Hætt að synda erlendis en fer samt fyrir hönd Íslands til Buenos Aires Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2018 16:00 Ingibjörg Kristín Jónsdóttir. Mynd/Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands Ísland mun eiga fulltrúa í hópi ungra áhrifavalda á Ólympíuleikum ungmenna sem fara fram í október í ár. Ísland er ein af 120 löndum sem fá að tilnefna slíkan aðila. Fulltrúi Íslands í ár verður sundkonan Ingibjörg Kristín Jónsdóttir sem á dögunum tilkynnti það ásamt Hrafnhildur Lúthersdóttur, kollega sínum úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, að hún væri hætt keppni á stórmótum erlendis. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni í dag. Ingibjörg Kristín er margreynd keppniskona í sundi og á meðal annars ríkjandi Íslandsmet í 50 metra baksundi. Ingibjörg Kristín hefur keppt á fjölmörgum stórmótum, meðal annars keppti hún á fyrstu Ólympíuleikum Ungmenna sem fram fóru í Singapore árið 2010. Ungu áhrifavaldarnir þurfa að vera á aldrinum 18 til 25 ára og þeirra hlutverk á leikunum verður m.a. að halda utan um fræðslu og félagslega þætti í kringum keppendur. Eiga þeir að miðla af reynslu sinni og skila jákvæðum áhrifum áfram til næstu kynslóðar íþróttamanna. Ungu áhrifavaldarnir tilheyra þátttakendahóp síns lands og búa í Ólympíuþorpinu. Þeir sem sinna hlutverkinu taka þátt í störfum fararstjórnar og aðstoða hópinn eftir föngum. Ólympíuleikar ungmenna eru ætlaðir fyrir ungt afreksfólk í íþróttum á aldrinum 14 til 18 ára. Keppt er í mörgum greinum og skiptast leikarnir í sumarleika og vetrarleika eins og Ólympíuleikar fullorðinna. Hugmyndina á Jacues Rogge forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar og var hún kynnt til sögunnar árið 2001. Árið 2007 var ákveðið að koma á fót Ólympíuleikum ungmenna og fóru fyrstu sumarleikarnir fram árið 2010 í Singapore og 2014 fóru sumarleikarnir fram í Nanjing í Kína. Ólympíuleikar Sund Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Ísland mun eiga fulltrúa í hópi ungra áhrifavalda á Ólympíuleikum ungmenna sem fara fram í október í ár. Ísland er ein af 120 löndum sem fá að tilnefna slíkan aðila. Fulltrúi Íslands í ár verður sundkonan Ingibjörg Kristín Jónsdóttir sem á dögunum tilkynnti það ásamt Hrafnhildur Lúthersdóttur, kollega sínum úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, að hún væri hætt keppni á stórmótum erlendis. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni í dag. Ingibjörg Kristín er margreynd keppniskona í sundi og á meðal annars ríkjandi Íslandsmet í 50 metra baksundi. Ingibjörg Kristín hefur keppt á fjölmörgum stórmótum, meðal annars keppti hún á fyrstu Ólympíuleikum Ungmenna sem fram fóru í Singapore árið 2010. Ungu áhrifavaldarnir þurfa að vera á aldrinum 18 til 25 ára og þeirra hlutverk á leikunum verður m.a. að halda utan um fræðslu og félagslega þætti í kringum keppendur. Eiga þeir að miðla af reynslu sinni og skila jákvæðum áhrifum áfram til næstu kynslóðar íþróttamanna. Ungu áhrifavaldarnir tilheyra þátttakendahóp síns lands og búa í Ólympíuþorpinu. Þeir sem sinna hlutverkinu taka þátt í störfum fararstjórnar og aðstoða hópinn eftir föngum. Ólympíuleikar ungmenna eru ætlaðir fyrir ungt afreksfólk í íþróttum á aldrinum 14 til 18 ára. Keppt er í mörgum greinum og skiptast leikarnir í sumarleika og vetrarleika eins og Ólympíuleikar fullorðinna. Hugmyndina á Jacues Rogge forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar og var hún kynnt til sögunnar árið 2001. Árið 2007 var ákveðið að koma á fót Ólympíuleikum ungmenna og fóru fyrstu sumarleikarnir fram árið 2010 í Singapore og 2014 fóru sumarleikarnir fram í Nanjing í Kína.
Ólympíuleikar Sund Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira