„Ég er bara hérna til skrauts“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 31. janúar 2018 20:00 Samhjálp fagnaði 45 ára afmæli félagsins á kaffistofunni í Borgartúni í dag. Fullt var út úr dyrum í samkvæminu, en embættismenn stóðu vaktina í eldhúsinu. Starf Samhjálpar hófst í bílskúr á Sogavegi árið 1973. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, en í dag rekur Samhjálp fjögur áfanga- og stuðningsheimili, býður upp á meðferðarúrræði vegna áfengis- og vímuefnavanda og fæðir fjölda Íslendinga í morgnana og í hádeginu á kaffistofu sinni við Borgartún. Í tilefni dagsins voru hins vegar nýliðar í eldhúsinu, borgarstjóri, velferðarráðherra og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. „Þetta eru örugglega svona smá tilbreyting, en þeir sem standa hérna vaktina á hverjum degi, það eru þeir sem eiga hrós og þakklæti skilið. Ég er bara hérna til skrauts,“ segir Guðni.67 þúsund máltíðir á ári „Við finnum gríðarlegan velvilja í samfélaginu til starfsins og það er það sem hjálpar okkur að geta rekið starfið. Kaffistofan með 67 þúsund máltíðir á ári, hátt í 200 á dag,“ segir Vörður Leví Traustason, framkvæmdastjóri Samhjálpar. Menntaður kokkur og fjöldi sjálfboðaliða standa vaktina í Borgartúninu á hverjum degi. Vörður segir ekki veita af, enda fari því fjarri að aðsóknin hafi minnkað þrátt fyrir uppgang í efnahagslífinu. Skjólstæðingarnir séu fjölmargir og treysti á að hjálpin sé alltaf til staðar. „Við lokum aldrei, það er alltaf opið alla daga, jól og páska. Það þurfa allir að borða hvort sem það eru jól eða venjulegir dagar.“ Gestirnir í dag voru jafnvel fleiri en venjulega, en meirihlutinn samanstóð þó af fastagestum á kaffistofunni. Ein þeirra var píanóleikarinn Guðrún Bjarnadóttir, sem hefur borðað reglulega í Borgartúninu um nokkurra ára skeið. „Ég er búin að koma mikið. Ég missti allt, lenti í miklu slysi, þurfti að hætta að kenna píanó og allt svo ég er hér,“ segir Guðrún. Er alltaf jafn gott að borða hjá þeim?„Hérna? Kommon, kannski ekki alltaf, en já yfirleitt.“ Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Samhjálp fagnaði 45 ára afmæli félagsins á kaffistofunni í Borgartúni í dag. Fullt var út úr dyrum í samkvæminu, en embættismenn stóðu vaktina í eldhúsinu. Starf Samhjálpar hófst í bílskúr á Sogavegi árið 1973. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, en í dag rekur Samhjálp fjögur áfanga- og stuðningsheimili, býður upp á meðferðarúrræði vegna áfengis- og vímuefnavanda og fæðir fjölda Íslendinga í morgnana og í hádeginu á kaffistofu sinni við Borgartún. Í tilefni dagsins voru hins vegar nýliðar í eldhúsinu, borgarstjóri, velferðarráðherra og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. „Þetta eru örugglega svona smá tilbreyting, en þeir sem standa hérna vaktina á hverjum degi, það eru þeir sem eiga hrós og þakklæti skilið. Ég er bara hérna til skrauts,“ segir Guðni.67 þúsund máltíðir á ári „Við finnum gríðarlegan velvilja í samfélaginu til starfsins og það er það sem hjálpar okkur að geta rekið starfið. Kaffistofan með 67 þúsund máltíðir á ári, hátt í 200 á dag,“ segir Vörður Leví Traustason, framkvæmdastjóri Samhjálpar. Menntaður kokkur og fjöldi sjálfboðaliða standa vaktina í Borgartúninu á hverjum degi. Vörður segir ekki veita af, enda fari því fjarri að aðsóknin hafi minnkað þrátt fyrir uppgang í efnahagslífinu. Skjólstæðingarnir séu fjölmargir og treysti á að hjálpin sé alltaf til staðar. „Við lokum aldrei, það er alltaf opið alla daga, jól og páska. Það þurfa allir að borða hvort sem það eru jól eða venjulegir dagar.“ Gestirnir í dag voru jafnvel fleiri en venjulega, en meirihlutinn samanstóð þó af fastagestum á kaffistofunni. Ein þeirra var píanóleikarinn Guðrún Bjarnadóttir, sem hefur borðað reglulega í Borgartúninu um nokkurra ára skeið. „Ég er búin að koma mikið. Ég missti allt, lenti í miklu slysi, þurfti að hætta að kenna píanó og allt svo ég er hér,“ segir Guðrún. Er alltaf jafn gott að borða hjá þeim?„Hérna? Kommon, kannski ekki alltaf, en já yfirleitt.“
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira