Rík ástæða til að búa sig undir nýja persónuverndarlöggjöf Hersir Aron Ólafsson skrifar 13. janúar 2018 20:00 Smærri fyrirtæki þurfa að bretta upp ermar og búa sig undir breytta tíma í persónuvernd. Ný persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi í vor mun hafa gríðarlega mikil áhrif á alla sem vinna persónuupplýsingar. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að margir sýsli með slíkar upplýsingar án þess að átta sig á því. Löggjöfin, sem tekur gildi í maí, er einhver sú umfangsmesta sem Evrópusambandið hefur gefið frá sér um árabil. Hún telur alls 99 greinar og gjörbreytir umhverfi fjölmargra aðila sem sýsla með persónuupplýsingar. Forstjóri Persónuverndar segir að stjórnvöld og stærri fyrirtæki hérlendis virðist í heildina litið nokkuð vel búin undir það sem koma skal. „Síðan er það spurningin um smærri aðila. Það sem er að varast í því er að smáir aðilar á borð við einkafyrirtæki geta sum hver verið með umfangsmikla vinnslu persónuupplýsinga undir. Ég myndi beina þeim alvarlegu tilmælum til þeirra aðila að fara að bretta upp ermar ef þeir eru ekki þegar búnir að því,“ segir Helga. Helga bendir á að persónuupplýsingar í skilningi reglnanna séu afar víðtækt hugtak. „Nafn, heimili, kennitala, símanúmer, bílnúmer. Þetta er það hefðbundna og svo bætist við þetta nýja umhverfi sem tæknibyltingin er að færa okkur.“Facebook gleymir engu Þannig geti það eitt að halda bók yfir innhringd símtöl á skrifstofu talist vinnsla persónuupplýsinga, enda sýslað með nöfn, símanúmer og svo framvegis. Helga bendir þó á að mikilvægust sé sú mikla réttindaaukning sem almenningi er færð. Hún segir fólk oft lítið meðvitað um það í hve miklum mæli upplýsingar þess eru notaðar. „Fólk heldur að það sé bara að tala við fjölskyldu og vini, en áttar sig ekki á því að það er að veita stórfyrirtæki í Bandaríkjunum aðgang að öllu sem það setur þarna inn,“ bendir Helga á. Helga segir aðalatriðið vera að enginn megi vinna upplýsingar án þess að hafa til þess skýra heimild. Mikilvægt sé því að fyrirtæki skoði sín mál og athugi hvort svo sé í öllum tilfellum, enda geta afleiðingar brota verið alvarlegar. Þannig er persónuverndaryfirvöldum veittar stórauknar sektarheimildir og geta þau fyrir alvarleg brot sektað fyrirtæki um allt að 20 milljón evrur eða 4% af árlegri heildarveltu á heimsvísu, hvort heldur er hærra. „Umfangsmikil vinnsla persónuupplýsinga, þeir sem vinna viðkvæmar persónuupplýsingar eða þeir sem eru að taka nýja tækni í notkun – allir þessir aðilar þurfa algjörlega að vera vissir um að þeir séu að starfa innan heimildar. Þetta eru þeir aðilar sem má gefa sér að athygli Persónuverndar muni beinast að,“ segir Helga að lokum. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Smærri fyrirtæki þurfa að bretta upp ermar og búa sig undir breytta tíma í persónuvernd. Ný persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi í vor mun hafa gríðarlega mikil áhrif á alla sem vinna persónuupplýsingar. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að margir sýsli með slíkar upplýsingar án þess að átta sig á því. Löggjöfin, sem tekur gildi í maí, er einhver sú umfangsmesta sem Evrópusambandið hefur gefið frá sér um árabil. Hún telur alls 99 greinar og gjörbreytir umhverfi fjölmargra aðila sem sýsla með persónuupplýsingar. Forstjóri Persónuverndar segir að stjórnvöld og stærri fyrirtæki hérlendis virðist í heildina litið nokkuð vel búin undir það sem koma skal. „Síðan er það spurningin um smærri aðila. Það sem er að varast í því er að smáir aðilar á borð við einkafyrirtæki geta sum hver verið með umfangsmikla vinnslu persónuupplýsinga undir. Ég myndi beina þeim alvarlegu tilmælum til þeirra aðila að fara að bretta upp ermar ef þeir eru ekki þegar búnir að því,“ segir Helga. Helga bendir á að persónuupplýsingar í skilningi reglnanna séu afar víðtækt hugtak. „Nafn, heimili, kennitala, símanúmer, bílnúmer. Þetta er það hefðbundna og svo bætist við þetta nýja umhverfi sem tæknibyltingin er að færa okkur.“Facebook gleymir engu Þannig geti það eitt að halda bók yfir innhringd símtöl á skrifstofu talist vinnsla persónuupplýsinga, enda sýslað með nöfn, símanúmer og svo framvegis. Helga bendir þó á að mikilvægust sé sú mikla réttindaaukning sem almenningi er færð. Hún segir fólk oft lítið meðvitað um það í hve miklum mæli upplýsingar þess eru notaðar. „Fólk heldur að það sé bara að tala við fjölskyldu og vini, en áttar sig ekki á því að það er að veita stórfyrirtæki í Bandaríkjunum aðgang að öllu sem það setur þarna inn,“ bendir Helga á. Helga segir aðalatriðið vera að enginn megi vinna upplýsingar án þess að hafa til þess skýra heimild. Mikilvægt sé því að fyrirtæki skoði sín mál og athugi hvort svo sé í öllum tilfellum, enda geta afleiðingar brota verið alvarlegar. Þannig er persónuverndaryfirvöldum veittar stórauknar sektarheimildir og geta þau fyrir alvarleg brot sektað fyrirtæki um allt að 20 milljón evrur eða 4% af árlegri heildarveltu á heimsvísu, hvort heldur er hærra. „Umfangsmikil vinnsla persónuupplýsinga, þeir sem vinna viðkvæmar persónuupplýsingar eða þeir sem eru að taka nýja tækni í notkun – allir þessir aðilar þurfa algjörlega að vera vissir um að þeir séu að starfa innan heimildar. Þetta eru þeir aðilar sem má gefa sér að athygli Persónuverndar muni beinast að,“ segir Helga að lokum.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira