Konur fá ekki séns á klárunum Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. janúar 2018 23:30 vísir/getty Fjórtán ára löng rannsókn háskólans í Liverpool sannar að konur og karlar eru jafngóð á hestbaki þegar kemur að veðreiðum sem er risastór íþrótt á Bretlandseyjum. BBC greinir frá. Þrátt fyrir þetta hreinlega vilja flestir þjálfarar sem ala upp knapa og temja hesta ekki notast við stelpur. Fram kemur í þessari ítarlegu rannsókn að séu gæði hestsins tekin inn í formúluna munar litlu sem engu á körlum og konum. Konur eru handhafar aðeins 11,3 prósent leyfa sem gera knöpum kleift að keppa í veðreiðum á Bretlandseyjum þannig ójöfnuðurinn er mikill. „Það eru þjálfarar sem vilja einfaldlega ekki nota kvenkyns knapa,“ segir knapinn Gemma Tutty sem hefur keppt 600 sinnum í veiðreiðum og á 50 sigra að baki. „Áður en við fáum tækifæri til að ríða út erum við í erfiðum málum því það eru færri þjálfarar sem vilja nota okkur. Vonandi mun þessi rannsókn fá fleiri þjálfara til að gefa konum tækifæri á baki.“ Í rannsókninni voru 1,25 milljón einstaka ferðir knapa skoðaðar og aðeins í 5,2 prósent þeirra voru konur á baki. Þrátt fyrir það voru konur 42 prósent allra starfsmanna í hesthúsum á Bretlandi árið 2010. Í mars á síðasta ári fengu konur tveggja kílógramma forgjöf í sumum veðreiðum sem varð til þess að fjöldi kvenna tvöfaldaðist og sigrum þeirra fjölgaði um 165 prósent. Breska veðreiðasambandið hefur sagst ætla að fara yfir þessi mál til að jafna hlut karla og kvenna í íþróttinni. Hestar Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sjá meira
Fjórtán ára löng rannsókn háskólans í Liverpool sannar að konur og karlar eru jafngóð á hestbaki þegar kemur að veðreiðum sem er risastór íþrótt á Bretlandseyjum. BBC greinir frá. Þrátt fyrir þetta hreinlega vilja flestir þjálfarar sem ala upp knapa og temja hesta ekki notast við stelpur. Fram kemur í þessari ítarlegu rannsókn að séu gæði hestsins tekin inn í formúluna munar litlu sem engu á körlum og konum. Konur eru handhafar aðeins 11,3 prósent leyfa sem gera knöpum kleift að keppa í veðreiðum á Bretlandseyjum þannig ójöfnuðurinn er mikill. „Það eru þjálfarar sem vilja einfaldlega ekki nota kvenkyns knapa,“ segir knapinn Gemma Tutty sem hefur keppt 600 sinnum í veiðreiðum og á 50 sigra að baki. „Áður en við fáum tækifæri til að ríða út erum við í erfiðum málum því það eru færri þjálfarar sem vilja nota okkur. Vonandi mun þessi rannsókn fá fleiri þjálfara til að gefa konum tækifæri á baki.“ Í rannsókninni voru 1,25 milljón einstaka ferðir knapa skoðaðar og aðeins í 5,2 prósent þeirra voru konur á baki. Þrátt fyrir það voru konur 42 prósent allra starfsmanna í hesthúsum á Bretlandi árið 2010. Í mars á síðasta ári fengu konur tveggja kílógramma forgjöf í sumum veðreiðum sem varð til þess að fjöldi kvenna tvöfaldaðist og sigrum þeirra fjölgaði um 165 prósent. Breska veðreiðasambandið hefur sagst ætla að fara yfir þessi mál til að jafna hlut karla og kvenna í íþróttinni.
Hestar Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sjá meira