Deilt um hegðun hjólreiðamanns í hringtorgi í Hafnarfirði Birgir Olgeirsson skrifar 31. janúar 2018 13:45 Skjáskot úr myndbandi sem ökukennarinn birti á Facebook. Facebook Jón Hannes Kristjánsson ökukennari hefur birt myndband af hjólreiðamanni í hringtorgi í Hafnarfirði sem er sagður hafa farið fremur ógætilega þar um. Miklar umræður hafa skapast í þræði við myndbandið þar sem menn eru ekki sammála um að hjólreiðamaðurinn hafi farið ógætilega um. Sumir segja að hann hefði mátt taka betur tillit til ökumanna í kringum sig á meðan aðrir segja að hátterni hans útiloki ekki varúðarskyldu ökumanna.Jón, sem einnig er sérfræðingur í ökutækjatjónum, segir þetta atvik hafa átt sér stað um klukkan fimm síðdegis í gær þar sem hjólreiðamaðurinn fór inn á Kaplakrikahringtorgið svokallaða við Flatar- og Fjarðarhraun í Hafnarfirði. Jón segir hjólreiðamanninn hafa farið af ytri akrein á hringtorginu í veg fyrir bíl á innri akrein. Hjólreiðamaðurinn hélt svo för sinni áfram en Jón segir að svo virðist vera sem að hjólreiðamaðurinn hafi verið á mörkum innri og ytri akreina hringtorgsins þegar ökumaður sem var að koma úr Flatarhrauninu ók nærri því á hann. „Ökumaðurinn svínar á hjólreiðamanninn því hann hefur örugglega haldið að hann væri á innri akreininni,“ segir Jón. Jón segir þetta hringtorg eitt af því erfiðustu á landinu, ásamt hringtorginu á Lækjargötu í Hafnarfirði. „Við Hafnfirðingar búum svo vel að eiga tvö erfiðustu hringtorg landsins,“ segir Jón. Hann segir ekkert banna hjólreiðamönnum að vera á hringtorgum en þeir þurfi að hlíta þeim reglum sem þar eru í gildi. Líkt og fyrr segir hefur mikil umræða hefur skapast í þræði við myndbandið sem Jón birti á Facebook en þar bendir einn á að hjólreiðamaðurinn hafi mögulega verið full ragur við að taka ríkjandi stöðu á akreininni, en að öðru leyti sé hann í fullum rétti og löglegur. Segir sá sem á þetta bendir jafnframt að ökumaður Skoda-bifreiðarinnar í upphafi myndbandsins gefi stefnuljós eftir að hjólreiðamaðurinn er farinn framhjá, og því hafði hjólreiðamaðurinn engar forsendur til að halda að ökumaður Skoda-bifreiðarinnar ætlaði að beygja þar út. Hann segir seinni ökumanninn hafa ekið of hratt framhjá biðskyldu og í engum rétti. Segir sá sem á þetta bendir jafnframt að ef um bíl væri að ræða en ekki hjóleiðamann væri enginn að hugsa um annað en að sá bíll væri í fullkomnum rétt en hinir ekki. Ásbjörn Ólafsson, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna, segir að vissulega sé hjólreiðamönnum sagt að halda sig á hægri akrein, sem hjólreiðamaðurinn gerir ekki, og vissulega eigi allir að sýna tillitssemi, en hann segir viðhorf ökukennarans í garð hjólreiðamannsins því miður lýsandi fyrir of marga. Þó svo að hjólreiðamaðurinn hafi mögulega farið ógætilega um og ekki haldið sig á hægri akrein líkt og beint sé til hjólreiðamanna, þá losi það ekki aðra ökumenn undan almennri varúðarskyldu. Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Jón Hannes Kristjánsson ökukennari hefur birt myndband af hjólreiðamanni í hringtorgi í Hafnarfirði sem er sagður hafa farið fremur ógætilega þar um. Miklar umræður hafa skapast í þræði við myndbandið þar sem menn eru ekki sammála um að hjólreiðamaðurinn hafi farið ógætilega um. Sumir segja að hann hefði mátt taka betur tillit til ökumanna í kringum sig á meðan aðrir segja að hátterni hans útiloki ekki varúðarskyldu ökumanna.Jón, sem einnig er sérfræðingur í ökutækjatjónum, segir þetta atvik hafa átt sér stað um klukkan fimm síðdegis í gær þar sem hjólreiðamaðurinn fór inn á Kaplakrikahringtorgið svokallaða við Flatar- og Fjarðarhraun í Hafnarfirði. Jón segir hjólreiðamanninn hafa farið af ytri akrein á hringtorginu í veg fyrir bíl á innri akrein. Hjólreiðamaðurinn hélt svo för sinni áfram en Jón segir að svo virðist vera sem að hjólreiðamaðurinn hafi verið á mörkum innri og ytri akreina hringtorgsins þegar ökumaður sem var að koma úr Flatarhrauninu ók nærri því á hann. „Ökumaðurinn svínar á hjólreiðamanninn því hann hefur örugglega haldið að hann væri á innri akreininni,“ segir Jón. Jón segir þetta hringtorg eitt af því erfiðustu á landinu, ásamt hringtorginu á Lækjargötu í Hafnarfirði. „Við Hafnfirðingar búum svo vel að eiga tvö erfiðustu hringtorg landsins,“ segir Jón. Hann segir ekkert banna hjólreiðamönnum að vera á hringtorgum en þeir þurfi að hlíta þeim reglum sem þar eru í gildi. Líkt og fyrr segir hefur mikil umræða hefur skapast í þræði við myndbandið sem Jón birti á Facebook en þar bendir einn á að hjólreiðamaðurinn hafi mögulega verið full ragur við að taka ríkjandi stöðu á akreininni, en að öðru leyti sé hann í fullum rétti og löglegur. Segir sá sem á þetta bendir jafnframt að ökumaður Skoda-bifreiðarinnar í upphafi myndbandsins gefi stefnuljós eftir að hjólreiðamaðurinn er farinn framhjá, og því hafði hjólreiðamaðurinn engar forsendur til að halda að ökumaður Skoda-bifreiðarinnar ætlaði að beygja þar út. Hann segir seinni ökumanninn hafa ekið of hratt framhjá biðskyldu og í engum rétti. Segir sá sem á þetta bendir jafnframt að ef um bíl væri að ræða en ekki hjóleiðamann væri enginn að hugsa um annað en að sá bíll væri í fullkomnum rétt en hinir ekki. Ásbjörn Ólafsson, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna, segir að vissulega sé hjólreiðamönnum sagt að halda sig á hægri akrein, sem hjólreiðamaðurinn gerir ekki, og vissulega eigi allir að sýna tillitssemi, en hann segir viðhorf ökukennarans í garð hjólreiðamannsins því miður lýsandi fyrir of marga. Þó svo að hjólreiðamaðurinn hafi mögulega farið ógætilega um og ekki haldið sig á hægri akrein líkt og beint sé til hjólreiðamanna, þá losi það ekki aðra ökumenn undan almennri varúðarskyldu.
Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira