Rík ástæða til að búa sig undir nýja persónuverndarlöggjöf Hersir Aron Ólafsson skrifar 13. janúar 2018 20:00 Smærri fyrirtæki þurfa að bretta upp ermar og búa sig undir breytta tíma í persónuvernd. Ný persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi í vor mun hafa gríðarlega mikil áhrif á alla sem vinna persónuupplýsingar. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að margir sýsli með slíkar upplýsingar án þess að átta sig á því. Löggjöfin, sem tekur gildi í maí, er einhver sú umfangsmesta sem Evrópusambandið hefur gefið frá sér um árabil. Hún telur alls 99 greinar og gjörbreytir umhverfi fjölmargra aðila sem sýsla með persónuupplýsingar. Forstjóri Persónuverndar segir að stjórnvöld og stærri fyrirtæki hérlendis virðist í heildina litið nokkuð vel búin undir það sem koma skal. „Síðan er það spurningin um smærri aðila. Það sem er að varast í því er að smáir aðilar á borð við einkafyrirtæki geta sum hver verið með umfangsmikla vinnslu persónuupplýsinga undir. Ég myndi beina þeim alvarlegu tilmælum til þeirra aðila að fara að bretta upp ermar ef þeir eru ekki þegar búnir að því,“ segir Helga. Helga bendir á að persónuupplýsingar í skilningi reglnanna séu afar víðtækt hugtak. „Nafn, heimili, kennitala, símanúmer, bílnúmer. Þetta er það hefðbundna og svo bætist við þetta nýja umhverfi sem tæknibyltingin er að færa okkur.“Facebook gleymir engu Þannig geti það eitt að halda bók yfir innhringd símtöl á skrifstofu talist vinnsla persónuupplýsinga, enda sýslað með nöfn, símanúmer og svo framvegis. Helga bendir þó á að mikilvægust sé sú mikla réttindaaukning sem almenningi er færð. Hún segir fólk oft lítið meðvitað um það í hve miklum mæli upplýsingar þess eru notaðar. „Fólk heldur að það sé bara að tala við fjölskyldu og vini, en áttar sig ekki á því að það er að veita stórfyrirtæki í Bandaríkjunum aðgang að öllu sem það setur þarna inn,“ bendir Helga á. Helga segir aðalatriðið vera að enginn megi vinna upplýsingar án þess að hafa til þess skýra heimild. Mikilvægt sé því að fyrirtæki skoði sín mál og athugi hvort svo sé í öllum tilfellum, enda geta afleiðingar brota verið alvarlegar. Þannig er persónuverndaryfirvöldum veittar stórauknar sektarheimildir og geta þau fyrir alvarleg brot sektað fyrirtæki um allt að 20 milljón evrur eða 4% af árlegri heildarveltu á heimsvísu, hvort heldur er hærra. „Umfangsmikil vinnsla persónuupplýsinga, þeir sem vinna viðkvæmar persónuupplýsingar eða þeir sem eru að taka nýja tækni í notkun – allir þessir aðilar þurfa algjörlega að vera vissir um að þeir séu að starfa innan heimildar. Þetta eru þeir aðilar sem má gefa sér að athygli Persónuverndar muni beinast að,“ segir Helga að lokum. Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira
Smærri fyrirtæki þurfa að bretta upp ermar og búa sig undir breytta tíma í persónuvernd. Ný persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi í vor mun hafa gríðarlega mikil áhrif á alla sem vinna persónuupplýsingar. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að margir sýsli með slíkar upplýsingar án þess að átta sig á því. Löggjöfin, sem tekur gildi í maí, er einhver sú umfangsmesta sem Evrópusambandið hefur gefið frá sér um árabil. Hún telur alls 99 greinar og gjörbreytir umhverfi fjölmargra aðila sem sýsla með persónuupplýsingar. Forstjóri Persónuverndar segir að stjórnvöld og stærri fyrirtæki hérlendis virðist í heildina litið nokkuð vel búin undir það sem koma skal. „Síðan er það spurningin um smærri aðila. Það sem er að varast í því er að smáir aðilar á borð við einkafyrirtæki geta sum hver verið með umfangsmikla vinnslu persónuupplýsinga undir. Ég myndi beina þeim alvarlegu tilmælum til þeirra aðila að fara að bretta upp ermar ef þeir eru ekki þegar búnir að því,“ segir Helga. Helga bendir á að persónuupplýsingar í skilningi reglnanna séu afar víðtækt hugtak. „Nafn, heimili, kennitala, símanúmer, bílnúmer. Þetta er það hefðbundna og svo bætist við þetta nýja umhverfi sem tæknibyltingin er að færa okkur.“Facebook gleymir engu Þannig geti það eitt að halda bók yfir innhringd símtöl á skrifstofu talist vinnsla persónuupplýsinga, enda sýslað með nöfn, símanúmer og svo framvegis. Helga bendir þó á að mikilvægust sé sú mikla réttindaaukning sem almenningi er færð. Hún segir fólk oft lítið meðvitað um það í hve miklum mæli upplýsingar þess eru notaðar. „Fólk heldur að það sé bara að tala við fjölskyldu og vini, en áttar sig ekki á því að það er að veita stórfyrirtæki í Bandaríkjunum aðgang að öllu sem það setur þarna inn,“ bendir Helga á. Helga segir aðalatriðið vera að enginn megi vinna upplýsingar án þess að hafa til þess skýra heimild. Mikilvægt sé því að fyrirtæki skoði sín mál og athugi hvort svo sé í öllum tilfellum, enda geta afleiðingar brota verið alvarlegar. Þannig er persónuverndaryfirvöldum veittar stórauknar sektarheimildir og geta þau fyrir alvarleg brot sektað fyrirtæki um allt að 20 milljón evrur eða 4% af árlegri heildarveltu á heimsvísu, hvort heldur er hærra. „Umfangsmikil vinnsla persónuupplýsinga, þeir sem vinna viðkvæmar persónuupplýsingar eða þeir sem eru að taka nýja tækni í notkun – allir þessir aðilar þurfa algjörlega að vera vissir um að þeir séu að starfa innan heimildar. Þetta eru þeir aðilar sem má gefa sér að athygli Persónuverndar muni beinast að,“ segir Helga að lokum.
Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira