum hefjist. "Það eru allir á fullu að æfa, enda er mikill áhugi á Meistaradeildinni,“ segir Sigurður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.